Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
347. fundur
14. september 2021 frá kl. 16.00 – 17:15
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Kristjana Hermannsdóttir (í forföllum JBÓ), Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir að fá að taka inn sem 16. lið, kjörskrá Snæfellsbæjar fyrir komandi alþingiskosningar. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Svæðisgarður Snæfellsness.
Ragnhildur Sigurðardóttir mætti á fundinn og var hún boðin velkomin. Kynnti hún verkefnið MEB Unesco fyrir fundarmönnum og skapaðist nokkur umræða um verkefnið.
Var Ragnhildi þökkuð koman og vék hún nú af fundi.
2. Fundargerðir 323., 324. og 325. fundar bæjarráðs, dags. 22. júní, 14. júlí og 1. september 2021.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
3. Fundargerð 195. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. september 2021.
Lagt fram til kynningar.
4. Fundargerð 436. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 20. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.
5. Boð á haustþing SSV 2021, sem haldið verður þann 29. september n.k.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 2. september 2021, varðandi breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Lagt fram til kynningar.
7. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar nr. 611/2013.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagða breytingu á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar nr. 611/2013.
8. Bréf frá Sjúkratryggingum Íslands, dags. 6. september 2021, varðandi framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila, samhliða tímabundinni hækkun einingaverðs.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagða framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila, og samþykkti jafnframt samhljóða að fela bæjarritara að undirrita samninginn.
9. Bréf frá Unicef og Félagsmálaráðuneytinu, dags. 2. september 2021, varðandi barnvæn sveitarfélög.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að skoða hvað í þessu felst fyrir sveitarfélagið.
10. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 31. ágúst 2021, varðandi sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2021, varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Forsætisráðuneytinu og Jafnréttisstofu, dags. 25. ágúst 2021, varðandi stöðu jafnlaunavottunar.
Vinna við jafnlaunavottun stendur yfir.
13. Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á deiliskipulagstillögu á iðnaðarsvæði á Rifi.
Lagt fram til kynningar.
14. Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar á Hellissandi.
Lagt fram til kynningar.
15. Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu í Brekkunni í Ólafsvík.
Lagt fram til kynningar.
16. Kjörskrá fyrir alþingiskosningar þann 25. september 2021.
Ein breyting hefur orðið á útsendri kjörskrá, skv. bréfi frá Þjóðskrá, dags. 31. ágúst 2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðan kjörskrárstofn með framkominni breytingu. Á kjörskrá eru 1041 einstaklingar; 638 í Ólafsvíkurkjördeild, 301 í Hellissands- og Rifskjördeild og 102 í Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild.
Ennfremur samþykkti bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga þann 25. september n.k., í samræmi við 27.gr. kosningalaga.“
17. Minnispunktar bæjarstjóra.
- bæjarstjóri sagði frá því að verið er að setja upp leiktæki í sveitarfélaginu. Ný leiktæki eru komin á Arnarstapa og Lýsuhóli en verið er að vinna í uppsetningu leiktækja í þéttbýlinu.
- bæjarstjóri sagði frá staðgreiðslu fyrstu átta mánaða ársins.