Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
326. fundur
5. desember 2019 frá kl. 16.00 – 17:35

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna.  Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 14. lið bréf frá Lionsklúbbnum Rán, sem 15. lið bréf frá Lionsklúbbi Nesþinga og sem 16. lið bréf frá formanni stjórnar Klifs.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerð 310. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 28. nóvember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 11. nóvember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 88. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. nóvember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerðir 184. og 185. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 1. október og 12. nóvember 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð 417. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Bréf frá séra Óskari Inga Ingasyni, ódags., varðandi visitasíu biskups Íslands 16. – 17. febrúar 2020. 

Fulltrúar frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar munu að sjálfsögðu mæta á fyrirhugaðan fund með biskupi. 

7. Bréf frá stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur, dags. 2. desember 2019, varðandi umsókn um rekstrarstyrk vegna taprekstrar 2019. 

Júníana vék af fundi undir þessum lið. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 2.500.000.- og mun hann verða færður á móti skuld mfl. karla við Snæfellsbæ. 

Júníana kom nú aftur inn á fund. 

8. Bréf frá útgerðinni Ingibjörgu ehf., dags. 3. desember 2019, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að bátnum Guðlaugu SH-62, skskrnr. 2493. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Guðlaugu SH-62, skskrnr. 2493. 

9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. desember 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Sker restaurant um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.  Athugið að þetta er umsókn um breytingu á núverandi rekstrarleyfi. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Sker restaurant, um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

10. Tillaga að styrkjum á fjárhagsáætlun 2020.  

Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu samhljóða. 

11. Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020. 

Eftirfarandi gjaldskrár voru lagðar fram til samþykktar:

 • Álagningarprósenta útsvars í Snæfellsbæ:   
  • Samþykkt samhljóða að álagningarprósenta útsvars árið 2020 verði 14,52% eða sú sama og árið 2019. 
 • Gjaldskrá fasteignagjalda:   
  • Gjaldskrá samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá leikskólagjalda:   
  • Gjaldskrá samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá leikskólasels við Lýsuhólsskóla: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss Snæfellsbæjar í Ólafsvík: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá sundlaugarinnar á Lýsuhóli: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá slökkviliðs Snæfellsbæjar: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá sorphirðu í Snæfellsbæ: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá fyrir hundahald í Snæfellsbæ: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
 • Gjaldskrá fyrir kattahald í Snæfellsbæ: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
 • Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
 • Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Snæfellsbæ: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
 • Gjaldskrá félagsheimilisins á Lýsuhóli: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
 • Gjaldskrá félagsheimilisins Rastar: 
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
 • Gjaldskrá félagsheimilisins Klifs:
  • Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

12. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 –  seinni umræða. 

Eftirfarandi var lagt fram til samþykktar: 

a) Framkvæmdaáætlun Snæfellsbæjar 2020: Samþykkt samhljóða. 

b) Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs 2020: Samþykkt samhljóða. 

Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar: 

„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Snæfellsbæ. Smávægileg hækkun varð á gjaldskrám bæjarfélagsins. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt en breytingar voru gerðar á álagningarprósentu fasteignagjalda.  Álagningarprósenta vatnsgjalds húseigna í A-flokki lækkar um 9% og álagningarprósenta fráveitugjalds húseigna í A-flokki lækkar um 6,25%.  Þetta er gert til að koma til móts við íbúa Snæfellsbæjar þannig að heildarfasteignagjöld hækki ekki á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. 

Bæjarstjórn  leggur  á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.  Styrkir til félagasamtaka hækka á árinu 2020 og verða kr. 64.515.000.-  Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs. 

Snæfellsbær mun áfram bjóða upp á frístundastyrk til tómstundastarfs ungmenna. 

Á haustmánuðum 2019 var farið í verkefnið Betri Snæfellsbær og mun 18 milljónum verða varið í það á árinu 2020 að framkvæma hluta af því sem lagt var til þar.  Mikið af góðum ábendingum og tillögum kom fram frá íbúum í gegnum þetta verkefni og hefur tæknideild Snæfellsbæjar undanfarið unnið úr þeim tillögum og forgangsraðað þeim.  Bæjarstjórn vill lýsa ánægju sinni með þetta framtak. 

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2020, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði um 423 milljónir króna, þar af 195 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar og 228 milljónir hjá hafnarsjóði.  Stærsta framkvæmd ársins 2020 verður lenging Norðurgarðs í Ólafsvík. 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð, og á árinu 2019 tókst að greiða upp lán en engin ný lán þurfti að taka á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir á árinu 2019.  Ekki er gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2020, sem er gott.  Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 65% í A-hluta, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka. 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2020, eins og áður kemur fram, eða um 228 m.kr.  Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram jafngott, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri.  

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og vann öll bæjarstjórn saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé  góð í bæjarstjórn. 

Björn H Hilmarsson, Júníana Bj. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir.“ 

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 var lögð fram og samþykkt samhljóða. 

13. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2021-2023 – seinni umræða. 

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2021-2023 var lögð fram og samþykkt samhljóða. 

14. Bréf frá Lionsklúbbnum Rán, dags. 3. desember 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólaballs milli jóla og nýárs. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna. 

15. Bréf frá Lionsklúbbi Nesþinga, dags. 4. desember 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna leikfangahappdrættis á Þorláksmessu. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna. 

16. Bréf frá formanni rekstrarstjórnar Klifs, dags. 5. desember 2019, varðandi ósk um endurskoðun á ákvörðun bæjarstjórnar um að halda skötuveislu í Klifi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að halda sig við fyrri ákvörðun og heimila ekki skötuveislur í Klifi. 

25. Minnispunktar bæjarstjóra.

 • Bæjarstjóri fyrir yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – nóvember 2019.
 • Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdum í Sandholti væri að ljúka.
 • Bæjarstjóri sagði frá því að vel hefði gengið að jólaskreyta bæjarfélagið í ár.
 • Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að lýsa upp listaverkið á gafli íþróttahússins á Hellissandi.
 • Bæjarstjóri sagði frá því að sendiherra Póllands hafi komið í heimsókn í gær.
 • Bæjarstjóri kynnti drög að landslagshönnun á Hellissandi.

Fundi slitið kl. 17:35