Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
197. fundur
28. janúar 2019 í húsnæði GSNB á Hellissandi kl. 20:00.

Fundinn sátu: Hilmar Már, Ari Bent, Kristgeir, Monika, Valentina, Sigrún Erla, Guðríður og Þorbjörg. 

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Hilmar Már segir frá skólastarfinu í vetur.  

Skólaþing hefst eftir 2 daga. Hilmar segir frá því. 
Fullveldishátíð gekk mjög vel.

Hilmar óskar eftir punktum fljótlega frá nefndinni varðandi skóladagatal 2019-2020. Ein ábending barst; að halda áfram með að samræma skipulagsdaga GSNB og Leikskóla Snæfellsbæjar eins og hefur verið í vetur.

Hilmar greinir frá fyrirhuguðum framkvæmdum, m.a. innleiðingu ljósleiðara á Hellissand, viðgerðir á þaki á Hellissandi og breytingu á salernisaðstöðu nemenda. Breyting salernisaðstöðu skal vera þannig að kynin hafi sameiginlega salernisaðstöðu (þ.e. unisex salerni).

Hilmar og Guðríður yfirgefa fund. 

2. Málefni leikskólans

Inga leikskólastjóri, Hermína, Guðrún og Auður mæta á fund.  
Inga leggur fram starfsáætlun fyrir næsta ár.

Dagur leikskólans verður 7. febrúar n.k. Þá er foreldrum og systkinum boðið í morgunmat og að skoða starfsemi leikskólans.  
Inga ræðir fjárhagsáætlunHún óskaði eftir 8 milljóna kr. fjárveitingu en fékk úthlutaðar rúmar 3 milljónir. Bakaraofn í Ólafsvík er ónýtur. Inga hefur kannað verð og svo virðist sem nýr kosti í kringum 1 milljón. Einnig vantar 2 eldvarnarhurðir í Kríuból eftir breytingar á húsnæðinu sem gerðar voru fyrir nokkrum árum. Eins þarf að endurnýja gsm síma + stóla.

Inga greinir frá breytingum sem gera þarf í kjölfar nýju persónuverndarlaga, m.a. breytingar á umsóknareyðublöðum. Eins er umræða um upplýsingar um stöðu bólusetninga hjá nýjum börnum og hvort leikskólinn geti farið fram á að fá slíkar upplýsingar.  
Samningur við Tröppu talmeinaþjónustu rennur út í vor. Inga er að skoða hvort skuli endurnýja samninginn en hún hefur fengið ábendingar frá foreldrum. Bæði í Ólafsvík og á Hellissandi eru sérkennarar sem veita mjög svipaða þjónustu og Trappa býður upp á.

Sálfræðiþjónusta við leikskólann hefur verið góð í vetur. Eins aðgangur að félagsráðgjafa frá FSSF.  
Inga, Hermína, Guðrún og Auður yfirgefa fund. 

3. Málefni tónlistarskólans

Valentína skólastjóri tónlistarskólans segir yfir 30 innritanir í skólann núna. Samtals séu 83 nemendur og 5 á biðlista eftir áramót.  
Tónfundur verður í febrúar.

Valentína greinir frá skólastarfinu í vetur, t.d. fara þau á Jaðar x1 í mánuði og spila fyrir íbúa þar. Nanna fer x1 í viku í leikskólana, spilar og kennir krökkunum þeim að kostnaðarlausu.

Það stendur til að skipta um klæðningu á húsi tónlistarskólans.  
Skólagjaldið var hækkað um 300 kr.  

4. Önnur mál

Rætt um merkingar á stofnunum SNB en margar stofnanir ekkert eða illa merktar, t.d. tónlistarskólinn og bókasafn. Sögur um að fólk viti ekki hvar ýmis þjónusta  í bæjarfélaginu.

Fundi slitið.