Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
196. fundur
8. nóvember 2018 í leikskólanum Krílakoti frá kl. 20:00.

Fundinn sátu: Þorbjörg, Kristgeir, Gunnsteinn, Zekira, Monika, Valentína, Hilmar, Inga, Hermína, Guðrún, Auður, 

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Málefni Tónlistarskólans

Í tónlistarskólanum eru 70 nemendur. Jenni kennir tónmennt í skólanum, 4-7 bekk, það gengur mjög vel. Einnig er kennsla í Lýsuhólsskóla. Tónfundur var í tónlistarskólanum í lok október. Framundan í tónlistarskólanum eru jólatónleikar, sem verða haldnir 3. desember í Klifi fyrir nemendur og svo 5. desember í safnaðarheimilinu fyrir fullorðna nemendur. Einnig verða tónleikar í Lýsuhólsskóla þann 20. desember.  

Valentína sagði frá því að hún hafði farið til Belgíu 5 – 9. október og skoðaði tónlistarskóla sem eru mjög flottir, sagði hún að það væri flott að hafa stórt húsnæði fyrir svona húsnæði hér. Aðspurð hvernig henni fyndist húsnæðið vera sem tónlistarskólinn er í núna vera sagði hún að húsnæðin væru ágæt, bæði í Ólafsvík og á Hellissandi.  

Innritun fyrir vorönn lokar í desember. 

2. Málefni grunnskólans

Í grunnskólanum í Snæfellsbæ eru 240 nemendur og 66 starfsmenn. Skólastarfsemi gengur vel og um daginn var haldin list fyrir alla í Klifi og voru samtals um 300 manns samankomin þar. Tónlistarfólk kom og spilaði klassíska tónlist fyrir nemendur. Einnig kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í skólann og var með elsta hópinn. Framundan á dagskrá grunnskólans er Bókamessa sem verður þann 10. desember. Einnig verður Fullveldishátíð þann 1. desember frá klukkan 12:00 -15:00. Jólaútvarpið verður einnig áfram og verður það dagana 10 – 14. des. 

Þau reyna líka að gefa út 3 fréttabréf á önn. 

Starfsmenn grunnskólans fóru til Akureyrar að skoða skóla, einnig á Sauðárkrók og Þelamörk til að kynna sér starfsemina þar.  

Haldinn var fundur þann 25.10.18 með nefndum og ráðum GSnb um skólastarfið, tilgangurinn var að kalla saman nefndir og ráð til að kynna fyrir þeim stefnu og stöðu í skólanum. Fundurinn gekk vel. 

Hilmari skólastjóra langar að halda skólaþing, tilgangurinn væri að endurskoða stefnu skólans, einkunnarorð og fá umræður. Hilmar hefur verið í sambandi við Sigurborgu Hannesdóttur sem hefur verið að sjá um svona fundi. Stefnt á að halda þingið í janúar. Allir velkomnir og þá sérstaklega fræðslunefnd, foreldraráð, nemendaráð báðum megin við fjallið (Lýsuhólsskóla og norðanmegin), kennarar og fleiri.   

Hilmar sagði frá því að Læsistefna 2018 væri tilbúin og er hún hönnuð til lengri tíma. Starfsáætlun 2018-2019 er einnig tilbúin sem og sjálfsmatsskýrsla fyrir árin 2017-2018 kom mjög vel út. 

Hilmar vildi koma því á framfæri að það sem betur mætti fara væri skólahjúkrun, en hún er í algjöru lágmarki. 

Einnig var viðhaldsmálunum komið á framfæri, húsin orðin vatnsheld og vildheld en þyrfti að gera smá betur. Ofnarnir orðnir gamlir og mætti fara að huga að þeim. 

Grunnskólinn hefur 540 milljónir til ráðstöfunar, þau reyna alltaf að vera nálægt eða vel undir núllinu en mögulega verða þau aðeins yfir núlli núna, kemur í ljós í janúar – en það er vegna mikilla veikinda sem hafa verið á árinu. 

