Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
327. fundur
19. desember 2019 frá kl. 12:00 – 12:39

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna.  Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 7. lið bréf frá Þróunarfélagi Snæfellinga, dags. 17. desember 2019.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 9. desember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð 132. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 12. desember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð stjórnarfundar í Sorpurðun Vesturlands, dags. 11. desember 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

4. Fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 12. desember 2019, varðandi gjaldskrárbreytingu í Fíflholtum. 

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með breytingar á gjaldskránni og að Sorpurðun Vesturlands sé að taka þetta stóra framfaraskref. 

6. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 17. desember 2019, varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna golfvallar sunnan Rifs. 

Bæjarstjórn samþykkir drög aðalskipulagsbreytingu verði kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga. 

7. Bréf frá Þróunarfélagi Snæfellinga, dags. 17. desember 2019, varðandi kaup Svæðisgarðsins Snæfellsness á öllu hlutafé Þróunarfélagsins. 

Bæjarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti að Svæðisgarðurinn Snæfellsnes kaupi hlutafé Snæfellsbæjar í Þróunarfélagi Snæfellinga og að félaginu verði slitið. 

8. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri sagði frá því að verið er að skipta út umferðarskiltum í þéttbýli Snæfellsbæjar. 
  • Bæjarstjóri fór yfir fjármálin í lok árs. 

Fundi slitið kl. 12:39