Fundargerð fræðslunefndar
193. fundur
15. janúar 2018 í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellissandi frá kl. 19.00 – 20:30
Fundargerðir
Fundinn sátu: Gunnar Ólafur Sigmarsson, Ari Bent, Steiney Kr. Ólafsdóttir, Örvar Marteinsson, Hilmar Már Arason, Ingigerður Stefánsdóttir, Auður Sigurjónsdóttir, Valentina Kay.
Fundargerð ritaði: Örvar Marteinsson.
Dagskrá:
1. Grunnskólastjóri, frá kl: 19:10 – 19:50
- Kynnti skólastarfið, hátíðarhöld næsta haust, samræmd próf og umbótastarf.
- Áframhaldandi mikil og nauðsynleg áhersla á læsi.
- Rætt um skóladagatal 2018-2019.
2. Leikskólastjóri, frá kl. 19:50 – 20:15
- Leikskólastjóri fór yfir leikskólastarfið.
- Byrjað er að taka við eins árs gömlum börnum.
- Útlit fyrir fækkun barna fram undan.
- 30% barna í leikskólanum eru með erlendar tengingar, annað eða báðir foreldrar af erlendum uppruna.
- Rætt um „Leikur að læra“ verkefnið.
- Rætt um fjárhagsáætlun 2018.
- Verið er að vinna að samningi við „Tröppu“ talþjálfunarfyrirtæki.
3. Tónlistarstjóri, frá kl. 20:15 – 20:30
- Tónfundir verða haldnir í febrúar.
- Vorpróf verða í mars/apríl.
- Vortónleikar í maí.
- Í tónlistarskólanum eru 65 nemendur, þ.a. 8 fullorðnir, og fjórir kennarar.
- Verið er að huga að tónlistarkennslu fyrir 5. – 7. bekk næsta haust og er samstarf tónlistar- og grunnskóla í mótun.
- Allt er í góðu standi í tónlistarskólanum.
- Valentina hefur nú gefið út kennslubókina „Létt lög fyrir byrjendur á píanó“. Henni er óskað til hamingju með bókina.