Fækkun verður einnig næstu 4 árin í grunnskólanum. 

3. Málefni leikskólans

Núna er annað ár leikskólans sem Leikur að læra leikskóli. Ennþá er notast við Lubba verkefnið og vináttuverkefni Barnaheilla – gengur allt mjög vel.  

Tveggja ára starfsáætlun er tilbúin en Leikskólaráð er ekki búið að skila umsögn, einnig var starfáætlunin lögð fram á fundinum fyrir nefndarmenn til að skoða.  

Inga leikskólastjóri sagðist vilja gera ítarlegar ársskýrslur og ætlar að reyna að koma því á áætlun. 

70 nemendur eru í leikskólanum, 45 á Hellissandi og 56 í Ólafsvík. Vistunartími barna er að meðaltali 7 klst og 45 mínútur.  

Á næstunni hjá leikskólanum er námskeið fyrir matráða í febrúar 2019, námskeið fyrir stjórnendur og millistjórnendur í apríl 2019. Einnig tekur leikskólinn þátt í Fullveldishátíðinni í grunnskólanum þann 1. des. Fær bás/vegg til að leggja sitt af mörkum. 

Það kemur lögfræðingur á næstunni og fer yfir persónuverndarlögin og innleiðinguna á þeim og skólanum og fleirum. 

Inga sagði frá því að starfsmenn leikskólans hefðu farið á skyndihjálparnámskeið þann 7. nóv.  

Einnig vildi Inga koma á framfæri viðhald leikskólans væri ekki klárt. Það þarf að laga ýmislegt og er hún búin að gera lista sem hún lagði fram og einnig hefur hún sent þennan lista á bæjarstjórn. Hún vill einnig bæta aðbúnað barnanna mneð endurnýjun á ýmsum hlutum á leikskólanum eins og stólum og þess háttar. 

Leikskólinn fær 195 milljómnir á ári til ráðstöfunar. 

4. Önnur mál

Námskeið fyrir skólanefndir þann 26. nóvember, formaður fer á námskeiðið en aðrir komast ekki. 

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði stofnana þann 18 og 19 nóvember. 

Lýsingar fyrir framan Grunnskólann og Leikskólana má bæta 

Spurning kom fram varðandi Skólabæ, mörgum foreldrum fannst verðið of dýrt og voru að velta fyrir sér hvað felst í þessu verði. Hilmar svaraði því. Hann sagði að hann minnti að klst kostaði 114 kr. Þeir sem taka allt sem er í boði þá er þetta ca 5000-6000 kr á mánuði. Í skólabæ er reynt að vera ekki með of mikla dagskrá heldur einblínt á leik því börnin eru í fullri dagskrá allan daginn. Þau passa uppá öryggismálin. Einnig sagði Hilmar að það væri velkomið að beina spurningum foreldra beint til hans varðandi svona mál þar sem hann gæti svarað þeim strax. 

Nokkrar spurningar foreldra varðandi matarmálin í leikskólanum, spurt var hvort ekki væru notaðir smekkir á leikskólanum þar sem föt barnanna væru oft blettótt þegar þau kæmu heim. Inga sagði að farið væri eftir handbók leikskólans og að alltaf væru notaðir smekkir. Einnig sagði hún að allur matur væri unninn frá grunni og farið eftir ráðleggingum landlæknis varðandi matargerð.  

Námskeiðin á sumrin, leikjanámskeiðin, komu upp í umræðum. Það er eitthvað sem allir væru sammála um að þyrfti að bæta og lengja. Fólk sem er í fullri vinnu getur ekki skilið börnin sín eftir heima þegar námskeiðin eru búin. Sem sagt var komist að niðurstöðu um að leggja fram þá hugmynd hvort væri hægt að bjóða uppá fleiri námskeið sem væru yfir allt sumarið. 

Fundi slitið.