Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
360. fundur
2. júní 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 15.30 – 17:40

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Jón Bjarki Jónatansson, Michael Gluszuk, Patryk Zolobow í fjarveru MSS, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Fríða Sveinsdóttir, aldursforseti bæjarstjórnar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Bauð hún sérstaklega velkomna, Jón Bjarka Jónatansson og Patryk Zolobow, á þeirra fyrsta bæjarstjórnarfund. Óskaði hún eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 25. lið bréf frá Grjóti ehf., dags. 2. júní 2022, varðandi forkaupsréttarkröfu. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Björn H Hilmarsson.

Tillagan var samþykkt samhljóða og tók Björn nú við stjórn fundarins.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Tillaga kom um Michael Gluszuk sem fyrsta varaforseta og Júníönu Björgu Óttarsdóttur sem annan varaforseta.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.

Tillaga kom um eftirfarandi:

aðalmenn

 • Júníana Björg Óttarsdóttir
 • Auður Kjartansdóttir
 • Fríða Sveinsdóttir

varamenn

 • Björn H. Hilmarsson
 • Jón Bjarki Jónatansson
 • Margrét Sif Sævarsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við bæjarfulltrúar í D-listanum viljum þakka kærlega fyrir traustið og stuðninginn sem við fengum í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum.

Fyrir kosningar birtum við helstu kosningaáherslur okkar, en það eru atriði úr stefnuskránni okkar sem við ætlum að leggja áherslu á að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu.

Helstu áherslurnar okkar verða:

 • Hækkun frístundastyrks í 30.000 kr. og aldursbil verður breikkað í 0-20 ára ásamt hækkun á akstursstyrk í dreifbýli vegna frístunda
 • Lækkun leikskólagjalda í áföngum á kjörtímabilinu
 • Setja upp vatnsrennibraut á útisvæðið við sundlaugina í Ólafsvík og auka opnunartíma Lýsulauga
 • Halda áfram uppbyggingu á leikvöllum og afþreyingarsvæðum m.a.
  • körfuboltavöll á lóð Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík
  • útibrettasvæði á Hellissandi
  • fjölga leiktækjum á skólalóðinni við Lýsuhól
 • Setja forvarnarstefnu og efla vitund íbúa um mikilvægi forvarna
 • Framtíðarhúsnæði fyrir fjölbreytt tómstunda- og frístundastarf eldri borgara
 • „Rampa upp Snæfellsbæ“ og bæta þannig aðgengi fyrir alla
 • Skapa fyrirtækjum og atvinnulífi ákjósanlegt og samkeppnishæft umhverfi
 • Styðja við öfluga og fjölbreytta menningarstarfsemi
 • Aukning búsetuúrræða fyrir íbúa 60 ára og eldri
 • Halda áfram að vera í fararbroddi í umhverfismálum
 • Vinna að enn frekari lækkun skulda sveitarfélagsins með áframhaldandi öruggri fjármálastjórn
 • Halda áfram uppbyggingu hafnarmannvirkja og þjónustu hafna
 • Uppbygging innviða á Arnarstapa
 • Þrýsta á endurbætur á þjóðvegakerfinu og aukna vetrarþjónustu. 

Við áttum góð samtöl við fjölmarga íbúa Snæfellsbæjar í undirbúningi á stefnuskránni og í aðdraganda kosninga. Í þeim samtölum komu fram margar góðar hugmyndir og ábendingar sem við þökkum kærlega fyrir og munum við jafnframt taka tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlana næstu fjögur árin.

Jafnframt bindum við vonir að eiga áfram gott samstarf við fulltrúa J-listans á kjörtímabilinu, því samstaða innan bæjarstjórnar skilar okkur miklu lengra en sundrung og höfum við borið gæfu til að vinna vel saman hingað til.

Við hlökkum til að takast á við fjölbreytt verkefni á nýju kjörtímabili og vinna áfram að framgangi þeirra í góðri sátt við íbúa Snæfellsbæjar.“ 

4. Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar til fjögurra ára.

Tillaga kom um eftirfarandi:

aðalmenn

 • Hjálmar Kristjánsson
 • Kolbrún Ívarsdóttir
 • Magnús Eiríksson

varamenn

 • June Beverly Scholtz
 • Þórður Björnsson
 • Lúðvík Ver Smárason

Tillagan samþykkt samhljóða.

