Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
368. fundur
2. mars 2023 frá kl. 16.00 – 17:00

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Eiríkur Böðvar Rúnarsson í fjarveru AK, Jóhanna Jóhannesdóttir í fjarveru JBJ, Tinna Ýr Gunnarsdóttir í fjarveru MG, Margrét Sif Sævarsdóttir, Matthildur Kristmundsdóttir í fjarveru FS, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna, bauð hann Matthildi sérstaklega velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  Var að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

1. Fundargerð 337. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 16. febrúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð 97. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. janúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð menningarnefndar, dags. 14. febrúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð 168. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. febrúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

5. Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 16. febrúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

6. Fundargerð 10. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 7. febrúar 2023. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

7. Fundargerð 129. fundar stjórnar FSS, dags. 16. nóvember 2022. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 211. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 17. janúar 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

 

9. Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

10. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 21. febrúar 2023, varðandi aðalfundarboð. 

Lagt fram til kynningar. 

11.

11. Bréf til Innviðaráðuneytisins, dags. 24. janúar 2023 – staðfesting bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar staðfestir hér með bókun bæjarráðs Snæfellsbæjar frá 16. febrúar s.l. og samþykkir samhljóða að óska eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 með vísan til 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og bæjaryfirvöld Snæfellsbæjar hafa þegar samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulags og nýs deiliskipulags vegna baðstaðar við Krossavík, vestarlega á Hellissandi.  Erindi bæjarstjóra, sem þegar hefur verið sent, er í samræmi við stefnu bæjaryfirvalda um að stuðla að framgöngu verkefnisins og telur það geta aukið lífsgæði heimamanna og gesta, auk þess sem þar má njóta stórbrotins útsýnis og tengsla við hafið. 

Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé rétt að færa fyrirhuguð mannvirki fjær strandlínu en orðið er.  Með núverandi staðsetningu er unnt að vernda ströndina og tryggja að ekkert rask verði á Kópatjörn, en þau svæði eru mikilvæg til fæðuöflunar fugla.  Einnig er tryggt opið svæði fyrir gangandi meðfram ströndinni og gerður verður stígur sunnan mannvirkja.  Bílastæði vegna Krossavíkurbaða geta einnig nýst fólki sem kemur á svæðið til að njóta útivistar. 

12.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. febrúar 2023, varðandi bókun stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar s.l. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 9. febrúar 2023, varðandi golfskála. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða Golfklúbburinn Jökull fá annan hluta húss 3 til eignar til að nota sem golfskála. 

14. Bréf frá Hopp, ódags., varðandi umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar og hugsanleg leyfi sem þarf að afla. 

15. Bréf frá Póstinum, dags. 28. febrúar 2023, varðandi breytingar á póstþjónustu í Ólafsvík. 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar harmar þessar breytingar og lýsir yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun stjórnar Póstsins að loka útibúinu í Snæfellsbæ.  Þetta verður skerðing á þjónustu og jafnframt fækkar opinberum störfum í sveitarfélaginu.  Í framhaldi af þessari breytingu þarf Pósturinn að ígrunda vel hvernig fyrirkomulag verði á þjónustunni þannig að íbúar og fyrirtæki fái áfram sambærilega þjónustu og verið hefur.  Bæjarstjórn beinir því til Póstsins að fylgjast með nýtingu póstboxanna og bregðast við fljótt og vel ef þörfin eykst. 

16. Bréf frá Dýraverndarsambandi Íslands, dags. 10. febrúar 2023, varðandi hvatningu til sveitarfélaga til að koma villtum fuglum til aðstoðar. 

Lagt fram til kynningar. 

17. Minnispunktar bæjarstjóra. 

  1. Bæjarstjóri ræddi bréf sem hann sendi á Eyja- og Miklaholtshrepp vegna skólamála.  Í bréfinu lýsti bæjarstjórn yfir áhuga á formlegum viðræðum um samstarf um skólamál á sunnanverðu Snæfellsnesi. 
  1. Bæjarstjóri sagði frá því að það er hafin vinna við stefnumörkun varðandi það hvernig á að taka á móti ferðamönnum úr skemmtiferðaskipum á Snæfellsnesi.  Markaðsstofa Vesturlands stýrir þessari vinnu. 

Fundi slitið kl. 17:00.