Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
362. fundur
4. október 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 10.00 – 11:15

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Auður Kjartansdóttir, Eiríkur Böðvar Rúnarsson (í fjarveru JBÓ), Jóhanna Jóhannesdóttir (í fjarveru JBJ), Michael Gluszuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Tinna Ýr Gunnarsdóttir (í fjarveru FS), Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna. Bauð hann gesti velkomna og Tinnu Ýr Gunnarsdóttur á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Fundargerð stjórnar Davalarheimilisins Jaðars, dags. 15. september 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 21. júní 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð menningarnefndar, dags. 6. september 2022, ásamt bréfi frá Hollvinafélagi Pakkhússins. 

Til máls tók KJ undir 1. Lið og fór yfir það að Fríða hafi rætt um það að búið væri að skrá mikinn hluta af þessum munum.  Samþykkti bæjarstjórn að fá þessa skrá og nánari upplýsingar hjá henni áður en farið er í að fá aðra aðila til að skrá munina aftur.  Bæjarritara falið að fá þessar upplýsingar hjá Fríðu. 

Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina samhljóða með framkominni athugasemd. 

4. Fundargerð 163. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. september 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

Jafnframt var lagður fyrir liður 2 í fundargerð 162. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, sem frestað var frá síðasta fundi bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkti þennan lið samhljóða. 

5. Fundargerð 65. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 26. ágúst 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Tölvubréf frá HeV, dags. 8. esptember 2022, ásamt fundargerð 177. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. september 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

7. Fundargerð 445. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. september 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Bréf frá Leikfélaginu Laugu, dags. 10. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna leiksýninga í nóvember. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að veita Leikfélaginu Laugu styrk sem nemur þeirri upphæð sem leigan verður.  Verður upphæðin tekin af lið 27-11, Ófyrirséð. 

10. Bréf frá foreldrafélaginu Leik á Hellissandi, dags. 19. september 2022, varðandi mottur á útisvæðinu við leikskólann. 

Bæjarstjóri fór yfir málið.  Til máls tóku MG, MSS. EBR, AK 

Ljóst er að ástandið er ekki viðunandi og búið er að vera í viðræðum við framleiðanda og söluaðila hellnanna.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleikana og því að laga ástandið og hver kostnaðurinn yrði. 

11. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 22. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólabasars þann 20. nóvember 2022. 

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða, enda fellur það undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á húsaleigu í félagsheimilinum. 

12. Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni, dags. 25. september 2022, varðandi nýbyggingu að Ólafsbraut 23. 

Til máls tók MG, KJ, MSS, EBR, BHH 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að svara erindinu skv. drögum sem rædd voru á fundinum. 

13. Tölvubréf frá Ólafi Stephensen, dags. 21. september 2022, ásamt áskorun frá Félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Tölvubréf frá Júlíu Sæmundsdóttur hjá Múlaþingi, dags. 7. september 2022, ásamt samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og erindisbréfi valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir samhljóða að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu.  

Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Snæfellsbæjar.  

Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar vegna hins sameiginlega umdæmisráðs. 

15. Bréf frá UNICEF, dags. 28. september 2022, varðandi tækifæri barna til áhrifa og ráð ungmenna til ráðamanna. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2022, varðandi sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstrartölur stofnana. 
  • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023. 
  • Bæjarstjóri fór yfir það að komin er stefna frá slökkviliðsstjóra upp á 36 milljónir vegna bakvakta. 

Fundi slitið kl. 11:15.