Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
328. fundur
9. janúar 2020 frá kl. 10:30 – 11:58

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 11. lið erindi frá tæknideild Snæfellsbæjar, dags. 7. janúar 2020, varðandi breytingu á aðalskipulagi.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerðir 188., 189. og 190. fundar menningarnefndar, dags. 15. nóvember, 11. desember og 20. desember 2019. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

2. Fundargerð 132. fundar hafnarstjórnar, dags. 27. desember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 25. nóvember 2019. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 104. fundar stjórnar FSS, dags. 18. desember 2019, ásamt endanlegri fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð 418. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 6. desember 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2019. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 2. janúar 2020, varðandi framlög sveitarfélaga til HeV á árinu 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. desember 2019, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellissandi, Rifi og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 4. júlí 2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Þó óskar bæjarstjórn Snæfellsbæjar eftir því að gerðar þær breytingar á reglugerðinni að þar sem talað er um byggðarlög sé tekið tillit til þess að í ákveðnum byggðarlögum innan sveitarfélaga eins og Snæfellsbæjar séu ekki fiskvinnslur þó þar sé útgerð.  Þar eigum við sér í lagi við um byggðarlög eins og Arnarstapa og Hellissand þar sem bátar eru skráðir en engin fiskvinnsla er til staðar. 

Rök bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum. 

Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ganga frá breytingartillögum til ráðuneytisins í samræmi við vilja bæjarstjórnar. 

9. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 9. desember 2019, varðandi niðurfellingu Traðarvegar nr. 5707-01 af vegaskrá. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Félagi heyrnarlausra, dags. 17. desember 2019, varðandi fjárstuðning vegna Táknmálsapps. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Bréf frá tæknideild Snæfellsbæjar, dags. 7. janúar 2020, varðandi breytingu á aðalskipulagi Snæfellbæjar 2015-2031, golfvöllur sunnan Rifs. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að óska heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa framlagða skipulagstillögu skv. 31. gr. skipulagslaga. 

12. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Dagsetning fyrir íbúafund um kynningu á umhverfismálum á Hellissandi.  Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar n.k. og verður stefnt að því að halda íbúafundinn í húsnæði grunnskólans á Hellissandi sama dag kl. 20:00. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að ganga frá yfirtöku sveitarfélagsins á ljósastaurum í þéttbýli en RARIK mun áfram þjónusta staurana. 
  • Bæjarstjóri er að fara í fundarherferð með umhverfisráðherra um þjóðgarða og mun fjalla um Þjóðgarðinn Snæfellsnes. 

Fundi slitið kl. 11:58