Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
329. fundur
30. janúar 2020 frá kl. 16.00 – 17:35

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerð 133. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. janúar 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð vinnufundar menningarnefndar, dags. 30. nóvember 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 105. fundar stjórnar FSS og notendaráðs fatlaðra á Snæfellsnesi, dags. 20. janúar 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

4. Fundargerð 419. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 20. janúar 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Bréf frá Jensínu Guðmundsdóttur, dags. 28. janúar 2020, varðandi úrsögn úr kjörstjórn Hellissands- og Rifskjördeildar og úr landbúnaðarnefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Jensínu fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins. 

Tillaga kom um G. Sirrýju Gunnarsdóttur sem aðalmann í kjörstjórn Hellissands- og Rifskjördeildar og Svanfríði Kristjánsdóttur sem varamann í stað Sirrýjar. 

Tillagan samþykkt samhljóða. 

Tillaga kom um Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur sem varamann í landbúnaðarnefnd. 

Tillagan samþykkt samhljóða. 

6. Bréf frá Ásbirni Óttarssyni, dags. 24. janúar 2020, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna kúttmagakvölds eldri borgara þann 18. janúar s.l. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar á niðurfellingu á leigu í félagsheimilum bæjarfélagsins. 

7. Bréf frá Marinó Mortensen, dags. 9. janúar 2020, varðandi ósk um að bæjarstjórn falli frá forkaupsrétti að bátnum Maríu SH-82, sknr. 6111. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Maríu SH-82, skrkrnr. 6111. 

8. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar. 

9. Endurnýjaður samningur um rekstur Pakkhússins í Ólafsvík. 

Bæjarstjórn samþykkti samninginn með 6 atkvæðum.  Fríða sat hjá.  Tók hún fram að hún hefði óskað eftir því að rekstur hússins hefði verið auglýstur til leigu. 

10. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 6. nóvember 2019, varðandi svar við ósk Snæfellsbæjar um upplýsingar um nýtingarhlutfall á hjúkrunarrýmum á Vesturlandi. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. janúar 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sigurðar Narfasonar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Hofgörðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti ofangreinda umsókn Sigurðar Narfasonar, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, gistiheimili, að Hofgörðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

12. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 10. janúar 2020, varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2020, varðandi boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. janúar 2020, varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. 

Lagt fram til kynningar. 

15. Bréf frá Húsnæði- og mannvirkjastofnun, dags. 20. janúar 2020, varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að koma með tillögur að breytingum að núverandi húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar. 

16. Minnispunktar bæjarstjóra. 

 • Bæjarstjórn mun eftir fund fara í íþróttahúsið á Hellissandi ásamt tæknifræðingi og skólastjóra til að skoða húsnæðið. 
 • Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann, formaður stjórnar Jaðars og forstöðumaður Jaðars áttu 22. janúar s.l. með heilbrigðisráðherra.  Sagði hann frá því að ef það væri sambærilegur fjöldi hjúkrunarrýma í Snæfellsbæ og væru á Akranesi, miðað við höfðatölu, þá ætti Snæfellsbær að vera með 15 rými í staðinn fyrir 12, 21 miðað við Stykkishólm og 16 miðað við Borgarbyggð.  Nú hefur jafnframt komið í ljós að ekki er verið að nýta öll þau hjúkrunarrými sem úthlutað er innan svæðisins, sbr. bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 6. nóvember 2019.  Bæjarstjóri sagði jafnframt frá því að ráðherra hefði tekið vel á móti fulltrúum Snæfellsbæjar og ætlaði að athuga hvort ekki væri hægt að koma til móts við óskir sveitarfélagsins um aukinn fjölda hjúkrunarrýma. 
 • Bæjarstjóri sagði frá varmadælumálum í Klifi og í sundlaug Snæfellsbæjar. 
 • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gera samkomulag við Félag eldri borgara í Snæfellsbæ um aukna heilsueflingu íbúa Snæfellsbæjar eldri en 60 ára, í samræmi við samkomulag sem lagt var fyrir og lagt mun verða fyrir stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ. 
 • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum á efri hæðinni í Röstinni, en þær standa nú yfir. 
 • Bæjarstjóri kynnti teikningar að fyrirhuguðu húsnæði fyrir fatlaða við Ólafsbraut. 
 • Bæjarstjóri sagði frá fyrirlestrum um þjóðgarðinn sem hann hefur haldið með umhverfisráðherra og Breiðafjarðarnefnd núna í janúar.   
 • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við Sandholtið og kostnaðaruppgjöri vegna þeirra. 
 • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins 2019, framlög frá Jöfnunarsjóði og afborganir lána. 
 • Bæjarstjóri sagði frá málefnum vatnsverksmiðju í Rifi. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að stutt verði í að hönnun tjaldstæðahúss á Hellissandi verði lokið. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að líklega verði útboð vegna þjóðgarðsmiðstöðvar nú í febrúar. 
 • Bæjarstjóri sagðir frá því að framkvæmdum við Arnarstapahöfn sé að verða lokið og að framkvæmdir við Norðurgarð í Ólafsvík gangi mjög vel. 
 • Bæjarstjóri minnti á íbúafund sem verður í grunnskólanum á Hellissandi kl. 20:00 í kvöld. 

Fundi slitið kl. 17:35