Fræðslunefnd
202. fundur
9. desember 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00.
Fundinn sátu: Gunnsteinn, Kristgeir, Kristín Guðjónsd, Inga Stefáns, Monika, Hilmar, Þorbjörg og Sigrún Erla.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Málefni leikskólans (Inga)
Allt gengur sinn vanagang. Ungbarnastofa opnaði nýlega í Kríubóli fyrir 12-18 mánaða gömul börn. 2 starfsmenn með allt að 7 börn. 3 börn eru byrjuð, 4 koma eftir áramót. Þegar börnin eru orðin 18 mán geta foreldri ákveðið á hvorn leikskólann þau fara.
Búið er að setja upp reglur í ungbarnastofu, meðal annars er þáttökuaðlögun þar sem foreldri er einn af starfsmönnum fyrstu 3 dagana, eftir það kemur foreldri svo hluta úr degi. Viðverutími barns er að hámarki 8 klst og ekki er boðið upp á aukatíma, s.s. korter í 8 og korter yfir 4. Viðverutími barns verður metið út frá vinnutíma foreldris. Bæta þurfti fleiri stólum, kannski þarf fleiri kerrur. Adriana er nýr starfsmaður, hún er leik-og grunnskólakennaramenntuð.
2. Málefni grunnskólans (Hilmar og Kristín)
Jólaútvarpið hefst á morgun. Búið er að útbúa „Snillismiðju“ í Ólafsvík, útvarpsstúdíó. Þar geta nemendur farið og unnið margvísleg verkefni á fjölbreytilegan hátt (makers space).
Bókaveisla var í síðustu viku, 5 flottir rithöfundar komu og nemendur stóðu sig vel. Um 100 manns mættu.
Nýlega komu rithöfundar í heimsókn á allar 3 starfsstöðvar, Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir. Þorgrímur Þráinsson kom í 10.bekk.
Samráðsfundur allra nefnda og ráða GSNB var haldinn á Búðum í haust og gekk mjög vel. Það komu 23 af 39 sem voru boðaðir. Ákveðið var að endurskoða skólareglurnar. Tillaga frá Hilmari að fá formenn allra nefnda og ráða til að hittast í feb/mars sem einhvers konar millifundarnefnd og koma með tillögu að vinnuferli/reglum.
Forsetinn kom í heimsókn í lok október og gekk mjög vel.
Menningarmót var fyrir fjölmenningarhátíðina. Tókst mjög vel. Krakkarnir tóku mjög virkan þátt.
Danskur farkennari kom í 6 vikur sem var mjög gott. Styrkti aðra dönskukennara.
Skólinn vinnur nú að innleiðingu 2ja verkefna:
- Læsisfimman. 13 kennarar fóru til Denver á námsstefnu. Læsisfimman er nokkurs konar rammi utan um það sem verið er að kenna og hægt að yfirfæra á allar námsgreinar. Kennarar sjá nú þegar framfarir í sumum bekkjum. Byrjað er í 1.-7.bekk. Skólinn fékk gesti frá menntamálastofnun til að fylgjast með, skoða og ræða við kennarana. Skólinn er hvattur til að vera „móðurskóli“ Læsisfimmunar – s.s. að breiða út boðskapinn, fá til sín gesti gesti, halda námskeið o.fl.
- ART (Aggressive replacement training). Snýst í stuttu máli um að kenna félagsleg samskipti. Það verða 3 tegundir af tímum (siðferði, sjálfstjórn og félagsfærni). Kennt í gegnum leik að hluta. Prófað verður í 3 bekkjum.
Vitað er um 1 kennara sem er að hætta. Annars lítur starfsmannamál næsta skólaárs vel út.
Niðurstöður PISA rannsóknar rætt. Hilmar telur skólann gera góða hluti, meðal annars með innleiðslu læsisfimmuna.
Starfsmenn grunnskólans fóru til Akureyrar að skoða skóla, einnig á Sauðárkrók og Þelamörk til að kynna sér starfsemina þar.
Haldinn var fundur þann 25.10.18 með nefndum og ráðum GSnb um skólastarfið, tilgangurinn var að kalla saman nefndir og ráð til að kynna fyrir þeim stefnu og stöðu í skólanum. Fundurinn gekk vel.
Hilmari skólastjóra langar að halda skólaþing, tilgangurinn væri að endurskoða stefnu skólans, einkunnarorð og fá umræður. Hilmar hefur verið í sambandi við Sigurborgu Hannesdóttur sem hefur verið að sjá um svona fundi. Stefnt á að halda þingið í janúar. Allir velkomnir og þá sérstaklega fræðslunefnd, foreldraráð, nemendaráð báðum megin við fjallið (Lýsuhólsskóla og norðanmegin), kennarar og fleiri.
Hilmar sagði frá því að Læsistefna 2018 væri tilbúin og er hún hönnuð til lengri tíma. Starfsáætlun 2018-2019 er einnig tilbúin sem og sjálfsmatsskýrsla fyrir árin 2017-2018 kom mjög vel út.
Hilmar vildi koma því á framfæri að það sem betur mætti fara væri skólahjúkrun, en hún er í algjöru lágmarki.
Einnig var viðhaldsmálunum komið á framfæri, húsin orðin vatnsheld og vildheld en þyrfti að gera smá betur. Ofnarnir orðnir gamlir og mætti fara að huga að þeim.
Grunnskólinn hefur 540 milljónir til ráðstöfunar, þau reyna alltaf að vera nálægt eða vel undir núllinu en mögulega verða þau aðeins yfir núlli núna, kemur í ljós í janúar – en það er vegna mikilla veikinda sem hafa verið á árinu.
Fækkun verður einnig næstu 4 árin í grunnskólanum.