Bæjarstjórn
343. fundur
4. mars 2021 frá kl. 16.00 – 17:35.
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 25. lið tilnefningu nýs aðila í félagsmálanefnd Snæfellinga og sem 26. lið tilnefningu nýs aðila í stjórn Jaðars. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð 320. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. febrúar 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 136. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 1. mars 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 146. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. febrúar 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. janúar 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 20. janúar 2021.
Bæjarstjórn vill hér með bjóða ungmennaráði á næsta bæjarstjórnarfund í apríl.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerðir 186. og 187. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. janúar og 13. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 190. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 10. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 1. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð framhalds-eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 22. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerðir 893. og 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2020 og 29. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
13. Fundarboð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
14. Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 24. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, dags. 23. febrúar 2021, varðandi lagfæringar á brú við Hvalsá.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf frá Sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju, dags. 24. febrúar 2021, varðandi malbikunarframkvæmdir við Ingjaldshól sumarið 2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fá sóknarnefndina á fund til að ræða þessi mál.
17. Uppsagnarbréf frá Davíð Viðarssyni, tæknifræðingi, dags. 25. febrúar 2021.
Bæjarstjórn þakkar Davíð vel unnin störf fyrir Snæfellsbæ undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum stað og í nýju starfi. Bæjarstjórn gaf jafnframt bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að auglýsa starf forstöðumanns tæknideildar Snæfellsbæjar laust til umsóknar.
18. Uppsagnarbréf frá Ingigerði Stefánsdóttur, leikskólastjóra, dags. 25. febrúar 2021.
Bæjarstjórn þakkar Ingigerði vel unnin störf fyrir Snæfellsbæ undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum stað og í nýju starfi. Bæjarstjórn gaf jafnframt bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að auglýsa starf leikskólastjóra leikskóla Snæfellsbæjar laust til umsóknar.
19. Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Bæjarstjórn fór yfir framlögð drög að reglum og samþykkti samhljóða að senda þau til umsagnar skólastjóra og fræðslunefndar.
20. Tillaga minni sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
21. Bréf frá Sigurði Á Snævarr, dags. 26. febrúar 2021, varðandi ofgreiðslu staðgreiðslutekna sveitarfélaga, ásamt minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
22. Bréf frá menningarfulltrúa Vesturlands, dags. 17. febrúar 2021, varðandi menningarstefnu Vesturlands 2021-2025.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að tilnefna Dagbjörtu Dúnu Rúnarsdóttur sem fulltrúa Snæfellsbæjar í fagráð fyrir mótun og útgáfu Menningarstefnu Vesturlands fyrir árið 2021-2025.
23. Bréf frá Kvennaathvarfinu, dags. 10. febrúar 2021, varðandi umsókn um rekstrarstyrk árið 2021.
Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
24. Bréf frá Þjóðskjalasafni íslands, dags. 15. febrúar 2021, varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa.
Lagt fram til kynningar.
25. Tilnefning í félagsmálanefnd Snæfellinga.
Tillaga kom um Hermínu K. Lárusdóttur og var tilnefningin samþykkt samhljóða.
26. Tilnefning í stjórn Jaðars.
Tillaga kom um Björn H. Hilmarsson og var tilnefningin samþykkt samhljóða.
27. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins.
- Bæjarstjóri fór yfir starfsmannamál. Nauðsynlegt er að hafa ráðningarnefnd fyrir forstöðumenn við stofnanir Snæfellsbæjar. Samþykkt samhljóða að í ráðningarnefnd Snæfellsbæjar verði bæjarstjóri, bæjarritari, forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og oddviti minnihlutans.
- Bæjarstjóri sagði frá máli Móabyggðar vegna vatnsverksmiðjunnar í Rifi.
- Bæjarstjóri fór yfir breytingar sem orðið hafa í Ráðhúsinu til að koma á virku skjalastjórnunarkerfi hjá bæjarskrifstofunni.
- Bæjarstjóri fór yfir málefni Jaðars.
- Bæjarstjóri fór yfir útboð á stálþili á Norðurtanga sem opnað var í gær. 3 tilboð bárust.
- Bæjarstjóri fór yfir styrk sem Svæðisgarðurinn fékk til að athuga hvort það væri vænlegur kostur fyrir Snæfellsnes að verða hluti af Man and Biosphere.
- Árshátíð Snæfellsbæjar hefur verið frestað einn ganginn enn og verður halin í október 2021.