Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
206. fundur
25. janúar 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:30.

Fundinn sátu: Kristín Helga, Ari Bent, Monika, Kristgeir, Tobba, Hilmar og Sigrún Erla.

Fundargerð ritaði: Sigrún Erla

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Málefni Grunnskólans.

Starfsemin hefur gengið vel á covid tíma.
Hilmar leggur fram kynningu á núverandi skólareglum. Hann óskar eftir ábendingum frá nefndinni.
Nýtt námsmat lagt fram til kynningar. Foreldrar og nemendur geta fylgst með því inni á Mentor.

Samtalsdagur 5.feb verður í rafrænu formi eins og í haust.

Það lítur út fyrir fækkun á nemendum á næsta skólaári.

Skóladagatal 2021-2022: Hilmar óskar eftir að fá athugasemdir frá öllum hópum skólans til að koma til móts við sem flesta. Það helsta er vetrarfríið. Hilmar óskar eftir ábendingum frá nefndinni.

2. Málefni leikskólans

Loksins komið að því  að foreldrar megi koma inn á leikskólann til að koma með börnin og sækja þau. Sálfræðingur og talmeinafræðingur fá að koma inn auk foreldra barna í aðlögun. Annars eru heimsóknir ekki leyfðar.

Verið er að uppfæra reglur um leikskólavist en núverandi reglur eru síðan 2004. Ýmislegt búið að breytast. Nefndin mun lesa yfir þær fyrir næsta fund.

Það er margt sem kallar á viðhald á starfstöðum leikskólans.

Það hefur fækkað börnum. Inga leggur til að eftir um ár þarf að setjast niður og ræða framtíð starfsstöðvanna, m.t.t. fjölda leikskólabarna.

Umræða um styttingu vinnuvikunnar. Það þarf að breyta fyrirkomulaginu hjá leikskólanum, finna aðrar leiðir svo það komi sem best út fyrir bæði starfsmenn og leikskólann.

3. Málefni tónlistarskólans

Gengur vel. 80 nemendur nú, nokkrir á biðlista. Svipað og fyrri ár. Skólinn ætlar að taka þátt í Nótunni (uppskeruhátíð) með öðruvísi sniði en hver og einn skóli fær að skila inn upptöku upp á 2-4 mínútur. Kennslan er áfram óbreytt. Tónfundir og vortónleikar verða ef hægt verður m.t.t. covid.

Fundi slitið kl. 21:30.