Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
357. fundur
7. apríl 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16.00 – 17:30

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk (á Teams), Fríða Sveinsdóttir ( á Teams), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Var gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundur með skólastjóra til að ræða stjórnunarbreytingar í grunnskólanum næsta skólaár.

Af óviðráðanlegum ástæðum komst skólastjórinn ekki á fundinn.

2. Fundargerð 331. fundar bæjarráðs, dags. 7. apríl 2022. Lögð fram á fundinum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2021. Fyrri umræða. 

Frá Deloitte mættu Jónas Gestur Jónasson og Marinó Mortensen og voru þeir boðnir velkomnir.

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar, sem eru: Félagsheimilið Klifi, Félagsheimilið Röst, Veitustofnanir Snæfellsbæjar, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar, Leiguíbúðir með hlutareign og Dvalarheimilið Jaðar.

Fóru þeir Jónas Gestur og Marínó yfir helstu tölur í ársreikningi 2021. 

Svöruðu endurskoðendur spurningum bæjarfulltrúa og varð nokkur umræða um reikninginn að yfirferð lokinni. 

Var nú endurskoðendum þökkuð koman og véku þeir af fundi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningi Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2021, til síðari umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 5. maí 2022.

4. Fundargerð 159. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 5. apríl 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 139. fundar hafnarstjórnar, dags. 29. mars 2022.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 64. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 30. mars 2022.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Guðrúnu Láru Pálmadóttur, dags. 31. mars 2022, varðandi bann við skotveiði í Krossavík.

Bæjarstjórn þakkar ábendinguna og tekur undir þessar áhyggjur. Samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa erindinu til skoðunar í tæknideild.

8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022, varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2022, varðandi átak um hringrásarhagkerfið.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2022, varðandi innleiðingu barnaverndarlaga.

Lagt fram til kynningar.

11. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir hönnun á útivistarstíg við Svöðufoss og upplýsti um það að Smiðjan Fönix og Stafnafell muni sjá um framkvæmdina.
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins.
  • Bæjarstjóri fór yfir stöðu mánaðaryfirlita stofnana.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að byrjað er að undirbúa vorið og sumarið. Fyrirspurn kom um það hvort búið sé að ákveða dagsetningu í vorhreinsun, og ætlar bæjarstjóri að skoða það hjá tæknideild.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að ræna styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur við Laugarbrekku.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að við verðum í vandræðum með kjörstjórnir vegna nýrra kosningalaga.
  • Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að taka saman tillögurnar sem bárust um hönnun á Sáinu. Bæjarstjórn samþykkti að fela markaðs- og upplýsingafulltrúa að taka saman smá frétt um tillögurnar sem bárust.
  • Bæjarstjóri fór yfir málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi.
  • Bæjarstjóri fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun við Höskuldsá á Hellissandi.

Fundi slitið kl. 17:30