Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
345. fundur
11. maí 2021 frá kl. 16.00 – 18:00

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020.  Seinni umræða. 

Endurskoðendur Snæfellsbæjar mættur á fundinn undir þessum lið og fylgdu ársreikningi úr hlaði ásamt því að fara yfir samanburð á ársreikningum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. 

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélagaStarfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem  hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingarsem eru: Félagsheimilið Klifi, Félagsheimilið Röst, Veitustofnanir Snæfellsbæjar, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar, Leiguíbúðir með hlutareign og Dvalarheimilið Jaðar.  

Fóru endurskoðendur yfir helstu tölur í ársreikningi 2020.   

Segja má að rekstur Snæfellsbæjar hafi verið nánast á pari við fjárhagsáætlun og athygli vekur að allar stofnanir Snæfellsbæjar skila rekstri á eða undir áætlun, sem er mjög ánægjulegt og eiga forstöðumenn hrós skilið fyrir árangurinn. 

Heimsfaraldur covid-19 setti töluverðan svip á starfsemi og fjármál Snæfellsbæjar og ber ársreikningur 2020 það með sér.  Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkuðu umtalsvert en jafnframt jókst rekstrarkostnaður stofnana, og þá sér í lagi launakostnaður sveitarfélagsins.  Sveitarfélög voru hvött til að taka þátt í atvinnuátaki með Vinnumálastofnun sumarið 2020, sem Snæfellsbær gerði, og var launakostnaður sumarsins töluvert yfir fjárhagsáætlun vegna þess. 

Helstu lykiltölur ársreiknings eru taldar hér: 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.709 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.582 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 2.127 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.045 millj. króna. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 158 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kvæðri afkomu upp á 64 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 94 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 68 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir kvæðri afkomu upp á 16 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 52 millj. króna.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.059 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 3.027 millj. króna. 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.477,9 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 145 stöðugildum í árslok. 

Veltufé frá rekstri var 204,8 millj. króna og veltufjárhlutfall er 0,76.  Handbært frá rekstri var 209,5 millj. króna. 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 4.708,4 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 6.067,5 millj. króna í árslok 2020. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.681,2 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 2.008,7 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 327,5 milljónir.  Snæfellsbær hefur verið að greiða niður lán og minnka skuldir undanfarin ár, en vegna töluverðrar tekjulækkunar vegna covid-19 heimsfaraldurs, var nauðsynlegt að auka smávægilega við skuldir Snæfellsbæjar á árinu 2020.  Skuldahlutfall Snæfellsbæjar er lágt og því er töluvert svigrúm til lántöku til að mæta tekjuáföllum sem þessum.  

Eigið fé bæjarsjóðs nam um 3.027,2 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 4.058,8 millj. króna í árslok 2020.  Eiginfjárhlutfall er 64,29 % á á árinu 2020 en var 66,76% árið áður. 

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 603,3 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. 

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 56,63% hjá sjóðum A-hluta, en var 49,76% árið 2019, og 50,32% í samanteknum ársreikningi en var 46,33% árið 2019.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.  Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð. 

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 og voru reikningarnir undirritaðir. 

2. Ungmennaráð Snæfellsbæjar mætir á fundinn kl. 16:30 

Fulltrúar frá ungmennaráði Snæfellsbæjar, þær Margrét og Minela, mættu á fundinn, og voru þær boðnar velkomnar á fundinn. 

Fóru þær yfir ýmis mál, bæði það sem búið er að gera vel og svo það sem þeim fannst betur mætti fara.  Nefndu þær m.a. körfuboltavellina við skólana, það þyrfti að bæta aðstöðuna þar því körfubolti á kvöldin væri mjög vinsæll, en undirlagið væri slæmt ef einhver dettur.  Líka töluðu þær um að það væri gaman ef hægt væri að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á kvöldin.  Töluðu þær um að það þyrfti að gera við gangstéttir í bæjarfélaginu, á sumum stöðum væru þær orðnar hættulegar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.  Hestavegurinn í Enninu og við Bæjarfossinn þarfnast líka viðgerða, hann væri bæði holóttur og alltof grýttur.  Jafnframt mætti skoða það að hafa ljósin á sparkvellinum mættu vera kveikt lengur.  Töluðu líka um að það mætti skoða að skipta út ljósastaurum úr venjulegum í sólarorkuljós, það væri betra fyrir umhverfið og sparnaður í rekstri.  Þær ræddu líka að það mætti kannski bæta við ruslatunnum í þéttbýlinu til að koma í veg fyrir að fólk henti rusli úti á götu.  Það þyrfti líka að bæta við hraðahindrunum í þéttbýlinu til að reyna að stoppa hraðakstur.  Á kvöldin er mjög mikill hraðakstur á Ólafsbrautinni. 

