Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
198. fundur
25. febrúar 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:15.

Fundinn sátu: Þorbjörg Erla Halldórsdóttir, Sigrún Erla Sveinsdóttir, Monika Cecylia Kapanke, Gunnsteinn Sigurðsson og Kristgeir Kristinsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Eldvarnarhurðir á leikskólanum Kríubóli

Rætt um stöðu Kríubóls varðandi eldvarnarhurðir, en eins og kom fram á síðasta fundi greindi Inga leikskólastjóri frá því að það vanti 2 slíkar hurðir eftir breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu fyrir mörgum árum. Kristgeir heyrir í bæði Svan slökkviliðsstjóra og Matthías Páli um þetta mál. Ákveðið að leitað verði til leikskólastjóra og óskað eftir bæði teikningum af húsnæðinu auk skýrslum frá brunaeftirlitinu fyrir næsta fund.

2. Rætt um fyrirhugaðar breytingar á salernisaðstöðu í GSNB

Svo virðist sem mikil umræða sé í samfélaginu um þessar breytingar, þ.e. að sameina salernisaðstöðu kynja (unisex salerni). Ákveðið að fá betri kynningu á þessum breytingum frá skólastjóra á næsta fundi.  

Fundi slitið kl. 21.15.