Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
366. fundur
19. janúar 2023 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16.00 – 17:50
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Eiríkur Böðvar Rúnarsson (í fjarveru JBJ), Michael Gluszuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir því að fá að taka inn sem fyrsta lið málefni leikskóla Snæfellsbæjar. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Málefni leikskólans – vísað frá desemberfundi bæjarstjórnar.
Hermína K Lárusdóttir, leikskólastjóri, og Linda Rut Svansdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, mættu á fundinn og voru þær boðnar velkomnar.
Rætt var um styttingu vinnuvikunnar í leikskólanum, vinnufyrirkomulag á leikskólum yfirleitt í kjölfarið á því að styttingin var sett á og þær áskoranir sem vinnutími leikskólanna býður upp á varðandi starfsmannamál.
Nýir kjarasamningar eru í deiglunni og vonandi verður þar tekið á einhverju af því sem rætt var um hér á þessum fundi.
2. Fundargerð 167. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 17. janúar 2023.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 9. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 3. janúar 2023.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð fræðslunefndarfundar, dags. 14. nóvember 2022.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð fræðslunefndarfundar, dags. 29. nóvember 2022.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð 209. fundar Breiðafjarðnefndar, dags. 22. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 179. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Hollvinafélagi Pakkhússins, dags. 19. desember 2022, varðandi framtíðarsýn Pakkhússins.
Nú stendur fyrir dyrum að fara í samstarf um safnamál á vegum SSV með stofnun Klasa hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Bæjarstjórn telur rétt að láta reyna á það samstarf áður en nokkuð annað er aðhafst varðandi Pakkhúsið.
11. Bréf frá Saxa ehf., dags. 9. janúar 2023, varðandi ósk um framlengingu á samningi vegna Gufuskála.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að framlengja samning um lækkun leigu til 1. júlí 2023.
12. Bréf frá Sverrisútgerðinni, dags. 11. janúar 2023, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að mb. Glað SH-226, skipaskr.nr. 2384.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að mb. Glað SH-226, skipasknr. 2384.
13. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi þak á húsnæði grunnskólans á Hellissandi.
Bæjarstjóri fór yfir hvaða hugmyndir hafa komið upp varðandi þakið á grunnskólanum. Rætt hefur verið um að vandamálið sé efra þakið og lagði bæjarstjóri til að farið verði í það sem fyrst.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að gefa heimild til að farið verði í framkvæmdir á efra þakinu.
14. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi afslátt af gatnagerðargjöldum.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að halda áfram með 90% afslátt af þeim íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar sem eru á skipulagi í dag og mun sá afsláttur gilda til 31. desember 2024. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af verslunar- og iðnaðarhúsnæði á Hellissandi, Rifi og Ólafsvík, á þeim lóðum sem eru til á skipulagi í dag og mun sá afsláttur líka gilda til 31. desember 2024. Bæjarstjórn mun ekki veita afslátt af lóðum á Arnarstapa, hvorki sumarhúsa, einbýlishúsa, né verslunar og iðnarhúsnæði. Rökin eru þau að það er að verða lítið eftir að lóðum á Arnarstapa og segja má að hann sé að verða „uppseldur“ og við getum ekki bætt við á skipulaginu.
15. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi ráðningu slökkviliðsstjóra.
Nokkur umræða fór fram um næstu skref.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta ákvarðanatöku en fela bæjarstjóra að skoða hvaða kostir eru í boði.
16. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 7. desember 2022, varðandi starfstöð Hafró í Ólafsvík.
Bæjarstjórn harmar ákvörðun ráðuneytisins.
17. Bréf frá SSV, dags. 8. desember 2022, varðandi drög að stofnun Safnaklasa Vesturlands.
Bæjarstjórn samþykktu samhljóða að Snæfellsbær verði með í þessu verkefni.
18. Bréf frá GETU, gæðastarfi í skólum, dags. 27. desember 2022, varðandi ytra mat á leikskólum og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.
19. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 19. desember 2022, varðandi umsókn um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
20. Húsnæðisáætlun 2023
Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2023 lögð fram og samþykkt samhljóða.
21. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslyfirlit 2022.
- Bæjarstjóri sagði frá því að það standa yfir framkvæmdir í Engihlíð 16a.
- Bæjarstjóri ræddi vatnsveitumál á Hellnum.
- Bæjarstjóri ræddi framkvæmdir við sundlaugina í Ólafsvík.
- Bæjarstjóri ræddi áhrif kuldans á eignir bæjarins.
- Bæjarstjóri ræddi það að verið er að vinna í breytingum á sorpmálum í bæjarfélaginu.
- Bæjarstjóri ræddi málefni flóttamanna.