Bæjarstjórn
338. fundur
12. nóvember 2020 frá kl. 16.00 – 18:40
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 39. lið fundargerð menningarnefndar frá 9. nóvember og sem 40. lið bréf frá stjórn mfl. Víkings. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og umsjónarmönnum félagsmiðstöðvarinnar, dags. 20. október 2020, varðandi húsnæði félagsmiðstöðvar.
Laufey Helga Árnadóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, mætti á fundinn í gegnum Teams ásamt Emilíu Björgu Sigurjónsdóttur, starfsmanni félagsmiðstöðvarinnar Afdreps. Fóru þau yfir ástand húsnæðisins sem hýsir Afdrep í dag og fóru yfir nokkrar lausnir á húsnæðismálum sem þau hafa skoðað. Óskuðu þau eftir umræðu um þær lausnir eða aðrar lausnir sem hugsanlega væru í stöðunni. Véku þær svo af fundi. Bæjarstjórn ræddi möguleikana í stöðunni og samþykkti samhljóða að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða þá kosti sem ræddir voru á fundinum.
2. Umsóknir um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Heimir Berg, markaðs- og kynningarfulltrúi mætti á fundinn og kynnti þær umsóknir sem Snæfellsbæjar sendi inn í haust.
3. Fundargerðir 317. fundar bæjarráðs, dags. 15. október 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 142. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 22. október 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð 133. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 22. október 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 29. september 2020.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerðir 187. og 188. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. október og 9. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð samráðsfundar stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð stjórnarfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerðir 161., 162. og 163. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. maí, 16. júlí og 20. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerðir 425., 426. og 427. fundar Hafnasambands Íslands, dags. 24. ágúst, 28. september og 19. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
13. Fundargerðir 887., 888., 889. og 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. september, 29. september 2020, 16. október og 30. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
14. Fundarboð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 25. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. október 2020, varðandi landsþing sambandsins þann 18. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.
16. Tjaldstæði Snæfellsbæjar – skýrsla 2020, ásamt umræðu um áframhaldandi samning við umsjónarmenn. Núverandi samningur rennur út á þessu ári.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að skoða möguleikana á þeim nótum sem rætt var á fundinum. Tillögur verða lagðar fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.
17. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 6. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sylvaine Anton-Scharapenko um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Klettsbúð 3 á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Sylvaine Anton-Scharapenko um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingahús, að Klettsbúð 6 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
18. Bréf frá Íris Ósk Jóhannsdóttur, ódags., varðandi ósk um niðurgreiðslu tónlistarskólagjalda fyrir Kristján Stein Matthíasson við Tónlistarskóla Akraness, skólaárið 2020-2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að greiða niður tónlistarnámið skólaárið 2020-2021 í samræmi við reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
19. Bréf frá forstöðukonu Jaðars og tæknifræðingi, ódags., varðandi stækkun á anddyri Jaðars.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara ekki í þessar framkvæmdir að svo stöddu þar sem forsendur eru aðrar en lagt var upp með. Í staðinn fer bæjarstjórn fram á að ný styrkumsókn verði útbúin og send inn miðað við þær forsendur sem nú eru fyrir hendi.
20. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða aukafjárveitingu að upphæð 27,7 millj. króna vegna launahækkana á árinu 2020. Aukafjárveitingin kemur af liðnum 27-10, ófyrirséð.
21. Bréf frá forstöðukonu Jaðars, dags. 27. október 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða aukafjárveitingu að upphæð 25 millj. króna vegna launahækkana á árinu 2020. Aukafjárveitingin kemur af liðnum 27-10, ófyrirséð.
22. Tillaga frá J-listanum, dags. 12. nóvember 2020, varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
Bæjarstjórn samþykkti 90% afslátt af gatnagerðargjöldum á viðbyggingum við íbúðarhúsnæði til og með 31. maí 2021, sambærilegt við þann afslátt sem þegar hefur verið gefinn af nýbyggingum.
23. Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 1. október 2020, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu og tímabundinni breytingu á leigufjárhæð vegna Gufuskála.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Þór og Ægi á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
24. Bréf frá tæknifræðingi, ódags., varðandi sögulund í Réttarskógi.
Bæjarstjórn staðfestir framkvæmdaleyfið samhljóða.
25. Bréf frá Megin lögmannsstofu, dags. 2. nóvember 2020, varðandi fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu í samræmi við þær umræður sem voru á fundinum.
26. Bréf frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020, varðandi yfirlýsingu, kröfu og tillögur vegna covid-19 aðgerða stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.
27. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 15. október 2020, varðandi fjárhags–áætlanir sveitarfélaga 2021.
Lagt fram til kynningar.
28. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dags. 13. október 2020, varðandi beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
Bæjarstjórn gerir sér fulla grein fyrir erfiðleikum ferðaþjónustunnar á þessum tímum. Hins vegar eru fasteignagjöld hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga og engin lagaheimild er til fyrir niðurfellingum á þeim. Þær aðgerðir sem nú eru í gangi til að hefta útbreiðslu Covid-19 eru sóttvarnaraðgerðir ríkisins en ekki sveitarfélaganna. Því getur bæjarstjórn ekki orðið við erindinu að svo stöddu, en telur að lausnin á þessu máli felist í sameiginlegum aðgerðum ríkis og sveitarfélaga og telur réttara að landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu komi að úrlausnum í samvinnu við ríkið.
29. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi reynsluverkefni um móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar.
30. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 20. október 2020, varðandi tillögu að stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýrri reglugerð um þjóðgarðinn.
Lagt fram til kynningar.
31. Bréf frá Bandalagi háskólamanna, dags. 2. nóvember 2020, varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.
Lagt fram til kynningar.
32. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 28. október 2020, varðandi Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
33. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi þátttöku í degi um fórnarlömb umferðarslysa þann 15. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
34. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 15. október 2020, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2020.
Lagt fram til kynningar.
35. Reglur Snæfellsbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
Bæjarstjórn samþykkti framlagðar reglur samhljóða.
36. Bréf frá Gunnsteini Sigurðssyni, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um úrsögn úr fræðslunefnd og sem varabæjarfulltrúi J-listans.
Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Gunnsteini setu sína í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Tillaga kom um Ara Bent Ómarsson sem aðalmann í stað Gunnsteins í fræðslunefnd. Tillagan samþykkt samhljóða.
37. Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur.
Tillaga kom um Svanhildi Pálsdóttur. Tillagan samþykkt samhljóða.
38. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021. Fyrri umræða.
Bæjarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2021 til nánari vinnslu í bæjarráði og þaðan til seinni umræðu í bæjarstjórn í desember.
39. Fundargerð 196. fundar menningarnefndar, dags. 9. nóvember 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
40. Bréf frá stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó, dags. 11. nóvember 2020.
Júníana vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 1.000.000.- Styrkurinn verður að hluta notaður til að gera upp skuld knattspyrnudeildarinnar við Snæfellsbæ.
Júníana kom nú aftur inn á fundinn.
41. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit janúar – október.
- Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu stofnana Snæfellsbæjar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.
- Bæjarstjóri sagði frá ljósleiðaramálum.
- Bæjarstjóri sagði frá dómssátt sem búið er að ganga frá.
- Fyrsti vinnufundur bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00 í gegnum Teams. Farið verður í gegnum styrki og framkvæmdir.