Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
339. fundur
10. desember 2020 frá kl. 16.00 – 17:20

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Lagði hann til að bæjarstjórn myndi fara strax eftir fund til að skoða Líkn og Klif sem valmöguleika fyrir nýja félagsmiðstöð unglinga. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerð 318. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 26. nóvember 2020. 

Athugasemd kom um lið 6. Júníana vildi að það yrði bókað að vegna tengsla hafi hún setið hjá undir þeim lið og því hafi liðurinn verið samþykktur með meirihluta atkvæða, en ekki samhljóða. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd.

2. Fundargerð 197. fundar menningarnefndar, dags. 16. nóvember 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 134. fundar hafnarstjórnar, dags. 24. nóvember 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 10. fundar öldungaráðs, dags. 4. desember 2020. 

Varðandi 2. lið, þá samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarritara að útbúa könnun vegna húsnæðismála eldri borgara og fela öldungaráði að dreifa könnunni til allra eldri borgara í samstarfi við Snæfellsbæ. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð 143. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. desember 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 111. fundar stjórnar FSS, dags. 5. nóvember og 23. nóvember 2020, ásamt fjárhagsáætlun FSS fyrir árið 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerðir stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 28. október, 11. nóvember og 18. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fulltrúaráðsfundur Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 7. desember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerðir 2., 3. og 4. fundar starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi, dags. 12. október, 9. nóvember og 19. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. október 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerð 60. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Fundargerð 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 13. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Bréf frá Rán Kristinsdóttur, dags. 8. desember 2020, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Rán kærlega fyrir sín störf í þágu bæjarfélagsins. Tillaga kom um Brynju Mjöll Ólafsdóttur í hennar stað og var sú tillaga samþykkt samhljóða. 

Tillaga kom um Gylfa Frey Karlsson sem varamann í stað Brynju Mjallar og var sú tillaga samþykkt samhljóða. 

15. Bréf frá Jóni Kristni Ásmundssyni, dags. 7. desember 2020, varðandi ósk um leigu á Líkn. 

Húsnæðið Líkn á Hellissandi er því miður ekki til útleigu. Af fenginni reynslu þá telur bæjarstjórn vera talsverða þörf fyrir húsnæði með margþætta nýtingu fyrir starfsemi bæjarfélagsins. Líknin hefur þjónað því hlutverki undanfarin ár, og telur bæjarstjórn að þannig þurfi það að vera áfram. 

16. Bréf frá Daða Hjálmarssyni, dags. 4. desember 2020, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að fiskiskipinu Katrínu SH-370, skskrnr. 2457. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Katrínu SH-370. 

17. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódags., varðandi nýtt húsnæði fyrir félagsmiðstöð unglinga. 

Bæjarstjórn mun fara strax eftir fund í vettvangsferð á báða þá staði sem fram koma sem tillögur. 

18. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi reglur fyrir geymslusvæði Snæfellsbæjar á námusvæði við Rif. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu reglnanna.  Bæjarsjtórn telur að þurfi að gera smávægilegar breytingar á fyrirliggjandi reglum áður en hægt sé að samþykkja þær. 

19. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn áhaldahúss og umsjónarmann fasteigna. 

Bæjarstjórn samþykkti vinnutímatillögu áhaldahúss og umsjónarmanns fasteigna samhljóða. 

20. Vinnutímatillaga leikskóla Snæfellsbæjar vegna styttingu vinnuvikunnar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða vinnutímatillögu leikskólans með endurskoðunarákvæði þann 1. júlí 2021. 

21. Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar 

Bæjarstjórn samþykkti íþrótta- og tómstundastefnu Snæfellsbæjar samhljóða. 

22. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 23. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar. 

Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnarfundar í næstu viku. 

23. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2020, varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021. 

Bæjarstjórn leggur áherslu á að lokið verði við vinnu um varanlegt fyrirkomulag um úthlutun byggðakvóta.  Byggðakvóti skiptir sjávarútvegssamfélög eins og Snæfellsbæ mjög miklu máli. 

24. Bókun Bláskógabyggðar, dags. 1. desember 2020, varðandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. 

Lagt fram til kynningar. 

25. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 95/2020. 

Lagt fram til kynningar. 

26. Bréf frá úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 47/2020. 

Lagt fram til kynningar. 

27. Bréf frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020, varðandi undirbúning á töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

28. Skipun varamanns í fræðslunefnd í stað Ara Bents Ómarssonar. 

Tillaga kom um Margréti Evu Einarsdóttur og var sú tillaga samþykkt samhljóða. 

