Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
365. fundur
22. desember 2022 frá kl. 10.00 – 10:25.
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir í fjarveru AK, Jón Bjarki Jónatansson, Michael Gluszuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerð 166. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. desember 2022.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. desember 2022, varðandi hækkun útsvarsálagningar.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem samþykkt voru á Alþingi þann 16. desember 2022, samþykkir bæjarstjórn Snæfellsbæjar að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%
Tillagan samþykkt samhljóða.
3. Bréf frá valnefnd umdæmisráðs, dags. 16. desember 2022, varðandi samning um rekstur umdæmisráðs landsbyggða
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að samþykkja fyrirlögð drög að samningi.
4. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 12. desember 2022, varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir því að fyrir Snæfellsbæ gildi sömu reglur og giltu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022, skv. reglugerð nr. 505 frá 3. maí 2022 um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Bæjarstjórn óskar eftir því að ákvæði relgugerðar 1370/2022 gildi um úthlutun byggðakvíta Arnarstapa, Hellissands, Ólafsvikur og Rifs með efitrfarandi breytingum:
- Í 1. mgr. 4.gr. reglugerðarinnar breytist „í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags“ og verður „í þorksígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags“
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskupum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.
Rök bæjarstjórnar Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum.
Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.
25. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá snjómokstri í bæjarfélaginu.
- Bæjarstjóri sagði frá málaferlum Móabyggðar.
- Bæjarstjóri sagði frá starfslokum slökkviliðsstjóra.