Fræðslunefnd Snæfellsbæjar
213. fundur
29. júní 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 18:00 – 18:40
Fundinn sátu: Jón Kristinn, Patryk Zolobow, Kolbrún Ósk, Dagbjört Dúna og Sigrún Erla.
Fundargerð ritaði: Sigrún Erla
Dagskrá:
1. Kosning formanns
Lilja, bæjarritari, setti fundinn og lagði til að Sigrún verði formaður. Samþykkt. Lilja vék af fundi.
2. Rætt um fundarritara
Þar sem 2/5 þeirra sem sitja fundinn eru varamenn var ákveðið að bíða með skipun ritara þar til á næsta fundi.
3. Rétt um bréf frá Tómasi Péturssyni
Rætt var um bréf sem nefndinni barst í vor frá Tómasi Péturssyni um rannsókn hans í MS verkefni um fjármálalæsi 10. bekkinga. Tómas óskaði eftir leyfi frá nefndinni til að framkvæma rannsóknina í GSNB. Allir samþykkir að veita honum leyfi.
4. Önnur mál