Bæjarstjórn þakkaði þeim Margréti og Minelu kærlega fyri hrósið í byrjun fundar og fyrir frábærar hugmyndir og tillögur.  Var þeim svo þökkuð koman og véku þær af fundi. 

3. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 1. mars og 14. mars 2021. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

4. Fundargerð 91. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 2. febrúar 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð öldungaráðs, dags. 21. apríl 2021. 

Bæjarstjórn vill að það komi fram að til þess að tekin verði afstaða til ákveðinna atriða í fundargerð þá þarf að berast formlegt erindi.  Þó bæjarstjórn samþykki fundargerð þá er ekki verið að taka afstöðu til einstakra liða. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd. 

6. Fundargerð 148. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. maí 2021. 

Athugasemd kom um lið 2 og lið 19.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu þessara liða og óska eftir fundi með umhverfis- og skipulagsnefnd áður en afstaða er tekin. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd. 

7. Fundargerð 193. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. maí 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerðir 189. og 190. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. apríl og 12. apríl 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð 167. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 5. maí 2021, ásamt samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundarboð á XXXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. maí 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna, dags. 19. maí 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá eigendum við Hafnargötu 2, dags. 1. maí 2021, varðandi ósk um malbikun fyrir framan skúrana við Hafnargötu 2. 

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að kanna kostnaðinn við þessa framkvæmd áður en ákvörðun er tekin. 

14. Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 26. apríl 2021, varðandi ósk um styrk til að niðurgreiða námskeiðsgjald fyrir myndlistarnámskeið barna og unglinga sumarið 2021. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita styrk sambærilegan við undanfarin ár, allt að 200.000.- 

15. Bréf frá Búnaðarfélagi Staðarsveitar, dags. 29. apríl 2021, varðandi endurtekningu á umhverfisverkefni sumarið 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur, dags. 29. apríl 2021, varðandi listaverk frá Ríkeyju Ingimundardóttur. 

jarstjórn getur upplýst að umrætt listaverk er staðsett á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. 

17. Bréf frá Sigrúnu H Guðmundsdóttur, dags. 15. apríl 2021, varðandi ósk um aukafjárveitingu til að endurnýja kæliskápa fyrir félagsheimilið og skólann á Lýsuhóli. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu til endurnýjunar á kæliskápum, allt að kr. 700.000.-  Aukafjárveitingin verður tekin af liðnum 27-11, Ófyrirséð. 

18. Bréf frá Ásu Gunnarsdóttur, dags. 27. apríl 2021, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Ásu setu hennar í nefndum bæjarins. 

Tilnefningu í nefndina er frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. 

19. Bréf frá Ingibjörgu ehf., dags. 23. apríl 2021, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Ingibjörgu SH-174 skskrnr. 2624. 

Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að falla frá forkaupsrétti að bátnum. 

20. Samkomulag um breytingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Dvalar- og hjúkrunar-heimilisins Jaðars, dags. 26. mars 2021.  

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með þessa breytingu, en hjúkrunarrýmum á Jaðri fjölgar nú úr 12 í 15 á meðan dvalarrýmum fækkar um 1 á móti. 

21. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. apríl 2021, varðandi fjármál sveitarfélaga. 

Lagt fram til kynningar. 

22. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2021, varðandi Breiðafjarðarnefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá tilnefningu sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna fjögurra á norðanverðu Snæfellsnesi, í samráði við fulltrúa annarra sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi. 

23. Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlögð drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

25. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri sagði frá því að áhugi er fyrir því að byggja raðhús í Snæfellsbæ. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að fara yfir brunavarnaráætlunina.  Bæjarstjórn samþykkti að finna tíma fyrir fund til að fara yfir hana. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að fyrirhuguð sé heimsókn frá Vestmanna í Færeyjum helgina 2-4 júlí. 
  • Bæjarstjóri sagði frá ráðningarmálum. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að tólfta Earth Check vottunin væri komin í hús. 
  • Bæjarstjóri sagði frá breytingum á stjórnendateymi leikskólans, en Hermína K Lárusdóttir tekur við sem leikskólastjóri 1. júní og Linda Rut Svansdóttir tekur við starfi aðstoðarleikskólastjóra. 
  • Bæjarstjóri sagði frá fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum í sumar. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu mánaða ársins. 

Fundi slitið kl. 18:00