Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
355. fundur
3. mars 2022 frá kl. 16.00 – 18:05

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Þorbjörg Erla Halldórsdóttir (í forföllum RÓ), Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 15. lið fundargerð 158. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar og sem 16. lið bréf frá starfsmönnum Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, dags. 2. mars 2022.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Kynning á starfsemi Bjargs, íbúðarfélags. 

Björn Traustason frá Bjargi, íbúðarfélagi, mætti á fundinn í gegnum Teams og kynnti starfsemi félagsins fyrir bæjarfulltrúum. 

Vék hann svo af fundi og var þökkuð afar áhugaverð kynning. 

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að fara í áframhaldandi viðræður við Bjarg um samstarf við Snæfellsbæ. 

2. Fundargerð 330. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 1. mars 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerðir 206. og 207. fundar menningarnefndar, dags. 19. janúar og 7. febrúar 2022. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

4. Fundargerð 174. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 8. febrúar 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð 199. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 18. janúar 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 166. fundar stjórnar SSV, dags. 26. janúar 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerðir 441. og 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 21. jan. og 18. feb. 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerðir 906 og 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. og 25. feb. 2022. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að hafa samband við félagsmálaráðuneytið til að skoða það að Snæfellsbær bjóði fram aðstoð sveitarfélagsins við að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Fundarboð aðalfundar SSV sem haldinn verður miðvikudaginn 16. mars 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Kára Viðarsyni, dags. 22. febrúar 2022, varðandi sjóböð í Krossavík. 

Bæjarstjórn telur hugmyndina mjög góða og samþykkti samhljóða að fela byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðal- og deiliskipulagsbreytingu í Krossavíkinni. 

11. Bréf frá Lionshreyfingunni, ódags., varðandi Rauðu fjöðrina. 

Lagt fram til kynningar. 

12. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 18. febrúar 2022, varðandi stofnframlög ríkisins. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Tilnefning í velferðarnefnd. 

Tillaga kom um Fríðu Sveinsdóttur. 

Tillagan samþykkt samhljóða. 

15. Fundargerð 158. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. mars 2022. 

Athugasemd kom um lið 6.  Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu 6. liðar. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti. 

16. Bréf frá starfsmönnum Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, dags. 2. mars 2022, varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga fund með starfsmönnum skólans. 

17. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu janúarmánaðar.
  • Bæjarstjóri fór yfir umsóknum sem bárust um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Stefnt er á að taka viðtöl við umsækjendur þriðjudaginn 8. mars.
  • Bæjarstjóri fór yfir snjómokstur í bæjarfélaginu.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að íbúar hefðu flutt inn í íbúðakjarnann í Ólafsvík þann 1. mars og eru það mjög ánægjulegar fréttir.
  • Bæjarstjóri fór yfir fjármál ársins 2021.
  • Bæjarstjóri fór yfir rafmagnsleysi febrúarmánaðar.

Fundi slitið kl. 18:05