Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
350. fundur
30. nóvember 2021 frá kl. 15.00 – 15:56.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir (í gegnum Teams), Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Guðmundur Ólafsson (í fjarveru MG), Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundargerðir sameiningarnefndar

Fundargerðir 1., 2., 4., 5., 6., 7., 8., 9. og 10. fundar sameiningarnefndar, dags. 4., 11., 18. og 27. október, 1., 8., 15., 22. og 26. nóvember 2021.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

2. Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar

Í ágúst 2021 samþykktu sveitarstjórnir Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar að skipa samstarfsnefnd um saminingu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefndin hefur skilað álitu sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 26. nóvember og greinargerðinni Snæfellingar – stöðugreining og forsendur dags. 26. nóvember 2021.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 10 bókuðum fundum. Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps var kjörinn formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu verkefnisins. Birtar voru upplýsingar á vinnslustigi á vefsíðunni snaefellingar.is og sjónarmiða íbúa leitað á íbúafundi. Tillaga samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.

Það er álit samstarfsnefndar að sameining Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skólastarf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar skapar sameining sveitarfélaganna forsendur til að samfélagið í dreifbýlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum framtíðarinnar. Í því ljósi hvetur nefndin íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar.

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 12. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

3. Minnispunktar bæjarstjóra

Bæjarstjóri sagði frá stöðunni í covid málum í sveitarfélaginu.

Fundi slitið kl. 15:56.