Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
351. fundur
9. desember 2021 frá kl. 16.00 – 16:42

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundargerð 328. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 25. nóvember 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð 154. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. nóvember 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 155. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. desember 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 5. október 2021. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð 197. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 9. nóvember 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 165. fundar stjórnar SSV, dags. 17. nóvember 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 439. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 12. nóvember 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 29. nóvember 2021, varðandi sjóböð í Krossavík. 

Bæjarstjórn þakkar þetta áhugaverða erindi og samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar. 

10. Bréf frá Einari M Gunnlaugssyni, dags. 16. nóvember 2021, varðandi úrsögn úr menningarnefnd. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða og þakkar Einari setu hans í menningarnefnd. 

Nýr nefndarmaður verður tilnefndur á næsta fundi bæjarstjórnar. 

11. Bréf frá Lárusi Skúla Guðmundssyni, dags. 26. nóvember 2021, varðandi vatnsskatt og drasl á lóðum. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að svara erindinu. 

12. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2021, varðandi breytt skipulag barnaverndar. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2021, varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Samþykkt bæjarstjórnar Snæfellsbæjar vegna lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000., með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.  Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. 

Er lánið tekið til að fjármagna byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Samkvæmt framangreindu samþykkir Snæfellsbær að taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við bókun 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. og fyrirliggjandi gögn.  

Bæjarstjórn veitir Kristni Jónassyni, kt. 300965-3779, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita öll skjöl í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast fyrrgreindri lántöku eða ábyrgð sveitarfélagsins á lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs., en stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. hefur þegar veitt forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Sveini Þ Elínbergssyni, kt.: 280956-5039, fullt og ótakmarkað umboð fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. til undirritunar lánsins og aðhafast annað það sem kann að tengjast umræddri lántöku, sbr. fyrirliggjandi bókun 123. fundar stjórnar. 

15. Lántaka Snæfellsbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með samhljóða að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 110.000.000.-,  með lokagjalddaga þann 5. október 2034.  

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  

Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda sveitarfélagsins og endurfjármögnunar eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Kristni Jónassyni, bæjarstjóra  kt. 300965-3779  veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. 

16. Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. 

Í ágúst 2021 samþykktu sveitarstjórnir Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.  

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 26. nóvember og greinargerðinni Snæfellingar-stöðugreining og forsendur dags. 26. nóvember 2021. 

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 10 bókuðum fundum. Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu verkefnisins. Birtar voru upplýsingar á vinnslustigi á vefsíðunni snaefellingar.is og sjónarmiða íbúa leitað á íbúafundi. Tillaga samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.  

Það er álit samstarfsnefndar að sameining Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skólastarf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar skapar sameining sveitarfélaganna forsendur til að samfélagið í dreifbýlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum framtíðarinnar. Í því ljósi hvetur nefndin íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar.  

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 12. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir hér með samhljóða að atkvæðagreiðsla um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar fari fram þann 12. febrúar 2022, og felur jafnframt samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. 

17. Gjaldskrár Snæfellsbæjar 2022. 

Eftirfarandi gjaldskrár voru lagðar fram til samþykktar: 

 

 • Álagningarprósenta útsvars í Snæfellsbæ:   

Samþykkt samhljóða að álagningarprósenta útsvars árið 2021 verði 14,52% eða sú sama og árið 2021. 

 

 • Gjaldskrá fasteignagjalda: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá leikskólagjalda: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá leikskólasels við Lýsuhólsskóla: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss Snæfellsbæjar í Ólafsvík: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá sundlaugarinnar á Lýsuhóli: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá sorphirðu í Snæfellsbæ: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá fyrir hundahald í Snæfellsbæ: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá fyrir kattahald í Snæfellsbæ: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

 • Gjaldskrá tjaldsvæða Snæfellsbæjar: 

Gjaldskráin samþykkt samhljóða. 

 

Gjaldskrár byggingarleyfisgjalda og slökkviliðs taka engum breytingum milli ára, né heldur gjaldskrár félagsheimilanna. 

18. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2022.  Seinni umræða. 

