Bæjarstjórn
353. fundur
11. janúar 2022 frá kl. 16.00 – 17:55 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Örvar Már Marteinsson (í fjarveru AK), Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Krossavík – sjóböð.
Kári Viðarsson og Páll Kr. Pálsson mættu á fundinn í gegnum Teams. Ræddu þeir hugmyndir að sjóböðum í Krossavík og hvað þarf að gera til að gera þá hugmyndir að veruleika.
2. Fundargerð 156. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. janúar 2022.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 138. fundar hafnarstjórnar, dags. 13. desember 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð 11. fundar sameiningarnefndar, dags. 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
5. Fundargerð 198. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, dags. 14. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 171. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 172. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 28. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. desember 2021, varðandi tilnefningu Snæfellsbæjar í þjóðgarðsráð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
Tillaga kom um Margréti Björk Björnsdóttur og Kristinn Jónasson. Var tillagan samþykkt samhljóða.
12. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 21. desember 2021, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir því að fyrir Snæfellsbæ gildi sömu reglur og giltu fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, skv. reglugerð nr. 271 frá 15. mars 2021 um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.
13. Minnispunktar bæjarstjóra.
- bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins 2021.
- bæjarstjóri ræddi starfsmannamál.
- bæjarstjóri sagði frá erindi frá Orkusölunni varðandi skerðingu á afhendingu á raforku.
- bæjarstjóri ræddi stöðu vegarkaflans austur af Ólafsvík.