Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
349. fundur bæjarstjórnar
11. nóvember 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16.00 – 18:20.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluzsuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Tjaldstæði Snæfellsbæjar 2021 

Patrick Roloff og Rebekka Unnarsdóttir, umsjónarmenn tjaldstæðanna, mættu á fundinn og voru þau boðin velkomin.  Fóru þau yfir starfsemi tjaldstæðanna sumarið 2021. 

Véku þau nú af fundi og var þökkuð koman. 

2. Fundargerð 327. fundar bæjarráðs, dags. 21. október 2021. 

Funadrgerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerðir 203. og 204. fundar menningarnefndar, dags. 30. september og 12. október 2021. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

4. Fundargerð 12. fundar öldungaráðs, dags 11. október 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð 153. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar, dags. 9. nóvember 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 1. fundar sameiningarviðræðna Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, dags. 27. september 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. október 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerðir 122. og 123. fundar stjórnar FSS, dags. 27. september og 27. október 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 27. september 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Fundargerð aðalfundar Jeratúns, dags. 26. ágúst 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Fundargerð hluthafafundar Jeratúns, dags. 6. september 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Fundargerð 169. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. október 2021, ásamt verklagsreglum um númerslausar bifreiðar, bílflök, kerrur, vinnuvélar og lausamuni. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Fundargerð 170. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 11. október 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 18. október 2021, ásamt fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

15. Fundargerð 194. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 21. september 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. október 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Fundargerð 438. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. október 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

18. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 25. október 2021, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 21. nóvember n.k. fyrir jólabasar eldri borgara. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fella niður húsaleigu í Klifi þann 21. nóvember vegna jólabasars eldri borgara, enda fellur þetta undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu félagsheimilanna. 

19. Bréf frá knattspyrnudeild Víkings Ó, dags. 2. nóvember 2021, varðandi ósk um viðbótarstyrk 2021. 

Júníana vék af fundi undir þessum lið. 

Bæjarstjórn samþykkti að veita viðbótarstyrk að upphæð kr. 1.500.000.-, en telur að það hljóti að koma að því að knattspyrnudeild Víkings þurfi að sýna forsjálni í fjármálum og fara ekki ár eftir ár framúr fjárheimildum.  Fríða og Svandís Jóna sátu hjá. 

Júníana kom nú aftur inn á fundinn. 

20. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 22. október 2021, varðandi sameiningu Kjalar og SDS. 

Lagt fram til kynningar. 

21. Bréf frá Háskólanum á Bifröst, dags. í október 2021, varðandi aukna samfélagsþátttöku á Vesturlandi. 

Lagt fram til kynningar. 

22. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 1. nóvember 2021, varðandi Dag íslenskrar tungu. 

Lagt fram til kynningar. 

23. Bréf frá umboðsmanni barna, dags. 2. nóvember 2021, varðandi Barnaþing 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

24. Bréf frá EBÍ, dags. 22. október 2021, varðandi ágóðahlutagreiðslur. 

Lagt fram til kynningar. 

25. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, varðandi boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki. 

Lagt fram til kynningar. 

26. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, varðandi verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis. 

Lagt fram til kynningar. 

27. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, varðandi ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. 

Lagt fram til kynningar. 

28. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 29. október 2021, varðandi þátttakendur í degi um fórnarlömb umferðarslysa. 

Lagt fram til kynningar. 

29. Fréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 25. október 2021, varðandi tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 

Þessi málaflokkur er á vegum Félags- og skólaþjónustunnar og þegar er búið að tilnefna aðila. 

30. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 11. október 2021, varðandi útkomuspá sveitarfélaga 2021 og fjárhagsáætlun 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

31. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2022.  Fyrri umræða. 

Bæjarstjórn fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2022. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022 til nánari vinnslu í bæjarráði og þaðan til seinni umræðu í bæjarstjórn í desember. 

Bæjarstjórn samþykkti að hittast á vinnufundi um fjárhagsáætlun fimmtudaginn 18. nóvember kl. 12. 

32. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit októbermánaðar. 
  • Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsyfirlit stofnana Snæfellsbæjar. 
  • Bæjarstjóri minnti á opinn fund um sameiningarviðræður þann 16. nóvember, kl. 20:30. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdum við vatnsveituna á Arnarstapa fer að ljúka. 
  • Opið hús verður í íbúðakjarnanum við Ólafsbraut þann 1. desember n.k. 
  •  Bæjarstjóri sagði frá því að framkvæmdir við girðingu við leiktækin á Hellissandi ganga vel. 
  • Bæjarstjóri sagði frá viðhaldi á ljósastaurum. 

Fundi slitið kl. 19:19