Bæjarstjórn
336. fundur
2 september 2020 frá kl. 16.00 – 17:03
Fundinn sátu: Björn H. Hilmarsson, Júníana B. Óttarsdóttir, Auður Kjartansdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Svandís Jóna Sigurðardóttir, Michael Gluszuk, Fríða Sveinsdóttir, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.
Dagskrá:
Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 6. lið fyrirspurn frá Iðunni Hauksdóttur varðandi framkvæmdir á endurheimtingu votlendis. Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.
1. Fundargerðir 313., 314. og 315. fundar bæjarráðs, dags. 18. júní, 1. júlí og 25. ágúst 2020.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
2. Bréf frá Lilju Björk Kristjánsdóttur, dags. 26. ágúst 2020, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi fyrir Berg Má Sigurjónsson í Tónlistarskólanum á Akranesi veturinn 2020/2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að greiða niður tónlistarnámið skólaárið 2020-2021 í samræmi við reglur Snæfellsbæjar um niðurgreiðslur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
3. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 25. ágúst, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Búða ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, hótel, að Búðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hótel Búða ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV, hótel, að Búðum í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.
4. Bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst 2020, varðandi hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
5. Skipun varamanns í umhverfis- og skipulagsnefnd í stað Vilbergs I Kristjánssonar.
Tillaga kom um Hjört Guðmundsson. Tillagan samþykkt samhljóða.
6. Bréf frá Iðunni Hauksdóttur, dags. 24. ágúst 2020, varðandi endurheimt votlendis.
Bæjarstjórn samþykkti erindið með fyrirvara um samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
7. Minnispunktar bæjarstjóra.
- Bæjarstjóri sagði frá ljósleiðaramálum í Snæfellsbæ.
- Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum í sumar.
- Bæjarstjóri sagði frá erindi sem barst í morgun frá Breiðafjarðarnefnd.
- Bæjarstjóri sagði frá covid málum í sveitarfélaginu, en við höfum verið einstaklega heppin með það hversu fá smit hafa verið hér, en engin hafa bæst við frá því í byrjun ágúst.
- Bæjarstjóri sagði frá því að verið er að skoða framtíðarlausn í ljósastauramálum í Snæfellsbæ.
- Bæjarstjóri sagði frá því að lokið verður við að klæða Fróðárheiðina í þessari viku.
- Bæjarstjóri sagði frá dómsmálum sem eru í gangi.
- Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðslu fyrstu 8 mánaða ársins.
- Bæjarstjóri fór yfir rekstur stofnana fyrstu 6 mánuði ársins.