Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
363. fundur
10. nóvember 2022 frá kl. 16.00 – 19:15.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Eiríkur Rúnar Böðvarsson (í fjarveru JBJ), Michael Gluzsuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 40. lið, fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 25. október 2022Óskaði hann jafnframt eftir því að fá að fjalla fyrst um liði 3, 11, 12, 25 og  31 fyrst á dagskrá, en byggingarfulltrúi situr fundinn undir þeim liðumVar það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1. Heilsueflandi samfélag og Barnvænt samfélag.   

Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætti á fundinn og var boðin velkomin. Kynnti hún verkefnin Heilsueflandi samfélag og Barnvænt samfélag fyrir bæjarfulltrúum og svaraði spurningum sem komu fram. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela Kristfríði að skoða betur hvað þarf að gera til að formgera umsókn Snæfellsbæjar um fyrst Heilsueflandi samfélag og svo í framhaldinu Barnvænt samfélag, og leggja það fyrir bæjarstjórn. 

2. Fundargerð 335. fundar bæjarráðs, dags. 20. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 164. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 8. nóvember 2022. 

Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið, svaraði spurningum bæjarfulltrúa og fór yfir ákveðna liði fundargerðarinnar. 

Til máls tók JBÓ, MG, FS, BHH, AK,  

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 15. september 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 23. september 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð menningarnefndar, dags. 18. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

7. Fundargerð atvinnuveganefndar, dags. 12. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða

8. Fundargerð öldungaráðs, dags. 18. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

9. Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 17. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

10. Fundargerðir 2., 3. og 4. fundar velferðarnefndar, dags. 30. ágúst, 6. október og 20. október 2022. 

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða. 

11. Fundargerð 6. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 4. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

12. Fundargerð 7. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 1. nóvember 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

13. Fundargerð 178. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 20. október 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Fundargerð 205. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 16. ágúst 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

15. Fundargerð 206. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 23. ágúst 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

16. Fundargerð 207. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. september 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Fundargerð 446. fundar Hafnasambands Íslands, dags. 26. október 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

18. Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. september 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

19. Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. október 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

20. Aðalfundarboð Landssamtaka landeiganda á Íslandi, dags. 4. nóvember 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

21. Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021. 

Lagt fram til kynningar. 

22. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 25. október 2022, varðandi reglur vegna útleigu á íbúðum Snæfellsbæjar. 

Bæjarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkti samhljóða að fela bæjarritara að útbúa reglur um útleigu á íbúðum Snæfellsbæjar sem samræmast þeim vinnureglum sem verið hafa í gangi undanfarin ár og hafa til hliðsjónar reglur sem gilda í öðrum sveitarfélögum á landinu. 

23. Erindisbréf öldungaráðs Snæfellsbæjar – endurskoðað að beiðni öldungaráðs. 

Athugasemd kom við þá tillögu að fulltrúi Félags- og skólaþjónustunnar í öldungaráði verði ritari nefndarinnar.  Þar sem sá aðili er ekki kjörinn nefndarmaður og situr ekki alla fundi telur bæjarstjórn að það sé betra að fundarritari sé kjörinn nefndarmaður. 

Framlagðar breytingar á erindisbréfi öldungaráðs samþykktar samhljóða með tilliti til framkominnar athugasemdar. 

24. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 23. október 2022, varðandi vegglistaverkin á Hellissandi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við Kára um viðhald vegglistaverkanna.  Þar sem þau tilheyra í raun ekki Snæfellsbæ, né heldur tilheyra allir veggirnir Snæfellsbæ, telur bæjarstjórn réttara að Kári muni sjálfur hafa umsjón með viðhaldi verkanna en Snæfellsbær komi að viðhaldinu á annan hátt, t.a.m. með styrk af einhverju tagi. 

25. Bréf frá Vagni Ingólfssyni og Laufeyju Helgu Árnadóttur, dags. 27. október 2022, varðandi húsin við Ólafsbraut 23-25. 

Bæjarstjórn þakkar erindið og ábendingarnar. 

Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.  Fór hann yfir greinargerð sem barst frá Ölmu Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Hjallastefnunnar vegna húsanna, og er hún hér í heild sinni: 

Ástæða þess að húseiningar sem tilheyrt hafa skólastarfi Hjallastefnunnar frá árinu 2009 eru fjarlægðar af lóð Öskuhlíðarinnar er sú sorglega staðreynd að Hjallastefnunni tókst ekki að fá úthlutaða lóð í Reykjavík til að nýta húsin áfram í skólastarfi.  

