Fræðslunefnd
203. fundur
28. apríl 2020 frá kl. 20:30 – 21:10.
Fundinn sátu: Þorbjörg, Kristgeir, Gunnsteinn ogMonika.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Ýmislegt
Rætt um hvað við þurfum að heyra frá skólastjórum um skólaárið sem er að líða og næsta skólaár.
2. Málefni leikskólans
Rætt um hvernig staðan á leikskólanum hefur verið, börnum skipt upp í tvo hópa A og B, og hóparnir mæta annan hvern dag. Starfsmenn eru samt alla daga og einnig eru börn framlínustarfsmanna (kennara) alla daga og þau á sömu deildum og önnur börn sem mæta annars annan hvern dag.
3. Málefni tónlistarskólans
Tónlistarskólinn hefur víst haldið sínu striki en engir hópatímar hafa verið.
4. Málefni grunnskólans
Grunnskólinn hefur haft þetta þannig að dagurinn var styttur og passað að bekkir hittist ekki. Kennarar fylgja bara ákveðnum hópum.
4. Önnur mál
Rætt um fundinn á Hrauni um breytingu á skólareglunum. Erum ánægð með fundinn, hann gekk vel og verður gaman að sjá útkomuna, hvort reglur verði sjáanlegri og auðveldara að vinna eftir þeim.
Hvenær næsti fundur ca 18. Maí. 2020.
Rætt um að það sé betra að fá fyrir fundi skóladagatöl og annað sem skólastjórar vilja bera undir okkur, svo við getum verið búin að skoða og fara yfir. Formaður mun senda skólastjórum póst um að senda meðlimum skóla og fræðslunefndar skóladagatöl fyrir næsta skólaár fyrir næsta fund svo við getum verið búin að fara yfir þau.