Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
356. fundur
31. mars 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 18:05.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk (á Teams), Fríða Sveinsdóttir (á Teams), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Var gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundur með stjórn Félags eldri borgara.

Á fundinn mættu, f.h. stjórnar Félags eldri borgara, Sæmundur Kristjánsson og Margrét Vigfúsdóttir.  Voru þau boðin velkomin.

Rætt var um húsnæðismál fyrir starf eldri borgara í Snæfellsbæ, núverandi húsnæði og mögulegt framtíðarhúsnæði.  Ýmsum möguleikum var velt upp og samþykkt að stjórn

Viku þau nú af fundi og var þökkuð koman.

2. Fundur með ungmennaráði.

Á fundinn mættu, f.h. ungmennaráðs, Hanna Imgront, Júlía Dröfn Júlíusdóttir og Eyþór Hlynsson, og voru þau boðin velkomin.

Ungmenni úr Snæfellsbæ fóru á ungmennaþing á Lýsuhóli um miðjan mars og fóru yfir það hvað rætt var þar ásamt því að ræða það sem þeim liggur sérlega á hjarta varðandi bæjarmálin.  Það er einstaklega jákvætt að fá viðhorf og tillögur frá kraftmiklu ungu fólki.

Viku þau nú af fundi og var þökkuð koman.

3. Fundargerð 158. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. mars 2022. Liður 6, sem frestað var á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Tekinn var fyrir liður 6 frá 158. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

Liður 6 var samþykktur samhljóða.

4. Fundargerð 125. fundar stjórnar FSS, dags. 10. febrúar 2022.

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð 199. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 16. febrúar 2022.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 16. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð 26. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 16. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022.

Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélags ohf., dags. 1. apríl 2022.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 16. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Út og suður ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Út og suður ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II, H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 17. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn N18 ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-íbúðir, að Gíslabæ á Hellnum, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn N18 ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II, H-íbúðir, að Gíslabæ á Hellnum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

14. Bréf frá Sveitarfélaginu Vogum, dags. 3. mars 2022, varðandi bókun varðandi Suðurnesjalínu 2.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 8. mars 2022, varðandi þátttöku í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti að Snæfellsbær verði með í þessu verkefni.

16. Bréf frá Dómsmálaráðherra, dags. 22. mars 2022, varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir fundi með Dómsmálaráðherra varðandi fyrirhugaða endurskipulagningu sýslumannsembætta.  Snæfellsbær er í samstarfi við Sýslumanninn á Vesturlandi um starfsstöð og hefur bæjarstjórn áhuga á að fá nánari útlistun á því hvernig breytingarnar eru hugsaðar og hvort þær leiði nokkuð til samþjöppunar á störfum og niðurlagningu á starfsstöðvum sýslumannsembættanna um land allt.

17. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 1. febrúar 2022, varðandi skólaakstur 2021.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót, dags. 24. mars 2022, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022.

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 18. mars 2022, varðandi jafnlaunavottun.

Lagt fram til kynningar.

20. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. mars 2022, varðandi móttöku flóttamanna.

Snæfellsbær hefur þegar boðið fram húsnæði og aðstoð við móttöku flóttamanna.

21. Bréf frá Römpum upp Ísland, ódags., varðandi aukið aðgengi hreyfihamlaðra.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til tæknideildar og fela henni að koma með tillögur fyrir bæjarstjórnarfund í maí.

22. Bréf frá Margréti Vigfúsdóttur, dags. 18. mars 2022, varðandi myndgreiningu, nafnagreiningu og geymslu gamalla mynda í eigu Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heimila það að myndir í eigu og vörslu Snæfellsbæjar verði notaðar í þessu verkefni.

23. Jafnlaunamarkmið Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlögð jafnlaunamarkmið Snæfellsbæjar.

24. Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagða jafnlaunastefnu Snæfellsbæjar.

25. Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Snæfellsbæjar 2022-2026.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða brunavarnaráætlun samhljóða og vísar henni hér með til samþykktar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og samþykkti jafnframt samhljóða að gefa bæjarstjóra umboð til að undirrita brunavarnaráætlunina fyrir hönd bæjarstjórnar.

26. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2022.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlagða húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2022.

27. Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Rögnvaldur vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjóri fór yfir vinnu ráðningarnefndar.  Fimm mjög góðar umsóknir bárust um starfið.  Að undangengnum viðtölum og kynningum umsækjenda, var valið það erfitt að Hagvangi var falið að meta umsóknirnar.  Hagvangur mat umsóknirnar og taldi Kristfríði Rós Stefánsdóttur vera hæfasta í starfið.  Að því mati loknu samþykkti ráðningarnefnd að mæla með því við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kristfríði Rós Stefánsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 5 atkvæðum.  Michael sat hjá.

Rögnvaldur mætti nú aftur á fundinn.

28. Minnispunktar bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að bóka Albatross og Ragnhildi Gísladóttur á ball í Klifi föstudaginn 29. apríl n.k. Þar sem ekki hefur verið haldið áramótaball í 2 ár vegna covid, mun verða ókeypis inn á þetta ball, og vonandi geta bæjarbúar og aðrir gestir skemmt sér vel saman nú þegar covid tímabilið er að renna sitt skeið á enda.
  • Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarritara og markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna í breytingum á gjaldskrá aðstöðunnar í Röst fyrir námsmenn, til samræmis við önnur fjarvinnslusetur.
  • Bæjarstjórnin samþykkti samhljóða að eldri borgarar og öryrkjar í Snæfellsbæ sem kaupa þrjátíu miða kort eða árskort hjá sundlaugum Snæfellsbæjar, geti komið með kvittun fyrir kaupunum til bæjarritara og fengið fullan styrk á móti.

Fundi slitið kl. 18:05