Bæjarstjórn
335. fundur
4. júní 2020 frá kl. 16.00 – 17:23
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluzsuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Sækja fundargerð
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Tillaga kom um Björn H Hilmarsson.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Tillaga kom um Svandísi Jónu Sigurðardóttur sem fyrsta varaforseta og Júníönu Björgu Óttarsdóttur sem annan varaforseta.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
Tillaga kom um eftirfarandi:
aðalmennvaramenn
Júníana Björg Óttarsdóttir Björn Haraldur Hilmarsson
Rögnvaldur Ólafsson Auður Kjartansdóttir
Fríða Sveinsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 137. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. maí 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð öldungaráðs, dags. 18. maí 2020.
Bæjarstjórn gerir athugasemd við 1. lið og vill að það komi fram að það var ekki Snæfellsbær sem gerði samkomulagið við Crossfitstöðina í Rifi og Sólarsport um heilsueflinguna, heldur var það Félag eldri borgara í Snæfellsbæ. Snæfellsbær gerði hins vegar samkomulag við Félag eldri borgara um niðurgreiðslu á heilsueflingu eldri borgara.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 19. maí 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð 106. fundar stjórnar FSS, dags. 19. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf., dags. 29. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 60. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 29. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð 178. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 21. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerðir stjórnarfunda Sorpurðunar Vesturlands, dags. 26. febrúar, 17. apríl og 25. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerð 422. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 27. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
13. Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
14. Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
15. Fundargerð 58. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
16. Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 15. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
17. Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands, dags. 15. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
18. Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 12. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
19. Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna, dags. 11. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
20. Tillaga til bæjarstjórnar frá öldungaráði, varðandi akstur eldri borgara.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu þessa erindis og fela bæjarstjóra að kanna hvernig þessum málum er háttað annars staðar. Mun hann að því loknu leggja þær upplýsingar fyrir bæjarráð.
21. Bréf frá Motocrossklúbbi Snæfellsbæjar, dags. 11. maí 2020, varðandi ósk um styrk.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja Motocrossklúbb Snæfellsbæjar um kr. 250.000.-
22. Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 12. maí 2020, varðandi ósk um styrk.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk til verkefnisins sem svarar um helmingi námskeiðs-kostnaðar hvers nemenda, allt að kr. 200.000.-
23. Fyrirspurn frá fulltrúum J-listans, dags. 2. júní 2020, varðandi útboð á viðgerð á grjóthleðslu í Bæjargilinu í Ólafsvík.
Bæjarstjóri fór yfir málið. Snæfellsbær og Ofanflóðasjóður eru sameiginlegir verkkaupar. Umsjón með framkvæmdunum er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir hönd Snæfellsbæjar Farið var í lokað örútboð sem Framkvæmdasýsla ríkisins sá um. Þremur aðilum, sem hafa áður séð um sambærileg verk, var boðið að bjóða í verkið. Tveir af þessum þremur buðu í það.
24. Tillaga frá fulltrúum D-listans, dags. 2. júní 2020, varðandi tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gefa tímabundinn 90% afslátt af gatnagerðagjöldum af ákveðnum íbúðarlóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar. Afslátturinn gildir frá 1. júní 2020 til 1. maí 2021.
25. Bréf frá Sigrúnu Karlsdóttur, náttúruvárstjóra hjá Veðurstofu Íslands, dags. 25. maí 2020, varðandi vöktun svæðisins við Snæfellsjökul.
Lagt fram til kynningar.
26. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí 2020, varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
27. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 25. maí 2020, varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.
28. Bréf frá Orkusjóði, dags. 20. maí 2020, varðandi samþykkt styrkumsóknar um uppsetningu varmadælu á Jaðri.
Lagt fram til kynningar.
29. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 3. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.
Tillagan samþykkt samhljóða
30. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri ræddi starfsmannamál.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 5 mánaða ársins.
- Bæjarstjóri ræddi umhverfismál.
- Bæjarstjórn, ásamt umhverfis- og skipulagsnefnd, bæjarstjóra og tæknifræðingi, munu fara í umhverfisrölt um þéttbýli Snæfellsbæjar í næstu viku.
- Farið var yfir rekstraryfirlit stofnana sveitarfélagsins.