Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
201. fundur
16. september 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 til 21:00.

Fundinn sátu: Þorbjörg, Kristgeir, Elfa, Monika, Gunnsteinn, Veronika, Inga, Auður, Kristín og Guðrún K.

Fundargerð ritaði: Þorbjörg

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Tónlistarskólinn (Valentina):

92 nemendur skráðir í skólann nú í haust, 7 á biðlista. Tónfundur í október. Allt byrjað á fullu og gengur vel. Jöfn aðsókn í allar greinar. Flestir í hálfu námi. Jenni heldur áfram að kenna tónmennt í grunnskólanum. Það fer allt vel af stað. Valentina lýsir óánægju sinni yfir að svæðisþing tónlistarskólanna á Vesturlandi séu ekki á sama tíma og svæðisþing hjá grunnskólanum.  

2. GSNB (Elfa, fyrir hönd grunnskólans):

Samtals 237 nemendur í skólunum á svæðinu. Læsisfimman (daily five) tekin í notkun, skiptist í 5 þætti. Notað í 1.-7. bekk. 13 kennarar munu fara út á námskeið til Denver USA í nóvember til að læra betur á þetta kerfi. 3 kennarar voru sendir á ART námskeið – sem fjallar um félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði sem mun vera notað í tveim bekkjumSjálfsmatsskýrsla inná gsnb.is þar sem starfsfólk metur sjálft hvernig skólinn er að standa sig. Í október verður menningarmót, unnið með menningu hvers og eins. Forsetinn kemur í heimsókn síðustu vikuna í október. Nýju einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, metnaður, samkennd (SMS), ætla að vinna mikið með það í vetur. Skólanámsskráin er ekki inná netinu þar sem verið er að vinna í að uppfæra hana.  
Starfsmenn frá KVAN (kærleik, vináttu, alúð og nám) komu og unnu með nemendum í 4 og 10 bekk og munu svo koma aftur og vinna með nemendum og foreldrum. 

Valentina kom með uppástungu um að nemendur yrðu með tónlistaratriði þegar forsetinn kemur, Elfa tók það til greina og mun ræða það við skólastjórann. 

3. Leikskóli Snæfellsbæjar (Inga):

Leggur fram ársskýrslu og fór lauslega yfir hana. Fjöldi barna er 71 í dag, en þótt fjöldi barna hafi fækkað þá hefur vistunartíminn lengst. Mönnun hefur verið erfið en það tókst á endanum.  Enn er verið að bíða eftir nýju gluggunum á gulu deildina á Krílakoti í Ólafsvík. Búið er að kaupa eldvarnarhurðina á Kríuból en það er verið að bíða eftir að hún verði sett upp.  
Upp kom hugmynd um að opna ungbarnadeild en það er í vinnslu. 

Þorbjörg les yfir fundargerðina sem er samþykkt samhljóða. 

Fundi slitið kl. 21:00.