Bæjarstjórn
333. fundur
16. apríl 2020 frá kl. 16.00 – 17:16
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Gufuskálar. Þór Magnússon og Ægir Þór Þórsson mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Voru Þór og Ægir boðnir velkomnir. Fóru þeir yfir stöðuna varðandi Gufuskála og voru þau málefni rædd.
2. Fundargerð 59. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 27. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf frá aðstandendum Sólarsports ehf., dags. 7. apríl 2020, varðandi húsaleigu.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við aðstandendur Sólarsports á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
4. Bréf frá Saxa ehf., dags. 1. apríl 2020, varðanda ósk um riftun á leigusamningi.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra, Michael og Rögnvaldi að ræða frekar við fulltrúa Saxa ehf. um efni bréfsins áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið. Tillaga í kjölfar þeirra viðræðna yrði lögð fyrir bæjarstjórn á næsta fundi sem haldinn verður 7. maí n.k.
5. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 7. apríl 2020, varðandi áform um stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dags. 1. apríl 2020, varðandi íþróttahreyfinguna og COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 30. mars 2020, varðandi brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 7. apríl 2020, varðandi frestun aðalfundar.
Lagt fram til kynningar.
9. Minnispunktar bæjarstjóra.
- bæjarstjóri sagði frá því að Snæfellsbær er búinn að ganga frá samningi við trúnaðarlækni.
- bæjarstjóri sagði frá því að reglulega hafa verið haldnir forstöðumannafundir nú á tímum COVID-19 og mun næsti fundur verða haldinn á morgun.
- bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann og forseti bæjarstjórnar átti með þingmönnum á þriðjudaginn.
- bæjarstjóri sagði frá því að í dag var byrjað á framkvæmdum við tjaldstæðahúsið á Hellissandi.
- bæjarstjóri sagði frá því að búið er að samþykkja tilboð í ljósin í íþróttahúsið í Ólafsvík.
- bæjarstjóri sagði frá því að nýja hljóðkerfið er komið upp í íþróttahúsinu í Ólafsvík.
- bæjarstjóri sagði frá undirbúningi á hönnun á vatnspípunni í vatnsveitunni á Arnarstapa.
- bæjarstjóri sagði frá því að garðyrkjumaðurinn muni hefja störf í næstu viku og búið er að leysa afleysingarmál í tæknideildinni.
- bæjarstjóri sagði frá starfsmannamálum.