Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
359. fundur
24. maí 2022 frá kl. 12.00 – 12:55

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Kristjana Hermannsdóttir (í forföllum AK), Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Fríða Sveinsdóttir, Michael Gluszuk, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á þennan lokafund núverandi bæjarstjórnar þar sem kvaddir eru tveir bæjarfulltrúar, Svandís Jóna og Rögnvaldur. Sagði hann jafnframt frá því að Júníana hafi boðað skyndileg forföll.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerð 140. fundar hafnarstjórnar, dags. 3. maí 2022.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 1. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 17. maí 2022.

Kristinn fór yfir það að til að auka upplýsingaflæðið til bæjarstjórnar í kjölfar kosninganna, þá mun þetta teymi funda mánaðarlega, fyrir bæjarstjórnarfundi.  Í fundargerð teymisins mun verða hægt að sjá hvað er í gangi í viðhaldsmálum hverju sinni.

Til máls tóku FS, BHH, MG, KJ, RÓ, KH, SJS

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 200. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 3. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð 202. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 25. apríl 2022.

Lagt fram til kynningar.

5. Fundargerð aðalfundar Jeratúns, dags. 19. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 4. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá Ferðamálastofu, dags. 11. maí 2022, varðandi ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Til máls tóku SJS, KJ

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí 2022, ásamt bréfi Velferðarvaktarinnar til stjórnar SÍS, varðandi brotthvarf úr framhaldsskólum.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra, dags. 6. maí 2022, varðandi stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

Lagt fram til kynningar.

10. Minnispunktar bæjarstjóra.

    • Bæjarstjóri sagði frá því að sumarstarfið er byrjað hjá okkur. Við verðum frekar fáliðuð þetta árið en starfið byrjar samt sem áður vel.
    • Bæjarstjóri þakkaði Rögnvaldi og Svandísi Jónu kærlega fyrir samstarfið. Svandís tók undir það og þakkaði samstarfið, lærdóminn og reynsluna.  Rögnvaldur þakkaði fyrir sig og sagði þetta hafa verið gefandi tíma.

Fundi slitið kl. 12:55