Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
341. fundur
7. janúar 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæja frá kl. 14:00 – 15:45

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 13. lið samning um áfangastaðastofu. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerð 135. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 21. desember 2020. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð 164. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. desember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

3. Fundargerð 429. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

4. Fundargerð 430. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 11. desember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Þinggerð 42. þings Hafnasambands Íslands, dags. 27. nóvember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 4. janúar 2021, varðandi aukafjárveitingu vegna reksturs leikskólans á árinu 2020. 

Bæjarstjórn vill taka það fram að óskir um aukafjárveitingu skulu undantekningalaust berast innan þess fjárhagsárs sem aukafjárveitingin tekur til. 

7. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 5. janúar 2021, varðandi landsskipulagsstefnu 2015-2026. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu og svar skipulags- og byggingarfulltrúa. 

8. Bréf frá Samtökum dagnótamanna, dags. 18. desember 2020, varðandi skýrslu Breiðafjarðarnefndar. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Svarbréf Breiðafjarðarnefndar til samtaka dragnótamanna, dags. 21. desember 2020, varðandi framtíð Breiðafjarðar. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Skorradalshrepp, dags. 10. desember 2020, varðandi höfnun hreppsins á fjárhagsáætlun HEV og gjaldskrártillögu HEV fyrir árið 2021, ásamt svarbréfi HEV, dags. 18. desember 2020. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, varðandi lokaskýrslu um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Bréf frá samtökum grænkera á Íslandi, dags. 29. desember 2020, varðandi áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum, ásamt áskorun sömu samtaka, sama efnis, til allra leik- og grunnskóla landsins. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Samningur um áfangastaðastofu. 

Bæjarstjórn samþykkti fyrirlagða breytingu samhljóða. 

25. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri fór yfir vöktun myndavéla við stofnanir bæjarins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2020 
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstur stofnanna fyrir tímabilið janúar – nóvember 2020. 
  • Bæjarstjóri fór yfir rafmagnsmál í bæjarfélaginu. 
  • Bæjarstjórn óskar starfsfólki Jaðars hjartanlega til hamingju með titilinn Vestlendingar ársins. Starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila eiga þennan titil svo sannarlega skilinn á árinu 2020.   

Fundi slitið kl. 15:45