Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
354. fundur
3. febrúar 2022 frá kl. 16.00 – 18:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 1. lið kynningu frá Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingarfulltrúa Snæfellsbæjar.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Kynningarmál. 

Heimir Berg mætti á fundinn og fór yfir kynningarmál Snæfellsbæjar. 

2. Fundargerð 329. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 27. janúar 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 157. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. janúar 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerðir fræðslunefndar, dags. 15. desember 2021 og 24. janúar 2022. 

Bæjarstjórn vill fara fram á það við skólastjórnendur, grunnskóla og leikskóla, ásamt fræðslunefnd að þegar starfsdagar ársins séu skipulagðir, þá séu þeir samræmdir á milli skólastiga eins og verið hefur.  Við búum í fjölskylduvænu samfélagi og ósamræmdir starfsdagar eru slítandi fyrir fjölskyldur. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða með framkominni athugasemd. 

5. Fundargerð 173. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 17. janúar 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 198. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 14. desember 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. janúar 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fyrirspurn til bæjarfulltrúa, ódags., frá Jennýju Guðmundsdóttur. 

Þar sem fundarboð bæjarstjórnarfundarins barst bæjarfulltrúum snemma, þá höfðu fulltrúar bæjarstjórnar í sameiningarnefnd tækifæri til að svara þessu erindi strax fyrir sína hönd og birtist það svar í Jökli í þessari viku, ásamt spurningum Jennýjar. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að svara formlega fyrirspurn Jennýjar í næsta Jökli í samræmi við umræðurnar sem urðu á fundinum. 

9. Afsláttur gatnagerðargjalda. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að framlengja reglur um 90% afslátt gatnagerðargjalda íbúðarhúsnæðis í Snæfellsbæ til að hvetja til áframhaldandi nýbygginga í sveitarfélaginu. 

10. Bréf frá Umboðsmanni barna, dag.s 28. janúar 2022, varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa. 

Lagt fram til kynningar. 

11. Kjörskrá vegna sameiningarkosninga Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar þann 19. febrúar n.k. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagðan kjörskrárstofn.  Á kjörskrá eru 1174 einstaklingar, 705 í Ólafsvíkurkjördeild, 358 í Hellissands- og Rifskjördeild og 111 í Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild. 

Ennfremur samþykkti bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi bókun: 

„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá.  Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sameiningarkosninga þann 19. febrúar n.k., í samræmi við 27.gr. kosningalaga.“ 

12. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu ársins 2021. 
  • rætt var um vinnu við brunavarnaráætlun. 
  • bæjarstjóri ræddi um snjómokstur í bæjarfélaginu. 
  • bæjarfulltrúar óskuðu eftir því að skrifað verði bréf f.h. bæjarstjórnar þar sem óskað er eftir skýringum á mismun á olíuverði í Snæfellsbæ og Stykkishólmi, þar sem flutningsvegalengdin er nánast sú sama á báða staði. 

Fundi slitið kl. 18:00