Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
344. fundur
15. apríl 2021 frá kl. 15.00 – 17:00

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum með 1. lið fundargerð 321. fundar bæjarráðs frá 25. mars s.l. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Fundargerðir 321. og 322. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 25. mars og 15. apríl 2021. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

2. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020.  Fyrri umræða. 

Frá Deloitte mættu Jónas Gestur Jónasson og Marínó Mortensen í gegnum fjarfund og voru þeir boðnir velkomnir. 

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélagaStarfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem  hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingarsem eru: Félagsheimilið Klifi, Félagsheimilið Röst, Veitustofnanir Snæfellsbæjar, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar, Leiguíbúðir með hlutareign og Dvalarheimilið Jaðar.  

Fóru þeir Jónas Gestur og Marínó yfir helstu tölur í ársreikningi 2020.   

Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni.   

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020, til síðari umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. maí 2021. 

3. Bréf frá sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju, dags. 24. febrúar 2021, varðandi malbikunarframkvæmdir við Ingjaldshólskirkju sumarið 2021. Erindinu var frestað frá síðasta bæjarstjórnarfundi. 

Fulltrúar úr sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju mættu á fundinn í gegnum fjarfund og voru þeir boðnir velkomnir. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið sem svarar 1000 fermetrum af malbiki. 

Var sóknarnefnd þökkuð koman og vék hún af fundi. 

4. Fundargerðir 198. og 199. fundar menningarnefndar, dags. 25. febrúar og 19. mars 2021. 

Athugasemd kom um að þetta væri skráð sem fundir menningarnefndar.  Nefndarmenn sem sitja fundi annars staðar á vegum nefndarinnar fá það sérstaklega greitt, en það er ekki talið með sem nefndarfundir.  Þessar fundargerðir verða því ekki skráðir sem fundir. 

5. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 3. mars 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 147. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 8. apríl 2021. 

Bæjarstjórn vill ítreka það við nefndina að gámaleyfi eru tímabundin lausn og það er ekki vilji bæjarstjórnar að gefin séu leyfi fyrir sömu gámana ár eftir ár. Bæjarstjórn vill jafnframt óska eftir því að formaður nefndarinnar ásamt starfsmönnum mæti á næsta bæjarstjórnarfund til að ræða reglur um gámamál í Snæfellsbæ. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

7. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 16. mars 2021, ásamt umsögn nefndarinnar um drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

8. Bréf frá foreldrum og forráðamönnum nemenda Grunnskóla Snæfellsbæjar – Lýsuhólsskóla, dags. 3. mars 2021, varðandi athugasemdir við drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn þakkar erindið og ábendingarnar, en vísar að öðru leyti til afgreiðslu bæjarstjórnar á umsögnum um reglurnar undir lið 9. 

9. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 19. mars 2021, varðandi umsögn um drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Umræða skapaðist um drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar og þær umsagnir sem um drögin bárust. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að uppfæra þau drög sem þegar hafa verið lögð fyrir í samræmi við umræðurnar sem fram fóru á fundinum og munu þau drög verða lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar í byrjun maí. 

10. Fundargerðir 113., 114., 115. og 116. fundar stjórnar FSS, dags. 15. og 26. febrúar og 31. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerðir 191. og 192. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. mars og 6. apríl 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Fundargerð 62. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 22. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Fundargerð 188. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 25. febrúar 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, dags. 12. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

15. Fundargerð 166. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 22. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 24. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

18. Fundargerðir 432. og 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. febrúar og 19. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

19. Fundargerðir 895. og 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. febrúar og 26. mars 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 3. mars 2021, varðandi tilraunaverkefni til að bregðast við einangrun einstaklinga í Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn telur að nefndin þyrfti að útfæra þessa hugmynd frekar og kanna hver þörfin raunverulega er.  Bæjarstjórn er tilbúin til að leggja til húsnæði ef þörf er á. 

21. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 12. apríl 2021, varðandi Fossabrekku í Ólafsvík. 

Davíð ViðarssonValgerður Hlín Kristmannsdóttir og Stefán Jónsson mættu fyrir hönd nefndarinnar og fylgdu erindinu úr hlaði. 

Bæjarstjórn tók jákvætt í erindið en lagði áherslu á að landamótun utan lóðar yrði á kostnað lóðarhafa í samráði við Snæfellsbæ. Jafnframt lagði bæjarstjórn áherslu á að möguleiki væri á byggingu parhúsa.  

22. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 13. apríl 2021, varðandi breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar að Gíslabæ á Hellnum.  Starfsmenn tæknideildar mæta á fundinn. 

Davíð Viðarsson, Valgerður Hlín Kristmannsdóttir og Stefán Jónsson mættu fyrir hönd nefndarinnar og fylgdu erindinu úr hlaði. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að drög að aðalskipulagsbreytingu og fylgigögn verðir kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30 gr skipulagslaga. 

23. Bréf frá Ólínu Gunnlaugsdóttur, dags. 8. apríl 2021, varðandi athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi á Hellnum. 

Forseti bæjarstjórnar lagði fram punkta með tillögum að svari. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að svara erindinu í samræmi við framlagða punkta og þá umræðu sem fram fór á fundinum. 

24. Bréf frá Ólínu Gunnlaugsdóttur, dags. 9. apríl 2021, varðandi skipulagsbreytingar á Hellnum. 

Forseti bæjarstjórnar lagði fram punkta með tillögum að svari. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að svara erindinu í samræmi við framlagða punkta og þá umræðu sem fram fór á fundinum. 

25. Tillögur leikskólastjóra að breytingum á samræmdum reglum um vistun barna í leikskóla Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu þessara reglna til næsta bæjarstjórnarfundar. 

26. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Lagt var fram bréf frá ráðningarnefnd Snæfellsbæjar, dags. 14. apríl 2021, varðandi ráðningu leikskólastjóra við Leikskóla Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Hermínu Kristínu Lárusdóttur um starfið. 
  • Lagt var fram bréf frá ráðningarnefnd Snæfellsbæjar, dags. 14. apríl 2021, varðandi starf skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna báðum umsóknum sem bárust þar sem hvorugur umsækjandinn hefur þau réttindi sem þarf.
  • Bæjarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða að fela Hagvangi að auglýsa lausa stöðu byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar. 
  • Bæjarstjóri ræddi málefni Jaðars. 
  • Bæjarstjóri ræddi skólamál á Lýsuhóli. 
  • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna hjá sveitarfélögum á Vesturlandi hvernig bæjarfulltrúar fái greitt fyrir að sitja fjarfundi. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri ræddi málefni Rastarinnar. 
  • Bæjarstjóri sagði frá dómi sem féll í gær í málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi. 
  • Bæjarstjóri ræddi landamerkjamál. 

Fundi slitið kl. 17:00