Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
367. fundur
2. febrúar 2023 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 17:22.

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Jón Bjarki Jónatansson, Michael Gluszuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn. Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár. 

1. Heimir Berg, markaðs- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar, mætir á fundinn og fer yfir það sem er helst á döfinni.

Heimir mætti á fundinn og var boðinn velkominn.  Fór hann yfir það helsta sem hefur verið á döfinni hjá honum undanfarið.

2. Fundargerð 210. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 6. desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

3. Fundargerð 449. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 20. janúar 2023.

Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2023.

Lagt fram til kynningar

5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2023, varðandi boðun landsþings.

Lagt fram til kynningar.

6. Þakkarbréf frá skíðadeild UMFG vegna styrks á árinu 2023.

Lagt fram til kynningar

7. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. janúar 2023, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Þuríðar Maggýjar Magnúsdóttur um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Þuríðar Maggýjar Magnúsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki II, H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

8. Bréf frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, dags. 25. janúar 2023, varðandi viðhaldsmál Grunnskólans.

Bæjarstjórn þakkar bréfið og ábendingarnar.  Bæjarstjórn hefur verið með öll þessi viðhaldsmál í farvegi frá því snemma á árinu 2022, en vandamálið hingað til hefur verið það að erfitt hefur reynst að fá iðnaðarmenn.  Vonir standa hins vegar til að það vandamál leysist núna á vormánuðum.

9. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri fór yfir húsnæðismál fyrir rafíþróttir fyrir UMF Víking/Reyni.
  • Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit ársins 2022.
  • Bæjarstjóri fór yfir rekstur stofnana á árinu 2022.
  • Bæjarstjóri fór yfir götuljósin í Snæfellsbæ. Margir staurar hafa dottið út undanfarið, en farið verður í að laga það um leið og veður leyfir.
  • Tillaga kom um að hluti af vinnuskóla Snæfellsbæjar verði sjávarútvegsskóli unga fólksins og var samþykkt að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna þetta.

Fundi slitið kl. 17:22