Bæjarstjórn
346. fundur
3. júní 2021 frá kl. 16.00 – 17:45.
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Þorbjörg Erla Halldórsdóttir (í fjarveru RÓ), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Bauð hann sérstaklega velkomna Þorbjörgu Erlu á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Tillaga kom um Björn H Hilmarsson.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Tillaga kom um Svandísi Jónu Sigurðardóttur sem fyrsta varaforseta og Júníönu Björgu Óttarsdóttur sem annan varaforseta.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
Tillaga kom um eftirfarandi:
aðalmenn
Júníana Björg Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Fríða Sveinsdóttir
varamenn
Björn Haraldur Hilmarsson, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. Tilnefning í íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar.
Tillaga kom um Fríðu Sveinsdóttur.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð menningarnefndar, dags. 5. maí 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð 92. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 3. maí 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð 149. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2021.
Nokkrar umræður fóru fram um fundargerðina.
Varðandi 2. lið, þá samþykkir bæjarstjórn að senda tillögu að breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031 að Hellnum til Skipulagsstofnunar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna.
Varðandi 3. lið, þá samþykkir bæjarstjórn samhljóða kynnta tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031, á Hellissandi og samþykkti jafnframt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar og óska eftir heimild til að auglýsa hana.
Varðandi 4. lið, þá samþykkir bæjarstjórn samhljóða að kynna lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags íbúðarbyggðar á Hellissandi. Lýsingin verði jafnframt sendi Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum.
Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða.
8. Fundargerð 117. fundar stjórnar FSS, dags. 26. apríl 2021.
Bæjarstjórn vill hvetja stjórn FSS til að hraða gerð úthlutunarreglna og auglýsa þjónustuíbúðirnar til leigu eins fljótt og kostur er.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 191. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 30. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
13. Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 18. maí 2021, varðandi deiliskipulagsbreytingu í Brekkunni í Ólafsvík.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Ástu Pálsdóttur, dags. 14. maí 2021, varðandi hugmynd að Sáinu í Ólafsvík.
Bæjarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkti að fela markaðs- og kynningarfulltrúa að setja í gang hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu.
16. Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi íbúðamál eldri borgara í Snæfellsbæ.
Nú þegar er verið að skoða hugmyndir að raðhúsum á Hellissandi sem myndu jafnvel henta eldri borgurum. Bæjarstjórn samþykkti að vísa þessu erindi til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2022 og mun það verða skoðað frekar við þá vinnu.
17. Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi hreinsun lóða eldri borgara og öryrkja.
Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.
18. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 21. maí 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sker Restaurant um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, sem rekið verður að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Sker Restaurant um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingahús, að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
19. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. maí 2021, varðandi gjaldskrár vatnsveitna.
Lagt fram til kynningar.
20. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, ódags., varðandi úrskurð vegna Fjárborgar 10d.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela umhverfis- og skipulagsnefnd að endurskoða gjaldskrá fyrir gáma í Snæfellsbæ í samræmi við umræðurnar á fundinum.
21. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 20. maí 2021, varðandi úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
22. Minnisblað vegna sameiningar Kjósarhrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, dags. 26. maí 2021.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar leggst ekki gegn þessari sameiningu..
23. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28. maí 2021, varðandi umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004.
Lagt fram til kynningar.
24. Bréf frá stjórn Félags atvinnurekanda, dags. 1. júní 2021, varðandi ályktun vegna fasteignamats 2022.
Lagt fram til kynningar.
25. Bréf frá Skógræktinni, dags. 10. maí 2021, varðandi Bonn áskorunina um útbreiðslu skóga.
Lagt fram til kynningar.
26. Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 11. maí 2021, varðandi framboð grænkerafæðis í leik- og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.
27. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. maí 2021, varðandi aukinn stuðning við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid 19.
Lagt fram til kynningar.
28. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 2. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
29. Minnispunktar bæjarstjóra
-
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit fyrstu 5 mánað ársins.
- Bæjarstjóri kynnti málefni Móabyggðar.
- Bæjarstjóri sagði frá aðstöðuleigurýminu í Röstinni.
- Bæjarstjóri ræddi starfsmannamál.
- Bæjarstjóri sagði frá tjaldstæðahúsinu.
- Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að senda bréf til sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps og kanna vilja þeirra til sameiningar við Snæfellsbæ.