Bæjarstjórn
330. fundur
5. mars 2020 frá kl. 14:30 – 16:11.
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði forseti eftir því að færa fyrsta lið aftast. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð 311. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 20. febrúar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 134. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 26. febrúar 2020.
Davíð Viðarsson mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti tillögur að hraðahindrunum frá Vegagerðinni. Bæjarstjórn tók vel í þessar tillögur og væntir þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Davíð vék nú af fundi.
3. Fundargerð 191. fundar menningarnefndar, dags. 11. febrúar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 5. febrúar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 8. fundar öldungaráðs, dags. 23. janúar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð 186. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 176. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 14. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 26. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð 420. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
11. Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 1. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
12. Aðalfundarboð Landssamtaka landeiganda á Íslandi, dags. 19. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.
13. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 3. mars 2020, varðandi Dalbraut 12 og útivistar- og göngusvæði á Hellissandi.
Bæjarstjóri sagði frá því að Dalbraut 12 hefði verið máluð á síðasta ári og væri nú nýtt sem geymsluport. Það hefur verið á dagskrá að láta rífa bygginguna, en á meðan ekkert annað húsnæði fæst til að nýta sem geymslu þá verður það ekki gert.
Varðandi kynninguna á útivistar- og göngusvæði á Hellissandi, þá var tæknideildin boðuð í þá vettvangsferð. Bæjarstjórn mun taka þessar ábendingar til greina og boða nefndina með héðan í frá.
14. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 14. febrúar 2020, varðandi ástand íþróttahússins á Hellissandi. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkti það samhljóða að láta alla íþróttakennslu næsta skólaárs fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Næsta árið mun verða nýtt til að meta stöðuna á húsinu og gera áætlun um það hvað þarf að gera til að húsið geti áfram nýst til íþróttakennslu.
15. Bréf frá stjórn Ingjaldshólskirkjusafnaðar, dags. 26. febrúar 2020, varðandi framlag vegna kostnaðar við endurgerð girðingar við kirkjugarð á Ingjaldshóli.
Bæjarstjórn vill að það komi fram að það er skilningur hennar að sveitarfélagið sé ekki skyldugt til að koma að viðhaldsverkefnum sem þessum. Hins vegar er framkvæmdin til fyrirmyndar og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 1.000.000.-
16. Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans, dags. 14. febrúar 2020, varðandi könnun á þeim möguleika að byggja leiguíbúðir fyrir 60+ í Snæfellsbæ.
Bæjarfulltrúar J-listans taka heilshugar undir þessa tillögu og telja þetta mjög þarft verkefni.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða.
17. Bréf frá Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, dags. 20. febrúar 2020, varðandi atkvæðagreiðslu um verkföll.
Lagt fram til kynningar.
18. Bréf frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, dags. 23. febrúar 2020, varðandi eignarhald fasteigna.
Lagt fram til kynningar.
19. Bréf frá UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar 2020, varðandi barnvæn sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
20. Bréf frá Félagi húsbílaeigenda, dags. 18. febrúar 2020, varðandi leyfi landeigenda til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða.
Lagt fram til kynningar.
21. Bréf frá Orkusjóði, dags. 25. febrúar 2020, varðandi samning um styrkveitingu til uppsetningar á varmadælu á Jaðri.
Bæjarstjóri kynnti málið.
22. Skýrsla Terra um sorphirðu og söfnun á efni til endurvinnslu í Snæfellsbæ. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
23. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá Þjóðgarðsmálum.
- Bæjarstjóri sagði frá yfirvofandi verkföllum.
- Bæjarstjóri ræddi um COVID-19.
- Bæjarstjóri sagði frá varmadælunni í Klifi.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu janúar 2020.
24. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes.
Þessum lið var frestað til næsta fundar.