Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
352. fundur
17. desember 2021 frá kl. 11.00 – 11:05.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir (á Teams), Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir (á Teams), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri (á Teams) og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Kjördagur sameiningarkosninga. 

Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar leggur til breytingu á kjördegi sameiningarkosninga, þannig að kjördagur verði 19. febrúar 2022 í stað 12. febrúar 2022. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða að atkvæðagreiðsla um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar fari fram 19. febrúar 2022.

Fundi slitið kl. 11:05