Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
205. fundur
7. september 2020 í ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:10.

Fundinn sátu: Kristín Helga, Auður, Hermína, Guðrún Kristins, Valentína, Gunnsteinn, Inga, Monika, Sigrún Erla, Þorbjörg og Hilmar.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Málefni Tónlistarskólans

Allt gengur vel. 80 nemendur núna. Svipaður fjöldi og í fyrra. Nokkrir fullorðnir nemendur á biðlista. Valentina fer yfir sladagatal. Tónfundir 5. – 8.okt fyrir fullorðna nemendur,  19. – 22.okt fyrir yngri nemendur. Áfram 4 kennarar. Óbreytt fyrirkomulag. Kennaraþing 18.sept. 

Í sumar var útbúin fín aðstaða í  2 stofum í byggingu Tónlistarskólans á Hellissandi fyrir kennsluEkki búið að klæða húsið í Ólafsvík.  

2. Málefni leikskólans 

Inga fer yfir ársskýrslunaÍ Ólafsvík hefur staðið til að skipta um glugga á Gulu deildinni í um 1,5 ár. Töluvert síðan gluggarnir komu vestur en ekki verið skipt. Nú eru komnar rakaskemmdir í gólfdúkinn en það lekur inn í ákveðinni áttInga gerir ósk um auka fjármagn til viðgerða á dúknumRætt um nýju kjarasamninga leikskólakennara og stjórnenda, en þeir fara m.a. fram á meiri undirbúningstíma starfsmanns per viku. Einnig umræða um styttingu vinnuvikunar og breytingu á lengd orlofsdagaVeturinn byrjar rólega en með haustinu bætast við börn á ungbarnadeildina.  

3. Málefni GSNB

Nú eru 227 nemendur í öllum deildum skólansHilmar segir stuttlega frá innra mati GSNB, sem er inni á heimasíðu skólans. Stóra verkefni skólans í vetur er að innleiða Hæfnimiðað nám, sem gerir nemendum og foreldrum kleift að fylgjast betur með náminu inni á Mentor. Hingað til hefur þetta verið hjá  8.-10.bekk en nú verður það innleitt í alla bekki.  

Í sumar hafa verið framkvæmdir á salernisaðstöðu beggja kynja í ÓlafsvíkÍ ljós kom raki í gólfi svo ekki var hægt að dúkaleggja , þess í stað var málað og nú er verið að leita hvaðan rakinn kemur. Verið er að setja dúk á þakið á Hellissandi en það verkefni er í biðstöðuSkipt um glugga í einni skólastofunni í Ólafsvík.  
Skólastarfið fer vel af stað. 13 starfsmenn í námi, ýmist kennaranámi, sérkennslu o.fl.  

Fundi slitið kl. 21:10