5. Kosning aðal- og varamanna í nefndir og ráð Snæfellsbæjar til fjögurra ára.

Eftirfarandi tillögur komu um aðal- og varamenn í nefndir og ráð Snæfellsbæjar:

Atvinnuveganefnd:

aðalmenn

 • Eiríkur Böðvar Rúnarsson
 • Sigurbjörg Jóhannesdóttir
 • Lilja Hrund Jóhannsdóttir
 • Patryk Zolobow
 • Tinna Ýr Gunnarsdóttir

varamenn

 • Bárður Guðmundsson
 • Ragnhildur Sigurðardóttir
 • Ingvar Valgeir Ægisson
 • Árni Guðjón Aðalsteinsson
 • Marsibil Katrín Guðmundsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða. 

Félagsþjónustunefnd:

aðalmenn

 • Sigrún Þórðardóttir
 • Hermína Kristín Lárusdóttir

varamenn

 • Guðrún Anna Oddsdóttir
 • Matthildur Kristmundsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd:

aðalmenn

 • Illugi Jens Jónasson
 • Halldór Kristinsson
 • Kristjana Hermannsdóttir
 • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir
 • Magnús Eiríksson

varamenn

 • Eiríkur Böðvar Rúnarsson
 • Brynja Mjöll Ólafsdóttir
 • Hjörtur Guðmundsson
 • Oddur Orri Brynjarsson
 • Birgir Tryggvason

Tillagan samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn:

aðalmenn

 • Jón Bjarki Jónatansson
 • Viktoría Kr Guðbjartsdóttir
 • Heiðar Magnússon
 • Guðmundur Rúnar Gunnarsson 
 • Tinna Ýr Gunnarsdóttir

varamenn

 • Lilja Hrund Jóhannsdóttir
 • Bárður Guðmundsson
 • Pétur Pétursson
 • Oddur Orri Brynjarsson
 • Ægir Ægisson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Velferðarnefnd:

aðalmenn

 • Gunnhildur K Hafsteinsdóttir
 • Kristgeir Kristinsson
 • Viktoría Sif Viðarsdóttir
 • Stefán Smári Kristófersson
 • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir

varamenn

 • Rebekka Heimisdóttir
 • Sigurbjörg Jóhannesdóttir
 • Ægir Þór Þórsson
 • Marsibil Katrín Guðmundsdóttir
 • Tinna Ýr Gunnarsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd:

aðalmenn

 • Jóhanna Jóhannesdóttir
 • Margrét Eva Einarsdóttir
 • Aron Baldursson
 • Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Patryk Zolobow

varamenn

 • Ríkharður Kristjánsson
 • Guðrún Eva Bjarkadóttir
 • Gylfi Freyr Karlsson
 • Marta S. Pétursdóttir
 • Tinna Ýr Gunnarsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd:

aðalmenn

 • Helga Jóhannsdóttir
 • Ingunn Ýr Angantýsdóttir
 • Arnór Ísfjörð Guðmundsson
 • Hafdís Rán Brynjarsdóttir
 • Jóhannes Stefánsson

varamenn

 • Rebekka Unnarsdóttir
 • Guðmundur Jensson
 • Kristín Arnfjörð Sigurðardóttir
 • Matthildur Kristmundsdóttir
 • Marsibil Katrín Guðmundsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Stjórn Jaðar:

aðalmenn

 • Björn Arnaldsson
 • Helga Valdís Guðjónsdóttir
 • Hallgrímur Árni Ottósson

varamenn

 • Lovísa Olga Sævarsdóttir
 • Örvar Már Marteinsson
 • Pétur Steinar Jóhannsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Öldungaráð:

aðalmenn

 • Ólafur Hlynur Steingrímsson
 • Svanhildur Pálsdóttir
 • Ragnheiður Víglundsdóttir
 • Jón Guðmundsson (FEB)
 • Pétur S Jóhannsson (FEB)

varamenn

 • Guðlaug Íris Tryggvadóttir
 • Ásta Dóra Valgeirsdóttir
 • Guðmundur Rúnar Gunnarsson
 • Tilnefning frá FEB vantar
 • Auður Grímsdóttir (FEB)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd:

aðalmenn

 • Sigrún Erla Sveinsdóttir
 • Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir
 • Jón Kristinn Ásmundsson
 • Margrét Sif Sævarsdóttir
 • Ægir Ægisson

varamenn

 • Áslaug Olga Heiðarsdóttir
 • Karitas Hrafns Elvarsdóttir
 • Orri Magnússon
 • Kolbrún Ósk Pálsdóttir
 • Patryk Zolobow

Tillagan samþykkt samhljóða.

