Bæjarstjórn
325. fundur
12. nóvember 2019 frá kl. 16.00 – 18:30
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Fríða Sveinsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru MG), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 27. lið bréf frá skólastjóra grunnskólans, sem 28. lið fundargerð öldungaráðs og sem 29. lið fundargerð ungmennaráðs. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð 309. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 24. október 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 22. október 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 187. fundar menningarnefndar, dags. 30. október 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 131. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. nóvember 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 87. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 1. október 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. september 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Júníönu Björgu Óttarsdóttur, dags. 16. október 2019, varðandi úrsögn úr félagsþjónustunefnd Snæfellinga.
Bæjarstjórn samþykkti úrsögnina samhljóða og þakkar jafnframt Júníönu fyrir setu sína í nefndinni. Tillaga kom um Guðrúnu Önnu Oddsdóttur í stað Júníönu í félagsþjónustunefnd Snæfellinga.
Tillagan samþykkt samhljóða.
10. Bréf frá Írisi Ósk Jóhannsdóttur, dags. 29. október 2019, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi í Tónlistarskóla Akraness á þessu skólaári.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að greiða niður tónlistarnámið skólaárið 2019-2020 í samræmi við reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
11. Bréf frá framkvæmdastjóra HSH, dags. 24. október 2019, varðandi ósk um styrk vegna stefnumótunarverkefna HSH.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 70.000.-
12. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 22. október 2019, varðandi aðgengismál í félagsheimilum Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela tæknideildinni að skoða þetta og koma með tillögur og kostnaðaráætlun til bæjarstjórnar.
13. Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur, dags. 6. nóvember 2019, varðandi vatnsveitu á Hellnum.
Bæjarstjórn vill ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu, en samþykkti að skoða málið betur.
14. Bréf frá formanni Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 31. október 2019, varðandi viðbótarframlag til HeV.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða viðbótarframlag til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að upphæð kr. 1.014.115.-
15. Bréf frá formanni Skógræktarfélags Ólafsvíkur, dags. 4. nóvember 2019, varðandi 50 ára afmæli félagsins á árinu 2020.
Bæjarstjórn þakkar bréfið og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2020.
16. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, ódags., með greinargerð um geymslu safnmuna Pakkhússins.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að kanna hvað er til af gögnum, en fyrir nokkrum árum var farið í töluverða skráningarvinnu í geymslunni.
17. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2019, varðandi jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að senda jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar til Jafnréttisstofu.
18. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 22. október 2019, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2019.
Brunavarnaáætlun Snæfellsbæjar var upphaflega send Mannvirkjastofnun 4. mars 2016, en sú var ekki samþykkt af stofnuninni með skilaboðum um að hún væri ekki í samræmi við gildandi leiðbeiningar-reglur. Bæjarstjóri fór á fund Mannvirkjastofnunar þann 3. júní 2016, ásamt lögmanni Snæfellsbæjar og lögmanni SÍS, þar sem málin voru rædd, og var þar samþykkt að starfsmönnum Mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra yrði falið að ljúka vinnu við brunavarnaráætlunina hið fyrsta og senda bæjarstjórn Snæfellsbæjar til umfjöllunar og staðfestingar. Bæjarstjóri ítrekaði, með tölvupósti þann 13. október 2018, að þessari vinnu yrði lokið. Þessi vinna hefur hins vegar ekki ennþá skilað tilbúinni áætlun. Bæjarstjórn skorar á Mannvirkjastofnun að ljúka þessari vinnu sem búið var að semja um.
19. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október 2019, varðandi umsagnarbeiðni um golfvöll við Rif.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar gerir engar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu golfvallar í Rifi miðað við framlögð gögn.
20. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 21. október 2019, varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lagt fram til kynningar.
21. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.
Lagt fram til kynningar.
22. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi starf garðyrkjumanns í Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða.
23. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi framkvæmdir á efri hæð sundlaugar Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
24. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi úrvinnslu á verkefninu Betri Snæfellsbær.
Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
25. Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa gjaldskránum til frekari vinnslu í bæjarráði og þaðan til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í desember.
26. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 – fyrri umræða.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til nánari vinnslu í bæjarráði og þaðan til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í desember.
27. Bréf frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, dags. 11. nóvember 2019, varðandi ástand íþróttahússins á Hellissandi.
Bæjarstjórn samþykkti að fara og skoða aðstæður með skólastjóra og tæknifræðingi áður en ákvörðun verður tekin. Bæjarstjóra falið að finna hentugan tíma.
28. Fundargerð 7. fundar öldungaráðs Snæfellsbæjar, dags. 8. október 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
29. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 7. nóvember 2019.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
25. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við Arnarstapahöfn.
- Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við fráveitu á Arnarstapa.
- Bæjarstjóri sagði frá því að nýr umsjónarmaður fasteigna hefur hafið störf.
- Bæjarstjóri las upp þakkarbréf frá forsetanum eftir heimsókn hans í Snæfellsbæ.
- Bæjarstjóri sagði frá því að Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, hefur sagt upp störfum.