Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
348. fundur
5. október 2021 frá kl. 16.00 – 16:57
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru RÓ), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Guðmundur Ólafsson (í fjarveru MG), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð 326. fundar bæjarráðs, dags. 23. september 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 152. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 30. sept. 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. september 2021.
Lagt fram til kynningar.
4. Fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. september 2021.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá Grundarfjarðarbæ, dags. 24. september 2021, varðandi sameiningarmál sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að þiggja boð um óformlegt samtal um stöðu og valkosti í sameiningarmálum.
6. Bréf frá forstöðumanni tæknideildar Snæfellsbæjar, dags. 30. september 2021, varðandi ósk um aukafjárveitingu til kaupa á Trimble mælitæki.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu allt að kr. 3.500.000.- til kaupa á umræddu mælitæki. Upphæðin verður tekin af áætlun á lið 27-10, ófyrirséð.
7. Bréf frá Karen Olsen, ódags., varðandi samgöngur fyrir almenning í Snæfellsbæ.
Bæjarstjórn þakkar bréfið. Þetta er eitt af þeim málefnum sem eru stöðugt í skoðun. Það er margt sem þarf að taka til athugunar varðandi kostnað og fleira, en vinna er einmitt hafin á vegum SSV og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á Vesturlandi.
8. Bréf frá Orkusölunni, ódags., varðandi hleðslustöðvar.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. september 2021, varðandi stöðu jafnlaunavottunar hjá sveitarfélögum.
Vinna er þegar í gangi varðandi jafnlaunavottunina.
10. Bréf frá Samstarfshópi minni sveitarfélaga, dags., 29. september 2021, varðandi fund um framtíð minni sveitarfélaga á íslandi þann 6. október n.k.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. september 2021, varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 1. október 2021, varðandi Menningarstefnu Vesturlands 2021-2024
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa Menningarstefnu Vesturlands til umsagnar og umfjöllunar í menningarnefnd með ósk um að þau verði búin að skila af sér umsögn fyrir bæjarráðsfund þann 21. október n.k.
13. Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 100.000.000.-, með lokagjalddaga þann 15. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. framkvæmdaáætlun 2021, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristni Jónassyni, kt.: 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
14. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri ræddi skólaakstur. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að gera viðauka við gildandi aksturssamning á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu janúar – september
- Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit Jaðars fyrir fyrstu 8 mánuði ársins
- Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlunargerð og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að veita bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að hefja vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2022.
- Bæjarstjóri sagði frá fundi með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Bæjarstjóri sagði frá fundum sameiningarnefndar vegna hugsanlegrar sameiningar Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.