Landbúnaðar- og fjallskilanefnd:

aðalmenn

 • Herdís Leifsdóttir
 • Þór Reykfjörð
 • Guðmundur Ólafsson

varamenn

 • Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir
 • Sigurður Arnfjörð Guðmundsson
 • Gísla Örn Bjarkason

Tillagan samþykkt samhljóða.

Kjörstjórn Ólafsvíkur- og Fróðárhreppskjördeild:

aðalmenn

 • Jóhannes Ólafsson
 • Elva Ösp Magnúsdóttir
 • Hanna Metta Bjarnadóttir

varamenn

 • Guðrún Anna Oddsdóttir
 • Sigrún Þórðardóttir
 • Nanna Aðalheiður Þórðardóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Kjörstjórn Hellissands- og Rifskjördeild:

aðalmenn

 • Svanfríður Kristjánsdóttir
 • Guðbjartur Þorvarðarson
 • Kolbrún Ósk Pálsdóttir

varamenn

 • Ingvar Valgeir Ægisson
 • Jensína Guðmundsdóttir
 • Þorbjörg Höskuldsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Kjörstjórn Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild:

aðalmenn

 • Margrét Björk Björnsdóttir
 • Sigrún Katrín Halldórsdóttir
 • Jón Svavar Þórðarson

varamenn

 • Guðmundur Grétar Bjarnason
 • Hildur Sveinbjörnsdóttir
 • Þóra Kristín Magnúsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Rekstrarnefnd félagsheimilisins Klifs:

aðalmenn                                 

 • Sigrún Ólafsdóttir
 • Baldvin Leifur Ívarsson
 • Jenný Guðmundsdóttir (fulltrúi félagasamtakanna)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Rekstrarnefnd félagsheimilisins Rastar:

aðalmenn                                 

 • Karen Olsen
 • Kristgeir Kristinsson
 • Inga Jóna Guðlaugsdóttir (fulltrúi félagasamtakanna)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Rekstrarnefnd félagsheimilisins á Lýsuhóli:

aðalmenn                                 

 • Þorkell Marvin Halldórsson
 • Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen
 • Þóra Kristín Magnúsdóttir (fulltrúi félagasamtakanna)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Stjórn Náttúrugripasafns Hellissands:

aðalmenn                                 

 •  Smári Lúðvíksson
 •  Anna Þóra Böðvarsdóttir
 • Halldór Kristinsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Stjórn byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga:

aðalmaður

 • Kristinn Jónasson

varamaður

 • Björn Haraldur Hilmarsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:

aðalmenn

 • Björn Haraldur Hilmarsson
 • Júníana Björg Óttarsdóttir

varamenn

 • Auður Kjartansdóttir
 • Michael Gluszuk

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands:

aðalmaður

 • Kristinn Jónasson

varamaður

 • Ólafur Rögnvaldsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (til eins árs):

aðalmenn

 • Auður Kjartansdóttir
 • Júníana Björg Óttarsdóttir
 • Michael Gluszuk
 • Margrét Sif Sævarsdóttir

varamenn

 • Jón Bjarki Jónatansson
 • Björn H Hilmarsson
 • Patryk Zolobow
 • Fríða Sveinsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða

Eigendaráðs Svæðisgarðs Snæfellinga:

aðalmaður

 • Björn H Hilmarsson

varamaður

 • Eiríkur Böðvar Rúnarsson

Tillagan samþykkt samhljóða

Svæðisskipulagsnefnd:

aðalmaður

 • Jón Bjarki Jónatansson
 • Michael Gluszuk

varamenn

 • Björn H Hilmarsson
 • Margrét Sif Sævarsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Júníana bað um orðið og um leið og hún óskaði nýkjörnu nefndarfólki til hamingju þá vildi hún jafnframt koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa setið í nefndum á liðnu kjörtímabili en eru nú að hætta sínum nefndarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Aðrir bæjarfulltrúar tóku undir þessi orð.

