Bæjarstjórn
331. fundur
19. mars 2020 frá kl. 12:00 – 13:10
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir (í gegnum síma), Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson (í fjarveru MG), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 19. febrúar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf frá Drífu Skúladóttur, dags. 1. mars 2020, varðandi Sandara- og Rifsaragleði 2020.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að koma að undirbúningi hátíðarinnar sem sama hætti og undanfarið.
4. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. mars 2020, varðandi staðfestingu á breytingu á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 12. mars 2020, varðandi gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
Bæjarstjórn óskaði eftir því að fá frest til að tilnefna aðila í samstarfshópinn og vill fá meiri upplýsingar frá Umhverfisstofnun áður en það er gert.
6. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 16. mars 2020, varðandi tillögu að mörkum þjóðgarðsins Snæfelljökuls.
Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að þjóðgarðsmörkin yrðu færð skv. þeim tillögum sem lágu fyrir fundinum.
7. Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
„Auglýst var eftir umsóknum um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í febrúar og rann umsóknarfrestur út föstudaginn 28. febrúar s.l. Alls bárust 8 umsóknir um starfið. Undirrituð, ásamt bæjarstjóra og bæjarritara, fóru yfir innsendar umsóknir og mátu þær á þann veg að fjórar kæmu til greina. Var þeim aðilum boðið í viðtal. Viðtöl við umsækjendur fóru öll fram þriðjudaginn 10. mars.
Undirrituð vilja lýsa ánægju sinni með hversu góðar umsóknir bárust um starfið, en eftir að hafa metið umsóknir, ferilskrár og viðtöl mælum við með því að Laufeyju Helgu Árnadóttur verði boðið starfið.
Björn H Hilmarsson , Júníana Björg Óttarsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir „
Bæjarstjórn samþykkti bókunina samhljóða.
8. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri ræddi málefni ferðaþjónustunnar.
- Bæjarstjóri fór yfir hvernig staðan er varðandi COVID-19 í sveitarfélaginu.