Húsin voru á byggingarreit í eigu Háskólans í Reykjavík og í upphafi var ráðgert að þau myndu vera u.þ.b. 6 ár, fyrir þann tíma yrði Hjallastefnunni úthlutað lóð og myndi færa húsin. Það hefur ekki gengið eftir og stapp og þref þar um staðið allar götur frá því að húsin voru sett niður. 

Húsaþyrpingin í Öskjuhlíðinni samanstóð af þremur húsum (hvert hús samsett úr fleiri en einni einingu)  Tvö hús tilheyrðu barnaskólastarfi og eitt tilheyrði leikskólastarfi.   

Hluti af einingum leikskólans var selt til Snæfellsbæjar. 

Þegar fréttir af myglu í skólahúsnæði Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð koma fram í fjölmiðlum, þá er verið að vísa til húseininga barnaskólans en rökstuddur grunur um leka í millibyggingu var ástæða þess að skólastarfsemin var færð úr húsinu. Strax var bruðist við og fengin var ráðgjöf og handleiðsla frá til þess bærum aðilum svo verja mætti húsin frá frekari skemmdum. Reglulegar mælingar gerðar, fyrst í samstarfi við Eflu en síðan í samstarfi við fyrrum ráðgjafa þeirra sem farinn var að vinna sjálfstætt og hafði unnið með Hjallastefnunni á vegum Eflu. Betri byggingar sem sinna mælingum á gæðum húsa var einnig samstarfsaðili Hjallastefnunnar í þessu verkefni.  

Þess má geta þó það hafi ekki áhrif á húsin sem Snæfellsbær keypti því þau hús tilheyrðu öll leikskólastarfinu og stóðu húsin alveg óháð hvert öðru. Mælingar á húsnæði barnaskólans sýndu að loknum lagfæringum (millibygging rifin og fjarlægð) að engin mygla var í húsinu.  Skólastarf var fært aftur í húsin og var skólastarf  þar alveg þar til skólanum var lokað í júní 2022.   

Varðandi leikskólahúsin sem keypt voru af Snæfellsbæ þá hefur verið leki við innganga, skemmdir í kjölfarið hafa verið lagfærðar og mælingar á myglu og loftgæðum húsanna farið fram reglubundið. Vísbendingar um að loftgæðum væri ábótavant var mætt með aukinni loftræstingu. Óskert skólastarf hefur verði í leikskólahúsnæði Öskjuhlíðar allt frá upphafi. 

Alla tíð hefur verið brugðist hratt og vel við ef minnsti grunur hefur verið um að gæðum húsanna væri ábótavant. Þó má geta þess og öll kaupendum var gert ljóst að undirstöður húsanna þarfnast lagfæringa og hafa farið illa í þeim jarðhræringum sem átt hafa sér stað eftir að uppbygging á vegum Háskólans í Reykjavík hófst í Öskjuhlíðinni. 

Ragnar sagði frá því að til að tryggja nægjanlega loftun undir húsið, þá verður settur upp stálrammi fyrir framan, með stálrist alveg upp við það.  Hins vegar, eins og kemur fram í greinargerðinni hér að ofan, þá hefur aldrei verið neitt vandamál með raka, myglu eða slæm loftgæði í þeim húsum sem Snæfellsbær var að kaupa. 

Til máls tóku EBR, AK, FS, MSS, MG, JBÓ, BHH og Ragnar og Kristinn svöruðu ýmsum spurningum sem upp komu. 

26. Bréf frá Veronicu Osterhammer, dags. 4. nóvember 2022, varðandi kórastarf í Snæfellsbæ og tónleikahald á aðventunni. 

Bæjarstjórn þykir ákaflega leitt að þetta skyldi hafa gerst og tekur undir það að hlúa verði að allri menningarstarfsemi í bæjarfélaginu, enda er blómlegt menningarstarf nauðsyn hverju samfélagi.  Starfsemi kóranna í Snæfellsbæ hefur verið bænum til sóma og íbúum til ánægju í áratugi og það ber að þakka. 

Menningarnefndin er nýskipuð frá því í vor og það hefur farist fyrir af bæjarins hálfu að láta hana vita að það sé þörf á að halda vel utan um alla menningarstarfsemi í bænum og samræma dagsetningar.  Það mun verða gert í framhaldi af þessu erindi og hefur bæjarstjórn jafnframt ákveðið að upplýsinga- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar muni héðan í frá verða starfsmaður menningarnefndar til að auðvelda samskipti og upplýsingagjöf. 

27. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. nóvember 2022, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Summit Adventure Guides um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, íbúðir, á Gufuskálum, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Summit Adventure Guides, um leyfi til að reka gististað í flokki IV, íbúðir, að Gufuskálum, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

28. Bréf frá Terra, dags. 26. október 2022, varðandi uppsögn á sorphirðusamningi. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við Terra og mun í framhaldinu taka ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. 

29. Bréf frá Kvennaathvarfinu, dags. 6. október 2022, varðandi ósk um rekstrarstyrk. 

Bæjarstjórn sér sér því miður ekki fært að veita styrk að svo stöddu. 

30. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 1. nóvember 2022, varðandi ósk um tilnefningu í vatnasvæðanefnd. 

Bæjarstjórn telur réttast að vísa þessu erindi til afgreiðslu SSV, þar sem verið er að óska eftir tilnefningu eins aðila frá Vesturlandi öllu. 

31. Bréf frá J-listanum, dags. 8. nóvember 2022, varðandi ástand húsanna við Ólafsbraut 23-25. 

Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið. 

Vísað er í umræðu og upplýsingar undir lið 25 hér að ofan.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fara í vettvangsverð að Ólafsbraut 23-25 á morgun, föstudaginn 11. nóvember, kl. 11:30, til að skoða húsin og athuga ástand þeirra.  Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að bjóða Vagni Ingólfssyni og Laufeyju Helgu Árnadóttur með í vettvangsferðina. 

32. Bréf frá J-listanum, dags. 8. nóvember 2022, varðandi nýtingu húsanna við Ólafsbraut 23-25. 

Þegar húsin verða tilbúin munu þau verða afhent Félagi eldri borgara til afnota sem félagsheimili eða samkomustaður og koma þau þá í stað húsnæðis sem Félag eldri borgara hefur haft til afnota hingað til.  Snæfellsbær hefur verið með samning við FEB um afnot af húsnæði og mun verða gerður samsvarandi samningu um notkun þessa nýja húss, og um leið falla eldri samningar úr gildi. 

Ofangreind bókun var samþykkt með 6 atkvæðum.  Fríða sat hjá. 

33. Bréf frá J-listanum, dags. 8. nóvember 2022, varðandi húsnæði í eigu Snæfellsbæjar. 

Stefna bæjarins er sú að selja einbýlis- og raðhús sem eru í eigu Snæfellsbæjar ef færi gefst, en eiga íbúðirnar sem Snæfellsbær á í fjölbýlishúsunum. 

34. Bréf frá EBÍ, dags. 18. október 2022, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

35. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október 2022, varðandi Hafnasambands-þing 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

36. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. nóvember 2022, varðandi Evrópsku nýtnivikuna. 

Lagt fram til kynningar.

37. Bréf frá Byggðastofnun, dags. 2. nóvember 2022, varðandi aðlögunaraðgerðir vegna áhrifa loftslagsbreytinga. 

Bæjarstjóri lagði til að Snæfellsbær myndi sækja um að verða eitt af þeim sveitarfélögum sem taka þátt í þessu verkefni. 

Bæjarstjórn samþykkt þetta samhljóða. 

38. Bréf frá Stjórnarráði Íslands, ódags., varðandi kynningu á skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. 

Lagt fram til kynningar. 

39. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023.  Fyrri umræða. 

Bæjarstjórn fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2023. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023 til nánari vinnslu í bæjarráði og þaðan til seinni umræðu í bæjarstjórn í desember.  

Bæjarstjórn samþykkti að hittast á vinnufundi um fjárhagsáætlun þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12:00. 

40. Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 25. október 2022. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

41. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  • Grunnskóli Snæfellsbæjar fékk í síðustu viku Íslensku menntaverðlaunin fyrir Átthagafræðina sem framúrskarandi þróunarverkefni.  Þetta er afskaplega gleðilegt og vill bæjarstjórn koma á framfæri hamingjuóskum til starfsfólks og nemenda Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir þetta frábæra starf. 
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstrartölur Jaðars. 
  • Það verður opið hús 16. nóvember í Grunnskóla Snæfellsbæjar í tilefni Dags íslenskrar tungu. 
  • Það er verið að persónuverndarvæða tölvukerfi Snæfellsbæjar.  Þessa vikuna er búið að vera að vinna við tölvukerfið í Ráðhúsinu, en að því loknu verður farið á aðrar stofnanir bæjarins. 
  • Bæjarstjóri fór yfir það að verið er að ganga frá uppgjöri vegna áningarstaðanna sem unnið var við í sumar. 

Fundi slitið kl. 19:15.