6. Ráðning bæjarstjóra.

Lagður var fram ráðningarsamningur við Kristinn Jónasson um stöðu bæjarstjóra Snæfellsbæjar næstu fjögur árin.

Ráðningarsamningur við Kristinn var samþykktur með 4 atkvæðum.  Fríða, Patryk og Michael sátu hjá.

7. Prókúruumboð bæjarstjóra og bæjarritara.

Endurnýjað prókuruumboð til bæjarstjóra og bæjarritara til fjögurra ára var lagt fram, samþykkt samhljóða og undirritað.

8. Siðareglur kjörinna fulltrúa í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn staðfesti samhljóða framlagðar siðareglur bæjarstjórnar.

9. Fundargerð 208., 209. og 210. fundar menningarnefndar, dags. 30. apríl, 17. maí og 23. maí 2022.

Til máls tók FS, KJ, JBÓ

Varðandi fundargerð 208. fundar vill bæjarstjórn taka fram að þegar er búið að skrá alla muni í Pakkhúsinu og í safngeymslunni á Hellissandi.  Það eina sem eftir er að gera er að koma gögnunum inn í gagnagrunn.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða með framkominni athugasemd.

10. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 5. maí 2022.

Til máls tók FS, KJ

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11. Fundargerð 2. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 31. maí 2022.

Til máls tók FS, JBÓ, MG, KJ, JBJ

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12. Fundarboð aukaaðalfundar SSV 2022, haldinn 22. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf frá Sólarsport ehf., dags. 24. maí 2022, varðandi afturköllun á uppsögn húsaleigu-samnings.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afturköllun á uppsögn húsaleigusamningsins.

14. Bréf frá Soffíu Millu Þorgrímsdóttur, dags. 30. maí 2022, varðandi ósk um að Snæfellsbær kaupi íbúð hennar í Engihlíð 20.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að bjóða fasteignamat í íbúðina.

15. Bréf frá Útgerðinni í Ólafsvík, dags. 24. maí 2022, varðandi aðra hæð Pakkhússins.

Til máls tók KJ

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa erindinu til nýrrar menningarnefndar, bæði til að fjalla um hugmyndina sem slíka en jafnframt til að viðra hugmyndir um það hvar geyma ætti safnmunina ef ákveðið yrði að taka niður sýninguna.

16. Bréf frá Sandara- og Rifsaragleði 2022, dags. 20. maí 2022, varðandi hátíðina í sumar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að Snæfellsbær komi að þessu eins og verið hefur.

17. Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 29. Maí 2022, varðandi styrk vegna myndlistanámskeiðs.

Þegar er búið að gera ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun.

18. Tillaga frá fulltrúum J-listans varðandi almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.

Fulltrúar J-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Tillaga fulltrúa J—listans að betur verði staðið að almenningssamgöngum á milli þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.

Meðal annars að auka ferðir yfir sumartímann og kvöld ferðir í takt við opnunartíma sundlaugar.  Leggja þeir til að tekið verði hæfilegt gjald fyrir allan akstur sem ekki tengist skóla eða íþrótta og æskulýðsstarfi.  Þá verði boðið upp á að kaupa stakar ferðir, mánaðar eða árskort.“

Bæjarfulltrúar D-listans leggja til að tillögunni verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2023.  Jafnframt höfnum við hugmynd um gjaldtöku á akstri milli þéttbýliskjarna.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar 2023.

19. Tillaga frá fulltrúum J-listans varðandi aðstoð við eldri borgara vegna umhirðu garða.

Fulltrúar J-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Tillaga fulltrúa J-listans um að eldri borgarar geti fengið aðstoð við umhirðu garða.

Hluti af krökkum í unglingavinnunni séu fengin til að sinna görðum, róta í beðum og gera snyrtilegt, hjá eldri borgurum.  Þau eru þá í umsjá eigenda garðanna og vinna undir þeirra leiðsögn.“

Til máls tóku BHH, FS, AK

Bæjarfulltrúar D listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Snæfellsbær er nú þegar að veita garðslátt til eldri borgara, 4 slætti á ári endurgjaldslaust.  Í sveitarfélaginu er þjónustuaðilar sem veita þessa þjónustu og teljum við ekki skynsamlegt að sveitarfélagið fari í beina samkeppni við einkaaðila í rekstri. Að auki höfum við ekki yfir að ráða því vinnuafli sem þarf til þessara verka.

