Bæjarstjórn

Bæjarstjórn
369. fundur
23. mars 2023 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 16.00 – 18:25

Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Jón Bjarki Jónatansson, Michael Gluzsuk, Margrét Sif Sævarsdóttir, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Óskaði forseti eftir því að taka inn með afbrigðum sem 16. lið bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 21. mars 2023, og sem 17. lið bréf frá Rut Ragnarsdóttur og Heimi Berg Vilhjálmssyni.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.  

1.

1. Fundargerð 169. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 21. mars 2023. 

Ræddir voru liðir 1-3 og 5-12 í fundargerðinni.  Voru þeir lagðir fram og samþykktir samhljóða. 

Júníana vék af fundi undir lið 4. 

Liður 4 í fundargerðinni var ræddur og að því loknu lagður fram og samþykktur samhljóða. 

Júníana kom nú aftur inn á fund.  

Fundargerðin í heild sinni samþykkt samhljóða. 

2. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 7. mars 2023. 

Rætt var um gólfdúkinn í eldhúsinu í skólanum.  Búið er að fara og taka út skemmdirnar.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela skólastjóra og tæknideildinni að láta laga skemmdirnar sem eru á dúknum nú þegar og að bæjarstjóri fylgi því eftir að það verði gert strax. 

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða. 

3. Fundargerð 11. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 7. mars 2023. 

Lagðar voru fram myndir og gögn vegna eldhússins í grunnskólanum. 

Fundargerðin samþykkt samhljóða. 

4. Fundargerð 202. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 14. mars 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

5. Fundargerð 180. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. mars 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

6. Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

.

7. Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

8. Fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2023. 

Lagt fram til kynningar. 

9. Dagskrá aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 22. mars 2023. 

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. mars 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Vetrarþjónustunnar ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 2 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti ofangreinda Vetrarþjónustunnar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús, að Jaðri 2 á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn. 

11. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 8. mars 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ólafsvík Guesthouse ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund B-stærra gistiheimili, að Brautarholti 7, e.h. í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu þessa erindis og vísa því til tæknideildar þar sem leyfi sem þessi innan þéttbýlis þurfi að fara í grenndarkynningu skv. aðalskipulagi. 

12. Bréf frá Eyja- og Miklaholtshreppi, dags. 13. mars 2023, varðandi skólamál. 

Lagt fram til kynningar. 

13. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 15. mars 2023, varðandi hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. 

Lagt fram til kynningar. 

14. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 10. mars 2023, varðandi Heilsueflandi samfélag. 

Snæfellsbær og landlæknir hafa undirritað samkomulag um að vera Heilsueflandi samfélag og er Snæfellsbær fertugasta sveitarfélagið til að koma inn í þetta verkefni.  Þetta er mjög jákvætt og bæjarstjórn fagnar því að þessum áfanga sé náð. 

15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023, varðandi betri vinnutíma í leikskólum. 

Bæjarstjóri og bæjarritari lögðu fram nokkrar tillögur að betri vinnutíma í leikskóla Snæfellsbæjar.  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka upp ákveðið kerfi til að koma á fullri styttingu í leikskólanum.  Stefnt er að því að loka leikskólunum kl. 14:00 á föstudögum.  Stefnt er að því að skipta ákveðnum frídögum, milli jóla og nýárs, í dymbilvikunni og vetrarfrísdögum grunnskólans að hausti og vori, milli starfsmanna leikskólans í samræmi við þær tillögur sem lagðar voru fram og umræður sem sköpuðust í bæjarstjórn.  Jafnframt er stefnt að því að þá tíma sem upp á vantar í fulla styttingu sé hægt að safna saman og taka sem frídaga í samráði við leikskólastjóra. 

16. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 21. mars 2023, varðandi ágang búfjár. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu. 

17. Bréf frá Rut Ragnarsdóttur og Heimi Berg Vilhjálmssyni, dags. 23. mars 2023, varðandi Pakkhúsið. 

Rut og Heimir munu ekki endurnýja samning sinn um áframhaldandi leigu á Pakkhúsinu í Ólafsvík, en núverandi leigusamningur er að renna út.  Þau vildu koma á framfari þakklæti til bæjarstjórnar fyrir að hafa fengið það tækifæri að opna Útgerðina í Pakkhúsinu árið 2019 og til íbúanna og samfélagsins fyrir að hafa tekið þeim eins vel og raunin varð.  Vonuðust þau jafnframt til að það verði áframhaldandi líf í gamla Pakkhúsinu þó þeirra fyrirtæki fari á annan stað. 

Bæjarstjórn þakkar bréfið og lýsti ánægju sinni með það líf sem verið hefur á ársgrundvelli í Pakkhúsinu.  Jafnframt óskar bæjarstjórn Rut og Heimi velfarnaðar með Útgerðina á nýjum stað. 

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að auglýsa Pakkhúsið laust fyrir starfsemi og rekstur sem myndi hleypa lífi í húsið á ársgrundvelli. 

18. Minnispunktar bæjarstjóra.

  • Bæjarstjóri lagði fram staðgreiðsluyfirlit ársins. 
  • Bæjarstjóri lagði fram rekstraryfirlit stofnana.  Nokkur umræða skapaðist um yfirlitin og samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða við ákveðna forstöðumenn um hækkanir á liðum umfram fjárhagsáætlun. 
  • Bæjarstjóri ræddi vatnsmál á Hellnum. 
  • Bæjarstjóri sagði frá því að í liðinni viku var Snæfellsbær sýknaður í héraðsdómi af kröfum fyrrverandi slökkviliðsstjóra. 
  • Bæjarstjóri minnti á það að á morgun kl. 15:00 verður Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi formlega opnuð. 
  • Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að óska eftir fundi með Heilbrigðisstofnun Vesturlands. 

Fundi slitið kl. 18:25.