Fræðslunefnd
195. fundur
3. maí 2018 í leikskólanum Krílakoti frá kl. 18:00 – 18:50
Fundinn sátu: Steiney Kr. Ólafsdóttir, Örvar Marteinsson, Gunnar Óli Sigmarsson, Ingigerður Stefánsdóttir, Hermína Lárusdóttir og Valentina Kay.
Fundargerð ritaði: Örvar Marteinsson.
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Leikskólastjóri
- Leikskólastjóri leggur fram og fer yfir ársskýrslu Leikskóla Snæfellsbæjar.
- Umræður um vandamál varðandi skort á íslenskukunnáttu barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Brýnt er að bregðast við með öllum ráðum.
- Stakur starfsdagur (þ.e. ekki samræmdur með grunnskóla) verður 19. október.
2. Tónlistarskólastjóri
- Í febrúar voru tónfundir
- Vorprófin voru í apríl og gengu vel
- 2. maí voru vortónleikar fullorðinna nemenda
- 7. maí kl 17 verða Vortónleikar tónlistarskólans í Klifi
- 23. maí verða vortónleikar tónlistarskólans á Lýsuhóli
- Þann 19. maí bauð foreldrafélagið Aroni Hannesi að koma og syngja fyrir nemendur tónlistarskólans
- Tónmenntarkennsla verður í grunnskólanum næsta vetur
- Innritun í tónlistarskólann verður í ágúst með hefðbundnu sniði