Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
337. fundur
1. október 2018 frá kl. 16.00 – 17:55

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerðir 316. fundar bæjarráðs, dags. 17. september 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 7. september 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerðir 89. og 90. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 28. maí og 19. ágúst 2020. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

4. Fundargerð 195. fundar menningarnefndar, dags. 31. ágúst 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 7. september 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 140. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. september 2020. 

Athugasemd kom við lið 12.  Á eigninni hvíla kvaðir og það þarf að vera öruggt að þeim kvöðum verði fylgt ef leyfi verður gefið fyrir fyrirhugaðri starfsemi.  Bæjarstjórn telur rétt að skoða það frekar áður en liður 12 verður samþykktur. 

Fundargerðin, liðir 1-11 og 13, var samþykkt samhljóða.  Afgreiðslu liðar 12 var frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. 

7. Fundargerð 141. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. september 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

8. Fundargerð 108. fundar stjórnar FSS, dags. 8. september 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 14. september 2020, varðandi sumarleyfi leikskólans.  Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að lengja sumarfrí leikskólans í 5 vikur frá og með sumrinu 2021. 

11. Undirskriftarlisti íbúa við Keflavíkurgötu á Hellissandi, dags. 16. september 2020, varðandi mótmæli við fyrirhugaða lagningu göngustígs meðfram sjávarsíðu Keflavíkurgötu. 

Bæjarstjórn telur miður að íbúar við Keflavíkurgötu skuli vera á móti þessari framkvæmd, þar sem hún er hluti af heildarframtíðarstefnu Snæfellsbæjar um strandstígakerfi og þá umhverfissýn að hægt sé að ferðast gangandi eða hjólandi um Snæfellsbæ allan. 

Bæjarstjórn telur að mótmælin hefðu þurft að koma fram fyrr.  Þessi framkvæmd er komin inn í aðalskipulag Snæfellsbæjar og var vel kynnt í þeirra vinnu sem lauk í janúar á þessu ári, m.a. með opnum fundum sem auglýstir voru í blöðum og á netmiðlum.  Þessi framkvæmd hefur jafnframt verið vel kynnt ein og sér, og íbúum hefur margsinnis gefist kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri.  Meðal annars var haldinn íbúafundur í Grunnskólanum á Hellissandi þar sem útivistarframkvæmdir á Hellissandi voru kynntar, en jafnframt var farið í göngu um bæjarfélagið þar sem íbúar gengu um þéttbýlið með bæjarstjórn, bæjarstjóra, umhverfis- og skipulagsnefnd, tæknifræðingi og garðyrkjufræðingi, þar sem þessi leið var gengin og kynnt.  Báðir þessir viðburðir voru kynntir með auglýsingum í Bæjarblaðinu Jökli, sem borinn er í hvert hús í bæjarfélaginu, og á netmiðlum. 

Bæjarstjórn telur að þessi framkvæmd sé til mikilla hagsbóta fyrir bæjarfélagið og lýðheilsu bæjarbúa, hvetji til útivistar og heilbrigðari lífshátta.  Bæjarstjórn telur líka að fjarlægð stígs frá húsum íbúa við Keflavíkurgötu verði það mikil að truflun ætti að verða í miklu lágmarki.  Göngustígar eru mjög víða við sjávarsíðuna mun nær íbúðum en verður hér. 

12. Bréf frá Klumbu ehf., dags. 24. september 2020, varðandi nýtingu vindorku til raforkuvinnslu. 

Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið, og samþykkti samhljóða að vísa því til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar áður en endanlega afstaða er tekin. 

13. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 24. september 2020, varðandi 50 ára afmæli Sundlaugar Snæfellsbæjar í Ólafsvík. 

Bæjarstjórn tekur undir þessar hugmyndir og samþykkti samhljóða að bjóða íbúum Snæfellsbæjar í sund í desember í tilefni afmælis sundlaugarinnar. 

14. Bréf frá Framfarafélagi Snæfellsbæjar, Ólafsvíkurdeild, dags. 22. september 2020, varðandi úrbætur í umhverfi Ólafsvíkur. 

Bæjarstjórn þakkar erindið og er sammála því að þó svo að margt gott sé unnið, þá er sem betur fer alltaf eitthvað sem má bæta og gera betra.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu. 

15. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. september 2020, varðandi mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum. 

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við þær breytingar sem boðaðar eru. 

16. Tillaga frá J-listanum, dags. 28. september 2020, varðandi íbúðir fyrir eldri borgara. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að óska eftir því við öldungaráð að farið verði í þarfagreiningu á meðal eldri borgara í Snæfellsbæ um hvernig húsnæði sé helst þörf á fyrir íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. 

17. Brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar 2021-2025 

Bæjarstjórn samþykkti að halda sérstakan vinnufund í bæjarstjórn til að fara yfir framkomna áætlun.  Jafnframt var samþykkt, að þeirri vinnu lokinni, að boða stjórnendur slökkviliðsins til annars vinnufundar.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til þeirri vinnu er lokið.  Bæjarritara falið að koma með tillögur að tíma og dagsetningu. 

18. Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur.   

Samþykkt samhljóða að fresta erindinu til næsta bæjarráðsfundar. 

19. Minnispunktar bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri sagði frá máli tengdu vatnsverksmiðjunni í Rifi. 
  • Bæjarstjóri sagði frá málefnum Gufuskála. 
  • Bæjarstjóri sagði frá covid-19 í sveitarfélaginu, en búið er að vinna undirbúningsvinnu ef smit skyldi koma upp í Snæfellsbæ. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu fyrstu 9 mánaða ársins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana. 

Fundi slitið kl. 17:55