Eftirfarandi var lagt fram til samþykktar: 

 • Framkvæmdaáætlun Snæfellsbæjar 2022: Samþykkt samhljóða. 
 • Framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs 2022:  Samþykkt samhljóða. 

Eftirfarandi bókun var lögð fram frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar: 

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2022 Gjaldskrár hækka að meðaltali um 3%, þó álagningarprósentur fasteignagjalda taki engum breytingum.  Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt.  

Bæjarstjórn  leggur  áherslu á að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er.  Styrkir til félagasamtaka á árinu 2022 verða samtals kr. 61.810.000.-  Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs. 

Snæfellsbær mun áfram bjóða upp á frístundastyrk til tómstundastarfs ungmenna. 

Svigrúm til framkvæmda er ágætt, en gert er ráð fyrir því að meginhluta framkvæmda ársins 2022 verði í viðhaldsframkvæmdum á húsnæði bæjarins.  Samtals er gert ráð fyrir tæpum 100 milljónum í viðhaldsverkefni í grunnskóla, leikskóla og fleiri stöðum. 

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði um 496 milljónir króna sem er nokkuð á pari við árið 2021, þar af 212 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar, um 50 milljónir hjá Veitustofnunum og rúmar 234 milljónir hjá hafnarsjóði. 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er ágæt, og hafði Covid 19 ekki þau áhrif á fjármálin sem gert var ráð fyrir í byrjun árs 2021.  Lántökur á árinu 2021 voru nauðsynlegar vegna nýframkvæmda, en jafnframt var ákveðið að taka nýtt lán á haustmánuðum til að greiða niður óhagstæð lán.  Snæfellsbær er því ekki að auka við lán á árinu 2021, heldur munu lán eitthvað lækka.  Á árinu 2022 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 200 milljónir króna til að mæta fjárfestingum.  

Á árinu 2021 var í fyrsta skipti gert ráð fyrir halla af rekstri A-hluta hjá Snæfellsbæ, en sem betur fer gerir fjárhagsáætlun ársins 2022 ráð fyrir að skila afgangi, sem er gott þar sem ljóst er að sveitarfélög geta ekki búið við hallarekstur mörg ár í röð.  Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði um 65% í A-hluta, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan þeirra marka. 

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2022, eins og áður kemur fram, eða um 234 milljónir króna.  Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. 

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum.  Ljóst er þó að stytting vinnuvikunnar og betri vinnutími í vaktavinnu, sem samið var um í síðustu kjarasamningum, hafa mikil áhrif á laun opinbers starfsfólks, og á launakostnað Snæfellsbæjar. Rekstur stofnana hefur þó gengið framar vonum og er að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar og jákvæð ytri skilyrði.  Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram farsælt, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri hjá sveitarfélaginu.  

Enn er töluverð óvissa í heiminum vegna Covid 19 og því ekki hægt að gera ráð fyrir því að kominn sé á sá stöðugleiki sem ríkti fyrir 2020.  Snæfellsbær gerir þó ekki ráð fyrir því að þurfa að þrengja að rekstri stofnana sinna á árinu 2022. 

Samstarf í bæjarstjórn Snæfellsbæjar er gott og er það afar mikilvægt á tímum sem þessum.  Bæjarstjórn vann saman að gerð fjárhagsáætlunar á sérstökum vinnufundum og er full samstaða um alla liði fjárhagsáætlunar. 

Björn H Hilmarsson 

Júníana Björg Óttarsdóttir 

Auður Kjartansdóttir 

Rögnvaldur Ólafsson 

Svandís Jóna Sigurðardóttir 

Michael Gluszuk 

Fríða Sveinsdóttir“ 

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022 var samþykkt samhljóða. 

19. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2023-2025. 

Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2023-2025 var lögð fram og samþykkt samhljóða. 

20. Minnispunktar bæjarstjóra. 

 • Bæjarstjóri minnti á vígslu íbúðakjarnans í Ólafsvík, en hún verður þriðjudaginn 14. des. kl. 14:00 
 • Bæjarstjóri minnti á fund um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem verður í Grundarfirði í næstu viku. 
 • Bæjarstjóri sagði frá því að vatnsveitan á Arnarstapa var tengd föstudaginn 3. desember s.l. 
 • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins. 

Fundi slitið kl. 16:42