29. Gjaldskrár Snæfellsbæjar 2021. 

Eftirfarandi gjaldskrár voru lagðar fram til samþykktar: 

  • Álagningarprósenta útsvars í Snæfellsbæ:
    • Samþykkt samhljóða að álagningarprósenta útsvars árið 2021 verði 14,52% eða sú sama og árið 2020.
  • Gjaldskrá fasteignagjalda:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá leikskólagjalda:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá leikskólasels við Lýsuhólsskóla:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss Snæfellsbæjar í Ólafsvík:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá sundlaugarinnar á Lýsuhóli:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá slökkviliðs Snæfellsbæjar:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá sorphirðu í Snæfellsbæ:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fyrir hundahald í Snæfellsbæ:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fyrir kattahald í Snæfellsbæ:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá félagsheimilisins á Lýsuhóli:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá félagsheimilisins Rastar:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá félagsheimilisins Klifs:
    • Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 
  • Gjaldskrá tjaldsvæða Snæfellsbæjar:
    • Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessarar gjaldskrár. 

30. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021.  Seinni umræða. 

Eftirfarandi var lagt fram til samþykktar: 

  • Framkvæmdaáætlun Snæfellsbæjar 2021: Samþykkt samhljóða. 
  • Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs 2021: Samþykkt samhljóða. 

Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar: 

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2021. Smávægileg hækkun verður á gjaldskrám bæjarfélagsins. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt.  

Bæjarstjórn  leggur  áherslu á að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.  Styrkir til félagasamtaka á árinu 2021 verða samtals kr. 60.355.000.-  Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs. 

Snæfellsbær mun áfram bjóða upp á frístundastyrk til tómstundastarfs ungmenna. 

Á haustmánuðum 2019 var ýtt úr vör verkefninu Betri Snæfellsbær og verður fjármunum varið í það á árinu 2021.  Mikið af góðum ábendingum og tillögum komu fram frá íbúum í gegnum verkefnið og hefur tæknideild Snæfellsbæjar undanfarið unnið úr þeim tillögum og forgangsraðað þeim. Nú þegar er hluti tillagnanna kominn til framkvæmda og sumum lokið.  Bæjarstjórn vill lýsa ánægju sinni með þetta framtak. 

Gert er ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á árinu 2021, en áætlað er að fjárfestingar ársins verði um 495 milljónir króna sem er nokkur hækkun frá fyrra ári, þar af 170 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar og 325 milljónir hjá hafnarsjóði.  Stærstu framkvæmdir ársins 2021 verða endurnýjun á stálþili við Norðurtangann í Ólafsvík og malbikun gatna í þéttbýli Snæfellsbæjar. 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er ágæt, en Covid 19 hefur þó haft mikil áhrif árið 2020.  Lántökur á árinu 2020 voru nauðsynlegar sökum Covid 19 og í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir lántökum að upphæð 200 milljónir krónaÍ fyrsta skipti er gert ráð fyrir halla af rekstri A-hluta hjá Snæfellsbæ.  Halli af rekstri ársins 2021 verður samkvæmt fjárhagsáætlun tæplega 33 milljónir og ljóst er að við þá stöðu verður ekki hægt að búa lengi. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 70% í A-hluta, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan þeirra marka. 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2021, eins og áður kemur fram, eða um 325 milljónir króna.  Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár, ljóst er þó að árið 2020 verður undantekning þar á og jafnframt árið 2021. Hversu vel hefur gengið fram að þessu er að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar og jákvæð ytri skilyrði.  Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram farsælt, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri hjá sveitarfélaginu.  

Ljóst er að það mun þrengja að í rekstrinum fjárhagslega á árinu 2021.  Það ástand sem í heiminum er vegna Covid 19 hefur þar mest áhrif.  Þar sem um tímabundið ástand er að ræða, tók bæjarstjórn þá ákvörðun að fara ekki í mikinn niðurskurð á framkvæmdum og jafnframt að halda áfram óbreyttum rekstri stofnana sveitarfélagsins.  Fjárfestingar munu því hækka milli ára eins og fyrr segir og verða tæpar 500 milljónir króna. 

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og er það afar mikilvægt á tímum sem þessum.  Bæjarstjórn vann saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar. 

Björn H Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir“ 

31. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2022-2024 

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2022-2024 var lögð fram og samþykkt samhljóða. 

32. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum í sundlauginni á meðan hún var lokuð vegna Covid. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að stefnt er að því að ljúka við gerð brunavarnaráætluninnar í janúar. 
  • Bæjarstjóri sagði frá málefnum vatnsverksmiðjunnar í Rifi. 

Fundi slitið kl. 17:20