Við bæjarfulltrúar D listans leggjum til að þessari tillögu verði hafnað.“

Bæjarstjórn greiddi atkvæði um tillögu J-listans og var henni hafnað með 4 atkvæðum gegn 3.

20. Tillaga frá fulltrúum J-listans varðandi ráðningu þjálfara fyrir UMF Víking/Reyni.

Fulltrúar J-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Tillaga fulltrúa J-listans um að Snæfellsbær ráði einn þjálfara í fullt starf sem mun sjá um þjálfun barna hjá UMF Víkings/Reynis.

Einnig gæti viðkomandi séð um sundleikfimi hjá eldri borgurum tvisvar í viku og leikfimi fyrir eldri borgara ef vilji er fyrir því.“

Til máls tók MG, AK, FS, BHH, JBÓ, JBJ

Bæjarfulltrúar D listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Nú þegar er Snæfellsbær að styrkja íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf  í Snæfellsbæ töluvert.  Styrkir á þessu ári nema rúmum 43 milljónum króna til íþrótta- og tómstundamála.  Snæfellsbær greiðir frístundastyrki til foreldra, sem að stærstum hluta fara í niðurgreiðslu æfingagjalda ungmennafélaganna. Á áætlun ársins 2023 stendur til að hækka styrkinn í kr. 30.000,- per einstakling.

Snæfellsbær greiðir jafnframt styrk til íþróttafélaganna til að geta ráðið framkvæmdastjóra, ásamt því að greiða beina styrki til ungmennafélaganna sem ætti að styðja við ráðningu þjálfara.

Að auki fá ungmennafélögin aðstöðu í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar endurgjaldslaust.

Bæjarfulltrúar D listans telja það skynsamlegra fyrir bæði Snæfellsbæ og íþrótta- og tómstundastarf í bæjarfélaginu, að greiða frekar beina styrki til íþróttafélaganna, frekar en að vera með þjálfara á launum hjá bæjarfélaginu.

Við bæjarfulltrúar D listans leggjum til að þessari tillögu verði hafnað.“

Bæjarstjórn greiddi atkvæði um tillögu J-listans og var henni hafnað með 4 atkvæðum gegn 3.

21. Tillaga að reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa í Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkti framlagðar reglur samhljóða.

22. Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 24. maí 2022, varðandi tilnefningu í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir tímabilið 2022-2026.

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa í samvinnu við hin sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

23. Ákall til sveitarstjórna um allt land – Menntun til sjálfbærni.

Lagt fram til kynningar.

24. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar gerði það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði        fimmtudaginn 1. september n.k. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála    í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar.

Tillagan samþykkt samhljóða

25. Bréf frá Grjóti ehf., dags. 2. júní 2022, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að bátnum Bryndísi SH-128, skipaskr.nr. 2576.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti að bátnum Bryndísi SH-128, skipaskt.nr. 2576.

26. Minnispunktar bæjarstjóra.

 • Farið var yfir staðgreiðslu maímánaðar.
 • Farið var yfir rekstraryfirlit stofnana bæjarins.
 • Samskipti við bæjarfulltrúa.
 • Unglingavinna
 • Rætt um samgöngumál á Snæfellsnesi.
  • Bæjarstjórn tekur heilsuhugar undir ályktanir bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá 10. september 2020 og 7. apríl sl. varðandi ástand þjóðvega 54 og 56 og þörf á auknu fjármagni í viðhaldi á þessum vegum, sér í lagi þjóðvegi 54 sem er meginleiðin til og frá Snæfellsnesi.
 • Rætt um fasteignagjöld og hækkun þeirra vegna nýs fasteignamats sem tekur gildi 2023.
  • Ljóst er að fasteignaskattar muni hækka á næsta ári að öllu óbreyttu vegna hækkunar á fasteignastofni.  Bæjarfulltrúar leggja það til að við gerð fjárhagsáætlunar 2023 verði hækkun fasteignagjalda tekin fyrir og endurskoðuð.

Fundi slitið kl. 17:40