Fræðslunefnd
204. fundur
19. maí 2020 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:20.
Fundinn sátu: Auður, Hermína, Inga, Þorbjörg, Sigrún, Guðrún Kristins, Hilmar, Gunnsteinn og Monika
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Leikskólar
Vegna Covid-19 faraldursins hafa undanfarnar vikur verið erfiðar. T.d. einungis 2 inngangar að byggingunni á Krílakoti og töluvert plássleysi sem gerði starfsfólki erfitt að fylgja ráðleggingum vegna faraldursins. Þess utan er húsnæðið engan vegin að uppfylla þær lágmarks kröfur skv reglugerð um starfsumhverfi leikskóla frá Menntamálaráðuneytinu frá árinu 2009. Inga tekur það fram að starfsmenn hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Töluvert hefur verið um langvarandi veikindi starfsmanna á Krílakoti.
Opið hús og útskrift verður 25.maí á Kríubóli, ekki komin dagsetning á Krílakoti. Stefnt á að allt fari fram úti og fjölskyldur hvattar til að vera saman til að fylgja reglum.
Leikskóladagatal 2020-2021:
Starfsdagar skipulagðir í samræmi við starfsdaga GSNB.
Umræða um nýja kjarasamninginn hjá SDS, t.d. stytting vinnuvikunnar og lengingu orlofs.
Samningur hjá Tröppu sagður upp. Einungis hefur eitt barn nýtt sér þetta það sem af er ári. Báðir leikskólarnir hafa sérkennara sem hafa verið að sinna þessari þjónustu vel og munu koma til með að halda því áfram.
2. Grunnskólinn
Skólastarf hefur gengið vel þrátt fyrir krefjandi tímabil vegna Covid-19. Starfsfólki var skipt upp í 17 teymi og þar með settar upp 17 kaffistofur til að tryggja að engin „krossaði“. Allir inngangar voru notaðir. Kennsludagarnir voru styttir niður í 26-32 klst á viku. Börnunum virtist hafa liðið vel. Engin veikindi hjá starfsmönnum. Mikil ánægja með jákvæðni og áræðni starfsfólks. Allir stóðu saman og leystu málin.
Skólinn er kominn í „vorgírinn“ og heldur sínu striki.
Skólaslitin verða ekki hefðbundin. Ákveðið hefur verið að færa ratleik, sem hefur venjulega verið næst síðasta skóladag, yfir á síðasta skóladag. Dagurinn endar svo á grilli og afhendingu einkunnarspjalda á fótboltavellinum.
Útskrift 10.b. verður á Klifi. Fjölskyldur velkomnar. Lýsuhóls krakkarnir verða með útskrift á Lýsuhóli.
Það lítur út fyrir fækkun á nemendum, 26 að útskrifast í vor og 18 nýjir í haust.
Drög að skóladagatali 2020-2021:
4 vetrarfrísdagar, 2 fyrir jól og 2 eftir jól. Hilmar vonar það besta en reiknar með því versta hvað varðar Covid-19 faraldurinn og skipuleggur því vetrarfrís-dagana út frá því ef það skildi koma önnur „Covid-bylgja“.
3. Önnur mál
Allir fundarmenn sammála um hversu gott skipulag var í GSNB á meðan að samkomubannið stóð yfir, þ.e. að allir nemendur gátu mætt í skólann alla daga og haldið rútínu að mestu leyti.
Starfsmannamál í GSNB fyrir næsta skólaár í ágætu standi. Það vantar í kennarastöður en það fer að skýrast.
Starfsmannamál á leikskólunum fyrir næsta skólaár lítur ágætlega út en nú eru 2 starfsmenn í langvarandi veikindaleyfi og því einhver óvissa.
Umræða um fyrirkomulag næsta vetur. Allir sammála um að funda annan hvern mánuð (2 fyrir jól og 2-3 eftir jól) og þá fyrsta mánudag í þeim mánuðum Næsti fundur verður því mánudaginn 7.september kl 20 og svo mánudaginn 2.nóvember kl. 20.
4. Önnur mál
Námskeið fyrir skólanefndir þann 26. nóvember, formaður fer á námskeiðið en aðrir komast ekki.
Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði stofnana þann 18 og 19 nóvember.
Lýsingar fyrir framan Grunnskólann og Leikskólana má bæta
Spurning kom fram varðandi Skólabæ, mörgum foreldrum fannst verðið of dýrt og voru að velta fyrir sér hvað felst í þessu verði. Hilmar svaraði því. Hann sagði að hann minnti að klst kostaði 114 kr. Þeir sem taka allt sem er í boði þá er þetta ca 5000-6000 kr á mánuði. Í skólabæ er reynt að vera ekki með of mikla dagskrá heldur einblínt á leik því börnin eru í fullri dagskrá allan daginn. Þau passa uppá öryggismálin. Einnig sagði Hilmar að það væri velkomið að beina spurningum foreldra beint til hans varðandi svona mál þar sem hann gæti svarað þeim strax.
Nokkrar spurningar foreldra varðandi matarmálin í leikskólanum, spurt var hvort ekki væru notaðir smekkir á leikskólanum þar sem föt barnanna væru oft blettótt þegar þau kæmu heim. Inga sagði að farið væri eftir handbók leikskólans og að alltaf væru notaðir smekkir. Einnig sagði hún að allur matur væri unninn frá grunni og farið eftir ráðleggingum landlæknis varðandi matargerð.
Námskeiðin á sumrin, leikjanámskeiðin, komu upp í umræðum. Það er eitthvað sem allir væru sammála um að þyrfti að bæta og lengja. Fólk sem er í fullri vinnu getur ekki skilið börnin sín eftir heima þegar námskeiðin eru búin. Sem sagt var komist að niðurstöðu um að leggja fram þá hugmynd hvort væri hægt að bjóða uppá fleiri námskeið sem væru yfir allt sumarið.